Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1968, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1968, Blaðsíða 14
hélzt svo enn um áratugi, þóbt ©kfei væri hlutfaUið jafnóhagstætt og það var á fyrri helmingi aldar- innar nema hin verstu barnadauða ár, ©r þær farsóttir, sem börnun- um voru skæðastar, gengu í land- inu. Voru það einknm mislingar, kíghósiti og barnaveiki, er mifeinn usla gerðu á barnaheimilum. Að- búð var víða áfátt, fólfe kunnj lítt að hjúkra sjúklingum og læknumi um megn að vinna bug á sjúk- dómum, þótt til þeirra næðist, er efcki var nema sums staðar. Samt tófest mörgum að koma mikium barnahópi farsælilega á legg. Mislingasumarið 1882 var iengi í minnum haft. Þá dóu ellefu hundruð kornbörn í landinu, og auk þess hálft sjöunda hundrað barna á niilli eins og tíu ápa ald- urs. En ekki voru það börnin"ein, sem hrundu niður, heldur einnig fulltíða fólk, því að ntisimg- ar höfðu ekki gengið í landinu i hátfan fjórða áratug, og dó þes-s vegna sem næst þrefatt fieira fólfe á milii tvítugs og fertugs en gerð- ist í meðaiári. Hafði sótt þessi borizt til 'andrins með póstskipinu frá Kaupmannahöfn í byrjun maí- mánaðar, og var einn farþeginn, Helgi trésmiður Helgason, lasinn orðinn, er skipið hafnaði- sig 1 Revkjavík. Sóttvarnir fóru i handa skolum, og hiaúzt af því slík vá, að manndauði varð meiri en nokk- urt annað ár allan síðari hluta nítiándu aldar. Kjaransstaðahjón höfðu ekki goldið afhroð, er sóttir fóru um byggðir, en þó misst börn, bæði nýfædd og komin á iegg. Misling- arnir sneiddu ekki hjá garði þeirra en grönduðu þó engu þeirra barna, sem þá voru fædd, enda þótt þeir væru sérlega skæðir á ísafirði og þar í grennd. Aftur á móti ól Sigríður andvana barn ófullburða þetta haust. Má belja mjög senni- legt, að hún hafi þá fengið misl- ingana, en vanfærum konum, sem veikina fengu, var mjög hætt, og langfle&tar létu fóstrinu, þótt þær héldu Mfi sjálfar. Sumarið 1888 voru Kjaranstaða- hjón enm svo vel á vegi stödd, að sjö börn af tíu eða ellefu, sem þau höfðu eignazt, voru á lífi. Þessi misserj stakk barnaveiki sér niður á fjörðum vestra. Dóu fáein börn hér og þar, en þó ekki mörg. Um mi$bik sumarsins missitu Kjaransstaðahjón elzta son sinn, Kristján Þórð, en þó efeki af völduim bamaveiki'nnar. Það vair sár á fæti, sem ekfei hafði tekiizt að græða, er varð honum að aldur- tila. Hið auða rúm drengsins var ekki lengi óskipað. Á jóladag varð hús- freyja léttari og ól tvo sonu. Var annar þeirra nefndur Þórðuir, en hinn Kristján. Átta voru því börn á palM, er manntalið var sferáð síðasta dag ársins, en auk hjón- a-nna og barnanna voru á heimM- inu Guðfinna, móðir bónda, og Hermann, bróðir hans. Tólf voru því í heimili, er nýja árið gefek í garð. IV. Á skammri stundu skipast veður í lofti. Mikil ógæfa vofði yfir KjaransstaðaheimiMnu, og höggið reið af fyrr en varði. Það gerðist hljótt og fáliðað í loftbaðstofunni, þar sem tveir og þrír höfðu hvíit í hverju rúmi óg börn ærslazt frá morgni til kvölds. Sótt kom upp á bænum, er nokk uð var komið fram í janúarmán- uð — iltkynjuð hálsveiki. Heimiil- isfólfeið veiktist hvað á fætur öðru, hjónin einnig. Skammt var læfen- is að vitja, því að Oddur Jónsson sat á Þingeyri, og hefur hann vafalaust verið kvaddur tii, þótt það kæmi fýrir ekfei. Brátt tóku geigvænleg tíðindi að berast frá Kjaransstöðum. , Fræðimaðurinn Sighvatur Grímsson Borgfirðingur bjó hand- an fjarðarins að Höfða og skráði í dagbækur sínar alit, sem við bar, bæði stórt og smátt. Sjátfur hafði hann misst sum barna sinna úr barnaveiki nokkrum miss&rum fyrr. Og nú rak hver fréttin aðra. 21. dag janúarmánaðar hefur hann skrifað: „Við Gíslii fórum yfir með mjólkurflösku að Hruna, þaðan kom salt . . . Barnslát fréttist frá K j a ran sstöðum. “ Þá voru raunar fjórir dagar Uðnir síðan Kristján litH, annar tvíburinn, anclaðist. Tveim dögum síðar kemur næsta helfregn: „Símon Dalaskáld var á ferð og orti um mig vxsu. Guðrún Guð- brandsdóttir kom hexm. Frébtist enn ungbarnslát frá Kjaransstöð- um, og konan þar Uggur mjög veik.“ Og degi síðar: „Jón Sigurðsson kom að fá Möngu tekna mieð ferakfe anum vegna iMinda þeirra kvemn- anna á Næfranesi. Fréttist láit Sig- ríðar Árnadóttur, konu Þórðar á Kj aranssitöðum". Nú verður hlé á andláts'fregin- unum í nokkra daga, unz 29. dag- ur janúarmánaðar líður að kvöldii: „Alveg jarðlaust, skepnur efeki úti. Fréttist enn lát Ánifeu, dóttur Þórð ar á Kjaransstöðum. Það er nú það fjórða, seirn dáið hefur í veitur úr barnaveiiki. Þar standa nú uppi þrjú Mk.“ MannfalMnu var samit ekki lok- ið. Degi síðar skrifar Sighvatur enn: „Við Guðbjartur og Jón fórum yfir, ég með flösku til Halldóru. Ég fékk hjá lækni dreifandi plást- ur og arniku fyrir' liitla Pétur við verk undir síðunni. Ég tók hjá honum pappír undir Harðarsögu, seim ég á að skrifa fyrir hann. Við flíutbum yfir mópoka til Guðrúnar á Brekku. Nú fréttist, að sex ik S'tandi uppi á Kjaransstöðum, kon- an og fimm börn“ Og ioks 3. febrúar: „Nú eru sjö dánir á Kjaransstöðum“. V. Presitsþjónustubókinni og dag- bófeum Sighvats, Borgfirðinigs beir ekki atveg saman. Sighvatur telur tvö börn hafa dáið fyrst, en séra Kristinn Danielsson hefur skráð húsfreyju d-ána 22. janúar, næst á eftir tvíburanum. Síðan telur hann tvær telpur deyja 25. janúar, tvo drengi 27. og 28. janúar og telpu 2. febrúar. En alt beir að sama brunni um það, sem máli skiptir: Mæðginin kvistuðust niður á seytj- án dögum, sjö manns als. Við lok ja'núarmánaðar er alt orðið ful'it af Likuim á Kjaransstöð- um, og sjálfur var húsbóndinn fárveikur. Einhverjir nágrannar hafa konúð til og fært líkin til kirkju. í kirkjubókinni segir, að fimm Mk frá Kja'ransstöðum hiaifi verið jörðuð á Söndum 1. dag febrúarmiánaðar og tvö 6. febrúar. Sjálfur var Þórður svo veil, að hann gat ekki fylgt konu sinni og bíjrnum til grafar. Hann lá heima, ef tii vMl mill'i heims og helju, í hljóðum og nær mannlausum bæn um. Eins og menn sjá ber Sighvati og presti ekki heldur saman um það, hvenær börnin frá Kjarains- stöðum voru jörðuð. Áður er kom ið fram, að hann hugði tvíburamn, sem fyrst dó, haía verið jarðaðan skömmu eftir amdlát hans. Og 6. 182 T ! M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.