Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 7
kunnar en frásögn Björns á Skarðsá. Hins vegar eru miklar lieimildir um örlög brúðlhjónanna allra og um niðja þeirra marga. Hér verður þetta þó ekki rakið nema að litlu einu. Af skiptabréfinu frá 1463 má gera ráð fyrir, að Ingibjörg, sem þar er fyrst talin, hafi verið elzt systranna. Hún bar nafn föðurmóð- ur sinnar, Ingibjargar Pálsdóttur frá Eiðum. Ef til vill hefur hún líka fengið það gjaforð, er álitleg- ast þótti, er hún giftist Páli, syiii hins ágæta manns, Brands Jóns- sonar lögmanns á Hofi á Höfða- strönd. Þó hefur það eflaust þótt nokkur ljóður á, að Páll átti son óskilgetinn, er Grímur hét. En Páll var mjög vel efnum búinn, þó að hann hefði eigi slíkt stórfé úr föðurgarði og þeir, er ríkastir voru. En hann þótti ágætlega menntaður og hinn þakkasælasti maður. Ingibjörg flutti fyrst til hans að Hofi. En síðar fluttu þau hjónin að Möðruvöllum, er hústrú Margrét gerðist aldurhnigin. Páll var þá um hríð auðugastur höfð- ingsmaður í Eyjafirði. Þau Ingi- björg áttu tvo sonu, Bjarna og Benedikt. Þau dóu öll í plágunni síðari, 1494, Ingibjörg fyrst, syn- irnir svo og hafði þá allur Möðru- vallaauður fallið í hönd Páls, er hann dó. En við dauða Páls féll auður þessi til elztu skilgetinna sona Gríms hins óskilgetna sonar Páls, Benedikts og Þorleifs, sam- kvæmt íslenzkum erfðalögum. Guðríður, sem líklega hefur ver- ið næst elzt þeirra dætra Þor- varðs og Margrétar og bar nafn móður-móður sinnar, giftist Er- lendi Erlendssyni frá Kolbeinsstöð um í Hnappadalssýslu. Að honum stóðu auðugustu og valdamestu ættir á Suður- og Suðausturlandi, Erlendingar og Kolbeinsstaða- menn, og líklegt sýnist, að til hans hafi fallið allar Teigseignir í Fljótshlíð sem arfur eftir foreldra hans. En með Guðríði fékk hann Hlíðarenda og þær jarðeignir, er þar fylgdu, og þar bjuggu þau Guðríður og margt niðja þeirra. Er þau Möðruvallahjón, Ingibjörg og Páll, voru látin, kailaði Erlend- ur eftir jarðagózi þeirra í umboði konu sinnar, Guðríðar, og studdi þá kröfu með „réttarbót,“ „er Há- kon konungur háleggur hafði gefið um erfðir fasteigna, en sú réttar- bót hafði öðlast gildi í Noregi en ekki íslandi. Urðu um þessa erfða- kröfu einhver hin hörðustu og langsóttustu málaferli, sem nokkru slnnl hafa verið sótt og varin hér á landi. Hafa mikilvægustu skjöl, er fram voru lögð í málum þess- um, varðveitzt, og þess vegna er meira vitað um þá, er að málun- um stóðu, en flesta aðra samtíða- menn hér á landi. Þeim málurn lauk þannig, að niðjar Grims héldu Möðruvallaeignum og jarðeign- um í Eyjafirði, en um þá Hlíðar- endamenn, niðja Guðríðar og Er- lends, gerðist mikil saga á Suður- landi. Börn þeirra Guðríðar og Er- lends voru Vigfús' hirðstjóri á Hlíðarenda, og sýslumaður í Rang- árvallasýslu, Þorvarður lögmaður á Strönd í Selvogi og sýslumaður Árnessýslu og Hólmfríður kona Einars Eyjólfssonar í Stóradal. Af börnum Vigfúsar urðu sögufræg- ust Páll sýslumaður á Hlíðarenda og Anna á Stóruborg, af börnum Þoi-varður Erlendur lögmaður á Strönd. Ragnhildur fékk í hendur eignir foreldra sinna á Austurlandi, þar á meðal Eiða, er lengi voru í eigu niðja hennar. Eiginmaður hennar Bjarni Marteinsson á Ketilsstöðum á Völlum var stórauðugur maður og umsvifamikill. Niðjar þeirra Ragnhildar tengdust, er fram í sótti, Ásverjum í Kelduhverfi, og átti það um sinn þátt í vaxandi skiptum milli Þingeyinga og Aust- firðinga. Hústrú Margrét kemur við nokk ur forn bréf og gerninga eftir það, að hún tók við forráðum Möðru- vallaeigna. Fyrst er þess að geta, að af máldögum kirkjanna á jörð- um hennar er það ljóst, að hún hefur búið kirkjurnar af mestu prýði. Kirkjuna á Kaupangi endur- byggði hún eftir bruna, og er í máldaga þeirra kirkju íöng upp- talning þeirra gripa, er hún gaf kirkjunni. f Möðruvallakirkju er einnig talinn fjöldi veglegra gripa, er hún hefur gefið, en frægust gripanna þar er altaristafla, „brík með alabastrum forgylt.“ Einnig er talinn mikill fjöldi gripa, er hún gaf kirkjunni á Hólum í Eyjafirði. Munu fáar kirkjur hér á landi hafa verið jafnvel búnar skarti og lista- verkuim á þeim tíma og þær, er í hennar umsjá voru. Þá kemur Margrét við skulda- skilamál prests eins, Þorsteins Jónssonar, við ólaf biskup Rögn- valdsson. Þorsteinn þessi hafði haft á hendi ráðsmannsstarf Hóla- kirkju „síðan Gottskálk bískup, (iþ. e. Gottskálk Kæneksson), en honum virðist hafa -orðið fé- fátt er hann skyldi skila af sér.“ „Handlagði hann biskupinum til fullrar eignar og Hólakirkju“ þrett án hundruð í jörðinni Hiolti í Hjaltabakka kirkjusókn og hálfan Presthvamm í Aðaldal. En auk þess lofaði Þorsteinn að „lúka bisk upi innan þrennra tólf mánaða átján hundruð eftir því sem þeir yrðu báðir ásáttir. Gaf biskup hon- um kvitt (og) að auk tíu hundruð fyrir bæn abbadísarinnar og hús- trú Margrétar." Er þetta merki- legast fyrir það, að Ólafur biskup var allra biskupa ásæknastur í fé og um !eið féfastur, og segir ekki annars staðar frá því, rð hann gefið eftir af skuldum. Er og til önnur saga er a.n.l. má rekja til Margrétar um það, hvernig Ól- afur biskup hélt á skuldaskilamál- um. Einn af prestum þeim, er þjónaði kirkjum Margrétar var Semingur Magnússon. Þetta hefur eflaust þótt ágætur prestur og verið í hópi fyrirmanna Eyfirðinga, því að þegar Eyfirðingar stofnuðu til heitdags fyrsta dag einmánaðar 1477, gerðist það undir forystu hans, Brands lögmanns og Einars ábóta ísleifssonar á Munkaþverá. Presti þessum hafði Margrét gefið, — samkvæmt vitnisburði frá 10. febr. 1492, — jörðina Þórustaði í Kaupangssveit, eflaust fyrir góða þjónutsu. Jörð þessa gaf Semingur prestur síðar Þorláki syni sínum til kvonarmundar. 27. janúar 1492 nefndi Ólafur biskup Rögnvalds- son tuttugu presta dóm á Hólum í Hjaltadal um tvær sakir á hend- ur Þorláki. Var önnur sökin sú, að hann hefði leyfislaust höggvið skóg upp á fjóra hesta á jörðum Hóla- staðar, Garði (í Fnjóskadal?) og Barnafelli, en hin, að hann hefði tekið úr föðurhendi áttatíu hundr- uð í kvonarmund sinn, en faðir hans hafði á burt haft úr heilagri Hólakirkju tvo gullkaleika, er eigi hefði aftur komið. Dómur prestanna féll á þá leið um fyrri sökina, að Þorlákur skyldi fyrir skógartiöggið sekur þrjátíu mörk- um (tólf hundruðum), nema hann gæti leitt tvö vitni að því, að hann hefði fengið leyfi fyrir skógar- högginu (sem hann bar, að hann hefði fengið) og gengi þar að a<ukj til svardaga um, að hann lieff eigi höggvið nema á fjóra hest En um síðari sökina dæmdu pre- T f M I \ N - SUNNUDAGSBLAÐ 847

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.