Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1968, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1968, Blaðsíða 18
BJÖRN BJARIWAN: HJÓNASÆNG EDA '. Þið getiS ekki gert mér þetta. Ég er ekki nema gamall ma'ður, og þið öll á móti mér, sagði Óli gamti og reri fram í gráðið. Ól'öf hafði orðið fyrir systkin- unum. Hún studdi sig við kommóð una, svipurinn harður og barmur- inn eins og uppblásinn lóðabelg- ur. Þegar hún talaði, hjó hún með höfðinu og steig fram á vinstri fótinn. — Ég segi þér það, Ólafur, að þessu getur þú ekki ráðið. Við er- um þó altént börnin hennar og ættum því bezt að vita, hvað hún vildi. Þegar hann pabbi heitinn dó, var þetta ákveðið, og þvi verður ekki breytt. Það er hart aðgöngu að þurfa að standa í illdeilum á þessari stundu, og ég segi fyrir mig, að ég hefði aldrei trúað þvi á þig, Ólafur, að þú létir þér detta í hug aðra eins firru, að ég ekki tali um frekjuna — hún hætti að tala, saug upp í nefið og opnaði töskuna, sem lá á kommóðunni. Sigurður, leigubílstjórinn að sunnan, sat við borðið og horfði niður á gólfið. Guðný, yngri syst- irin, stóð við suðurgluggann og sneri baki í hin. Óli gamli hafði sigið í stólnum, og í andlitinu á honum var bæði hryggð og uppgjöf. Hann horfði á systkinin til skiptis, og Óiöf hafði tekið klút upp úr töskunni, og Sigurður hvimaði á myndirnar á veggjumum. Guðný hélt áfram að horfa út um gluggann. Það voru ekkd nema fimm ár síðan hún Lauga hafði flutt héma inn í húsið hans, það var/í lok hausfvertiðarinnar, árið sem hann fékk bióðeitrunina í handlegginn. Auðvitað hafði hann lengi þebkt hana Laugu, en þó var það bióð- eitrunin, sem réði ' úrslitum. Hann með háan hita og hálfbjarg- arlaus og hún í kjallaranum nokkr um húsum fyrir utan og ofan. Enginn hafði tekið til þess, þó að hún skryppi til hans og skerpti á könnunni og færði honum matar- bita, og svo kom hitt bara að sjálfu sér, að hún flytti til hans. — Þurfum við lengur að vera að jagast um þetta? spurði Sigurð- ur leigubílstjóri og leit á Ólöfu systur síma. Ólöf hafði stungið klútnum aft- ur niður í töskuna, án þess að nota hann, og þegar hún sá upp- gjöfina í andlitinu á stjúpa sínum og vissi, að siigurinn var sín meg- in, þá eins og mildaðist svipurinn og barmurinn dróst saman. — Þetta verður þá eims og við höfum ákveðið, Óiafur minn, sagði hún, og nú hvorki hjó hún með höfðinu né sté fram á fótinm. Það var tár í heila auganu á Óla gami'a, og sfceggið á efri vör- inni titraði örlítið. Hann fitlaði við úrfestima, og köbkurinn í háisim- um á honum varnaði homum máis. Hún hafði flutt til hans fyrir jóMn. Siggi i Koti-nu haifði hjálp- að honum með kommóðuna' og stóra fataskápinn, og í hallanum fyrir ofan húsið hafði Sigga skrilk- að fótur, og skúffurnar úr komm- óðunni, og hún komið hlaupamdi og jesúað yfir að allt fyki úr skúff- unum, en Siggi brosað og sagt, að fall væri fararh;eií]íl. Á Þorláksmessu höfðu þau flutt rúmstæðið, og meðan þau hjálp- uðust að við að koma því upp í suðurkaimersið á loftinu hafði hann sagt, hann þyrfti að fá betri fjalir í botminn, og hún hafði bros- að til hans. Þetta voru ekki nema blájólin, því að undireins á þriðja fór hann suður á vetrairvertíðina og hann hafði hlakkað til að koma heim um vorið, því að hann vissi það var betra að koma heim, þegar eihhver beið eftir manni. — Ég er búinn að láita taka gröf ima,' sagði Óli gamli, og enn var vonarglæta á bak við tárið í aug- anu. Sigurður leigubílstjóri var stað- inn upp, hann var alger andstæða Ólafac systur sinnar, tágrannur og krangalegur og ekki upplitsdjarf- ur. — Ég nenni fjandakomið ekfci þessu þjarki lengur, sagði Sigurð- ur — og mér er svo sem fjárans sama, bætti hanm við. ólöf hafði aftur blásið út barm- inn, og meðan hún talaði horfði hún ásökunaraugum á Sigurð. ^ — Ég get bannski sfcilið hann Ólaf héma, en að þú skuliT leyfa þér að láta annað eins út úr þér, Sigurður, það fæ ég ekki sfcilið. En það væri eftir öðru, að þið Guðný bry^ðust mömmu á síðustu stundu — eg veit ekki betu-r en ég sé eina systkinið, sem hef reynt að vera henni eitthvað innan ha-nd- ar síðustu árin. — Hún tók aiftur klú-tinn upp úr töskunni og þerr- aði augun. G-uðný hafði snúið sér frá glugg- anum, hún var lítil u-m sig með bláma í andlitinu, tepruleg og sfcrækróma. — Þér ferst ekfci Ólöf. Þú varst þó sú eina af okkur, sem bjó hér í piássinu, og það er aldeilis ekki á fólkinu hér að heyra, að þú hafir lagt þig neitt sérstakle-ga fram við að annast ha-na mommu, að minnsta kosti sfcipt- irðu þér efckert of mikið af henni m-eðan hún kúldraðist ein í kjall- araholunni hér fyrir ofan. Óli gamlá hafði lyfzt í sætinu, og hann f-ann að vigstaðan hafði batnað. Þegar hann kom að sunnan af vertíðinni um vorið, var ko-minn nýr prestur í plássið. Presturinn var hár og graunur, un-gur og af- skapiega alvarlegur, og han-n getok í húsin, þar sem hann vissi um „óvígða sambúð“ eins og hann orðaði það. Óli hafði ekki verið heima nem-a eina tvo daga, þegar presturinn kom í heirasókn tiil hans og Laugu. Presturinn vildi óður og uppvægur gefa þau sam- an, og þó ÖM reyndi að sannfæra ha-nn um það, að þau væru bara ívö gamalmenni og hún svæfi á loftinu og hann niðri, þá kom það allt fyrir ekfci, og prestur sat fast við sinn keip. Sköm-m-u fyrir síld- arvertíðina voru þau svo pússuð saiman, ÓM og Lauga, o-g hann flutti rúmstæðið hennar n-iður og setti nýjar fj-a-lir í botninn. — Ég ætla að reyn-a að borga ykkiur erfðapartinn ykkar fljótt eftir jarða-rförina, sagði ÓIi gamli. — Nei, ég gef mig aldrei, s-agði Ólöf æst, fyrr legg ég máig þvert yfir gröfina en að hún mamma fari þar niður. Mér er alveg sam-a, hvað þið gerið, en ég fer bein-a leið og læt taka henni gröf við hliðina á honum pabba heitnum 186 TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.