Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Blaðsíða 11
brei, sein svartir menn verða jafn-
an að bera, ef þeir vilja komast
hjá hörðum refsingum. Fjölmenn-
ar lögreglusveitir. sem fengið hef-
ur verið pað hlutverk að stöðva
blökkumenn og krefja þá um vega-
bréf, eru jafnan á ferli, og verði
á vegi lögreglunnar fólk. som hef-
ur týnt vegabréfi sínu eða gleymt
þvi heima, er það tafarlaust dreg-
Ið fyrir dómara sinn. Fíið sama
verður upp á teningnum, ef svart-
ur maður, sem er á ferlj í hverfi
hvítra manna hefur ekki gilt ferða
leyfi ^timplað í vegabréf sitt eða
í það vantar stimpil sem sýni. að
hann hafi greitt skatta sína. Það
getur varðar mánaðarveru í fang-
elsi að gleyma, vegabréfinu heima.
og Cole veit dæmi þess, að níræð-
ur maður var hafður í varðhaldi
í sex daga, af því að honum iáð-
ist að hafa með sér vegabréf sitt,
þegar hann fór að sækja lítilfjö’--
legan framfærslueyri, sem hann
átti að fá.
Myndirnar, sem fylgja með, sýna
blökkumann handtekinn og hand-
járnaðan og veiðifeng lögreglunn-
ar einn daginn: Hóp fólks, sem
hrúgað hefur verið sama í járn-
rimlabúr.
T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ
851