Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1968, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1968, Blaðsíða 3
Kápa úr safalaskinni þykir ákaflega fín, en sé nefnt visiu- skinn, fitjar fólk upp á nefnið. Þó er þetta reyndar eitt og hið sama. Þegar talað er um safalaskinn, er einungis um að ræða vetrarfeld vislunnar. Hún er alhvít á vetrum, nema yrti broddur skottsins er svartur. Mörg dýr eru miklu Ijósari á sumrum en vetrum. Meðal þeirra eru skógarhérarnir í norður hluta Svíþjóðar. Önnur hérategund sunnar í landinu, raun- ar innflutt, er mórauð sumar og vetur. Hinn hvíti feldur skógarhérans er vörn hans gegn hættum, sem að honum steðja. Jafnvel rádýrin breyta lit á vetrum. Þegar tíðarfar kólnar, þéttist hárið og verður grárra á litinn en á sumr- in. Ikorninn er grár á vetrum, og hinn loðnl feldur hans er þá miklu fyrirferð- arminni en á sumrin, þegar lofthitinn er meiri. Tófan breytir líka um lit á vetrum, og i mörgum norðlægum löndum eru hvítir refir. Sá iitur hentar sem sé í snjóalöndum. Hreysikötturinn, sem stundum er líka kallaður visla, er mórauður og gulleitur á sumrin. Þegar vetur leggst að, vex honum á skömmum tíma hvítt og mjög þétt hár, sem f senn veitir honum gott skjól í vetrar kuldanum og auðveidar honum að dyijast. Allmargir fuglar taka einnig á sig vetr: arbúning. Þar nægir að nefna rjúpuna, sem bæði sumar og vetur er búin ágætu dulargervi, enda er það helzta vörnin gegn margvíslegum háska, er þessum friðsama fugli getur verið bú- inn. Drifhvít rjúpan er samlit vetrar- snjónum. En vetrargervl hennar er ekki aðeins hentugur felubúningur. Það er einnig hlýtt, enda þarf þess með. Grænlenzku rjúpunni verður ekki hið minnsta meint, þótt frost. ið sé fjörutíú stig eða meira. T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 195

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.