Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1968, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1968, Blaðsíða 14
í& íiclsins. sem ungra elskenda, ar ekki vildu flíka leyndarmáli sínu eða láta kvisast um ástina ungu í brjósti sínu. Við þessu fólki var sjaldan amazt, þótt ekki væri því að jafnaði sýnd mikil virðing og stundum haft í frammi við það gaman í grárra lagi, svo að ekki sé fast að orði kveðið. Sýslumenn og hreppstjórar, sem mæddust und ir þunga embættisskyldu sinnar, áttu það að vísu til að hremma einn og einn flakkara, sem þeim var í nöp við, og senda hann heim á sína sveit, enda sniðgengu var- færnir reikunarmenn heimili slíkra höfðingja. En það var þó blessunarlega sjaldan, að þeir hrundu svo harkalega af sér emb- ættisværðinni, sem óneitanlega var alþekkt fyrirbæri. Þá fyrst vofði sú hætta í raun og trú yfir förumanni, að hann yrði rekinn eða fluttur nauðugur heim á sína sveit, ef hann lasnað- ist og lenti á sveitarframfæri fjarri átthögum sínum. En þegar nú er horft yfir hroðið sviðið, þar sem dánar kynslóðir skiptu fvrrum liði, klæddar holdi og blóði, og hver fór með það hlutverk, sem l'ífið unni honum, þá bregður einkennilega við: Bændurnir, sem skutu skjólshúsi yfir flakkarana, eru flestum gleymdir, þótt nefndarmenn væru á sinni tíð. Húsfreyjurnar, sem báru þeim mat úr búri sínu og gáfu þeim buru og sokkaplögg, er þær höfðu sjátfar unnið, kunna fæstir að nefna. Jafnvel obbinn af sýslumönnunum og hreppstjórun um, sem umhleypingunum stóð stuggur af, hvilir í eyðiþögn í ó- kunnum kirkjugörðum, og fólk rekur upp stór augu, þegar það sér í gömium bókum, hve mikl- ir menn þetta voru. En sá íslend- ingur finnst tæpast, kominn til vits og ára, að hann kunni ekki dágóð skil á Magnúsi sálarháska, Sölva Helgasyni, Gvendi dúllara, Simoni Dalaskáldi og sagnaþuln- um Guðmundi kíki, sem dó síð- astur hinna landskunnu farand- manna árið 1928 af völdum krabba meins í kinn, nálega áttræður. Jafnvel margir hinna minni spá manna eru víða í minnum hafð- ir, þótt harla langt sé síðan þeirra sumra gat verið von heim trað- irnar á sveitabæjunum. Þeim skýt ur hverjum af öðrum upp í huga fólks, sem aldrei heyrði þá né sá. Það er eins og myndasýning á tjaldi, þegar þeir stíga fram hver af öðrum: Magnús blessaði, sem hljóp á randajökum yfir Blöndu, sýslumatnnssonurinn Eyjólfur Ijós- tollur, Poka-Sigga, sem seldi unga fóllkimu trúlofunarhringana, Jón Repp, sem gekk „milli góðbúa landsins með bréf og boðskap hinna beztu manna“, Pétur lands- hornasirkill, sonur Magnúsar raunabolla, sem öllum mönnum var líkari svertingja norður hér, Halldór Hómer,sem dansaði í tvær mínútur fyrir tíu aura, skáldið Vilhjálmur Hölter, sem fór um á frakka með rauðum skúfum og leggingum og lét þéra sig, Eyfi tónari með þuluna um músina og altariskertið, Hannes stutti, sem stökk eins og hind yfir gjár og gljúfur, Jóhann Helgafells, sem þandi harmóniku liðlöng kvöldin, bókamaðurinn Helgi fróði, sem taldi Vídalínspostillu eins og bezta haröfisk með hangifloti, en Pét- urshugvekjur eins og eldbrunnið roð með tólgármola, Þorgerður postilla, sem bar á sér kartöflur til þess að gefa notalegum hús- freyjum til útsæðis, orðhákurinn Bjarni læða, illhryssingurinn Jón Kjósarlangur og ódámurinn Stef- án Helgason, sem ekki vorkenndi Gretti tuttugu ára útlegð, sjálfur skógarmaður í hálfa öld. Löng er lestin og mislitur hópurinn. Og þjóðin minnug. II. • Einn hinna vegmóðu manna, sem gengu sig nálega upp að hnjám á þrotlausu eigri lands- horna á milli, hvílir fjarri átthög- um sínum í kirkjugarðinum á Tjörn í Svarfaðardal. Beri mað- urinn, sem kallaður var, Húnvetn- ingurinn Jóhann Bjarnason, var lagður þar í moldu fyrir sextiu árum. Jóhann beri var ekki einn þeirra manna, sem náttúran hafði gefið eigindir reikunarmannsins. Fram- an af ævi hans virtust öll >-ök hníga að því, að hann yrði dug- mikill bóndi í heima9veit sinni, kjörinn til þess að standa af sér alla brotsjói í þeirri breiðfylk- ingu íslenzkra bænda, sem grón- rr- við torfuna slitu berhentir af sér herfjöturinn og ruddu nýrri öld greiðan veg. Að ytra útliti var hann með gervilegustu mönnum, hár vexti, mjög þrekinn og jafnbola, en lotnaðist nokkuð í herðum, er ald- ur færðist á hann. í andliti var honum svo farið, að brýmar vora miklar og í beinna lagi, nefið beint, kjálkar langir og hakan breið og hvort tveggja mjög sterklegt. Enn- ið var kúpt og ekki mjög hátt, og höfuðið sjálft 9tórt. Hárið var dökkjarpt og hrokkið, augu blá eða grábllá. Þótti hann maður mik- illeitur, en þó heldur svipgóður. Það fylgdi miklum líkams- þroSka, að hann var verkmaður góður og vel búhagur að auki, og mun honum hafa þótt flest lént, er stuðla mát-ti að farsæld og góðu gengi. En undarlegur skapadómur olli því, að allt snerist á annan veg um líf hans og hætti en menn gat órað fyrir. Snögglega rofnaði samhengið í lífi hans, líkt og þeg- ar skip slitnar frá legufærum sín- um í hafróti, og upp frá þeirri stundu hraktist hann manna á meðal eins og rekald á reiðum sjó. Hann var um skeið varla sjál-f- ráður gerða sinna, og upp frá því a-ldrei samur og áður. Ævi hans rann út í sandinn við þráhvggju og píslarvætti. Slíkur maður hafði fátt til að bera, er til þess var fallið að greiða umferðarmanni veg. IJann stytti ekki kvöldvökurna-r með fréttum og frásögum úr öðrurn héruðum né gladdi nokkurn man-n m-eð orðkringi og skringilátu-m. Engin-n maður var fjær því að kunn-a þá lis-t að leika als oddi sér til hagsmuna. Öllum undar- legri í háttum vakti hann ógn og skelfingu, þar sem han-n ko-m ó- ku-nnugur maður, og óhugnaðu-r- inn, sem fylgdi honum, varð oft vorkunnlætinu yfi-rsterkari. Sú var heimanfylgja hans, að hlutskipti han-s varð nálega óbæri-iegt. óðeins eitt hafði hann að veganesti, sem kom að haldi manni í hans spor- um: Harðfengi og hreysti meiri en nálega allir aðrir menn. Hann gat lengi vel ekki misboðið líkama sín- um svo, að honu-m yrði misdægurt. Þess vegna varð líka þraut hans langvinm. Bein hans voru sterk og þoldu vel vonda daga, og á hon- um sá járnskrokkur, sem ekkert virtist bíta á. III. Grun-n, votlend lægð liggur í sveig um suðursporð Vatnsnesfjalls Þar heitir Línakradalur, og þar voru átthagar Jóhanns Bjarna-son- ar. Hann var bori-nn og barnfædd- 206 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.