Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Síða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Síða 3
 M^Tf. 'v/ - ■ ;■ Stærsta eðlutegund í heiminum á heimkynni sín á Komódó í Indónesíu. Það var Hollendingurinn Aldegon, sem varð hennar var fyrstur hvítra manna árið 1910. En Malajar á þessum slóðum höfðu lengi kunnað skil á landkrókódíl, er þeir nefndu svo, en Hollendingar héldu vera þjóðsagnadýr. Aldegon var landstjórí á Flóres. Hann fór til Komódó með þjóni sínum á veiðar. Þeir voru staddir í rjóðri i frum- skóginum, er þeir sáu allt í einu risaeðlu teygja sig upp úr hávöxnu grasinu og reka út úr sérlanga tunguna. Landstjórinn vissi varla, hverju hann átti að trúa. Drekans, sem hann hafði séð, var hverg getið í dýrafræð inni. Heimamenn, sem setið höfðu um þetta óþekkta dýr, lögðu það að velll, svo að mlssýning var þetta ekki. Hollendingurinn keypti eðluna af þeim, sem höfðu fellt hana. Seinna skaut hann sjálfur aðra eðlu af sama tagl. Skinnið sendi hann náttúrufræðisafni I Buiten- zorg í Batavíu. Forstjóri þess gaf eðlu þessari vísindanafn. Trölleðlan í Komódó, sem getur orð- ið allt að þriggja metra löng, er hræ dýr, en leggur þá stundum hirti og villisvin að velli. Fæturnir eru mjög sterkiegir, og á þeim eru hvassar klær, sem eðlan beitir þó aðallega vlð gröft. Þessu stórvaxna dýri er margt til lista lagt: Trölleðlan getur hlaupið, klifrað og synt. Þefvís er hún, en heyrnin er afarsljó. Nálgist villi- svín, biður trölleðlan átekta. Ekkert hreyfist nema klofin tungan. Halinn er skætt vopn. Þegar bráðin er komin í færi, slær trölleðlan hana með halanum. Höggið er svo mikið, að fórn- ardýrið beinbrotnar venjulega. Síðan rífur eðlan í sig bráðina. Þá koma hvass ar klærnar að notum. Eðluna okkar munar ekki um að gleypa væna bita. Kokið getur þan- izt út eins og á slöngu og hálsinn gengur líkt og smiðjubelgur á með an hún er að kyngja. Trölleðlan var alfriðuð 1926 og veiðidýr hennar r: T I M I N N - Sl) N NUDAGSBLAí) 35

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.