Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 16
okkar hlýlega, elduðum við Gudda hrokaðan pott af hangikjöti handa mönnum að skilnaði. Menn luku við það, sem soðið hafði verið, en sögðust fullsaddir, þegar þeir auk þess fengu ávexti í ábæti. Ekið til Kerlingarfjalla. Stefán og félagar hans yfirgáfu nú Hveravelli, og eftir voru Maggi Karls, Nilli og Gutti, kallaðir tríóið úr Kerlingarfjöllum. Svo og Albert, hann taldist handlangari. Albert var þar á fjöllum að afla sér fjármuna til vetrar, því hann stundar veðurfræðinám á vetrum í Osló. Þeir, sem eftir voru í fjallavist, hugðust gera sér dagamun og skreppa í heimsókn til Kerlingar- fjalla, þar var oft glatt um helgar. Þrír voru þeir, sem fóru, Nilli varð eftir, af því hann hafði lof- að Eysteini að gera við skilti, sem einhver~hafði notað að skotmarki og þurfti lagfæringar við. Fóru þeir ásamt Vikari norður að Seyð- isá og ætluðu að huga að brönd- um i leiðinni. Vikar sá var hús- vörður Ferðafélagsins á Hveravöll um, ítem veðurathugari, benzín- sölumaður m.m., sumarlangt, en námsmaður á vetrum. Hann var og i fæði hjá okkur Guddu. Ni'li var með bílskrjóð á Hveravöllum og hafði lofað að fará í beyglunni að sækja þá félaga. Meðan Vikac brá sér frá, þurfti að gera veður- athugun, sem ég þá gerði. Illa brá mér, þegar ég las á mælana. Hitinn hafði lækkað um þrjú stig. Sá var háttur okkar Guddu að fylla flöskur af hveravatni, og hita upp rúmin okkar. Nú var ekki annað fyrir hendi, fyrst svona hraðkólnaði, en að ná sér í fleiri flöskur og ylja upp. Gudda var með glæra vodkaflösku undir sængurhorninu. Gægist þá úfinn hausinn á Nilla inn í tjaldið, og þar sem hann sér svo fallega flösku, grípur hann hana fegins hendi og segir: „Nei, sjáið þið á hverju Gudda lúrir“, en var fljót- ur að sleppa hinni funheitu flösku Þeim hafði líka orðið hrollkalt, félögum, og Nilli sopið vel úr sér hrollinn. Ekki leizt mér vænlegt, að hann færi í því ástandi akandi til Kerlingarfjalla, og það í vafa- sömum bíl. Málið var leyst á þann veg, að við Vikar færum á beyglunni, þeg- ar veðurathugun kl. 9 væri lok- ið. Ekki var ofsögum sagt af bíl Níelsar. Við Vikar skiptumsit á að aka og vorum skíthrædd hvort hjá öðru. Ferðin var hin skemmtileg- asta, þó farartækið væri lélegt, því veður var mjög gott og fjalla- sýn dýrðleg. Það er ólýsanleg lit- fegurð á fjöllunum á þessum sióð- um í kvöldskininu. Okkur var tekið mjög vel > skála skíðamanna í Kerlingarfjöll- um. Mér var boðið í eldhús upp á kaffi og með því, hjá -stallsystr- um mínum við matargerð. Ekki var tími til að staldra lengi, rnið- næturathugun rak á eftir Vikari. Ekki gekk farartækið vel. Svo slæmt sem það reyndist okkur Vikari, var það sízt betra nú, þó kunnugir stýrðu. Þegar komið var um það bil miðja leið, sprakk á hjóli. Ekki voru þau þægindi fyr- ir hendi að lyfta bílnum á venju- legan hátt. Svolgjðis lúxus eins og tjakkur fyrirfannst ekki í þeim góða bíl. Þá var ekið upp á stein og grafið undan hjólinu. Furðu fljótt gekk skiptingin við þessar frumstæðu aðstæður. En þó bíll- inn væri nú á fjórurn sæmilegum hjólum, gekk honum enn iíla að komast áfram. Hann stundi eins og móður klár við hverja mishæð, og ^eispaði golunni loks alveg skammt frá Hveravöllum. Síðasta spölinn urðum við að nota okkar margþjálfuðu postulahesta. Stóð nú á endum, að kl. var tólf á mið- nætti. Veðurathugun þurfti ekki að falla piður. Ekki var að furða, þótt bíllinn reyndist lítt sprækur. Þegar að var gáð, var svokölluð „hedd- pakkning“ búin að vera. En Nilli var ekki lánlaus frekar en fyrri daginn. Hann lét senda sér pakkn- inguna að sunnan, og rétt um sama leytí kom að Hveravöllum Bjarni, bróðir Vikars. Bjarni er bifvéla- virki og hjálpaði hann Nilla að laga skrjóðinn. Kom það sér og vel fyrir eldhúsið, því Nilli hafði tekið að sér að aka vatnstunnu niður á velli til að sækja neyzlu- vatn fyrir okkur. Eftir að við fluttum í skúrinn og mönnum fækkaði svo mjög, fór vist okkar Guddu að verða frjálslegri. Við gátum samið um það við smiðina að skilja eftir kaffi í hitakönnu og farið út í hraun og tínt fjallagrös, en af þeim eru hreinustu uppgrip á Hvera- völlum og þar um kring. Eins sömdum við um að hafa kvöld- kaffið á borðinu, þegar við fórum í Þjófadali. Lengsta leið úr Þjófadölum. Með Bjarna, bróður Vikars, kom Pétur Örn, bróðir þeirra, svo og Ragnheiður, kona Bjarna. Eitt kvöldið ákváðum við að fara sam- an í Þjófadali. Bíll Bjama var gamall og ekki til mikilla torleiða fær. Allt fyrir það lögðum við af stað akandi og komuimst nokkuð áleiðis. En fyrsta alvarlega brekk- an reyndist bílnum ofviða, svo leggja varð land und- ir fót og klífa Stélbratt. Gengum við nú lengi, lengi, svo sem segir í ævintýrum. En þar kom, að þær Gudda og Ragn- heiður töldu nóg gengið og héldu til baka. Bjarni fór með þeim konum, en við hin þrjú héldum áfram, þeir bræður Pétur Örn og Vikar svo og ég. Gudda var svo hugulsöm að gauka að mér grasa- hnefa, sem hún hafði gripið af þúfu. Lengi gengum við enn, unz við komum að sæluhúsinu í Þjófadöl- um, sem stendur undir Rauðkolli. Rauðkollur er skemmtilegt fjall, strýtumyndað og rauðleitt, freist- andi til uppgöngu, en varla sár- svöngum um miðnætti í sudda. Klukkan var tólf, er við konnum í sæluhúsið. Enn var séð fyrir veðurathugun, Albert hafði lofað því, ef Vikar tefðist. Vikar bjóst við, að kaffi væri í sæluhúsinu, en svo var ekki. Þar var einungis prímus, svo ég hitaði grasavatn handa okkur og hugsuðum við hlýtt til Guddu, þó rammur þætti drengjum drykkur- inn. Eftir skamma dvöl í húsinu héld um við af stað heimleiðis. Þá rann óljós minning í hug Vikars. Eysteinn bóndi hafði sagt honum, að skemmsta leið milli Þjófadala og Hveravalla lægi fyrir sunnan Þjófafell. Og sem nótt var skugga- leg og suddinn fór vaxandi, töld- um við einsýnt að velja hina skemmstu leið. En býsna löng reyndist okkur sú skamma leið. Mosavaxið hraungrýti, ógreiðfært og seinfarið, og úlfgrá þokan allt um kring. Öðru hvoru griilir í Þjófafell, svo við vitum þó, að við erum á réttri leið. Grasavatnið hafði hresst okkur í bili, en ekki er það stáðgott. Drengirnir fara að kenna svengdar. En mat var hvergl að fá nær en á Hveravöll- 856 TÍHiNN - SUNNTJDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.