Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1968, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1968, Blaðsíða 5
Það er eflaust rétt hjá þeim, að hafi þjóðin nokkurn tíma haft þörf fyrir gamanblað, þá sé það nú á þessum síðustu og verstu tímum. Og þeir munu ekki hlífa stjórnmálamönnum og öðrum, sem gegna ábyrgðarstöð um í landinu. Er ætlunin að vekja úr gleymsku upprunaleg- an undirtiltil blaðsins, svo það beri með rentu fullt^nafn á þessa leið: Spegillinn, — sam- vizka þjóðarinnar, góð eða vond eftir ástæðum. — Við fórum að svipast um eftir hinum nýja ritstjóra og fundum hann loks þar, sem við væntum sízt, á handlækningadeild nýja Landsspítalans. Ekki lá hann þar vælandi undir sæng, heidur ók hinn borginmann- iegasti fram á breiðan spítalagang- inn í voldugum hjólastól. Veður- barið andlit og breiðar herðar báru því vitni, að hann hafði siglt úfn- ari höf en spegilfægt líhóleum- gólfið. Eigí að síður bar hann sig eins og hann sæti í lyftingu á dýr- um knerri og fékkst ekki um beinstífan fót sinn, vafinn hvítum sárabindum og kyrfilega lagðan í hvíldarstellingu, frekar en fom- maður, sem ekkj nennir að kippa ör úr hné sér. Sjúkdómurinn er beináta, og eru læknarnir „að flaka strimla af öðru lærinu á mér og sauma yfir sárin á fætinum" En sárin eru djúp, aðgerðin kann að mistakast og þá verður að taka fótinn af. — En ég hef reynt fram að þessu að telja kjark í læknana, segir Ási hinn hressasti. Hann hæl- ir starfsfólkinu á spítalanum á hvert reipi og heldur því fram, að hjúkrunarkonur séu göfugastar allra starfsmanna í B.S.R.B. — Ég veit ekki um nokkra aðra starfsstétt á landinu, þar sem fólk er þjálfað í því skyni að það góða í því njóti sín. Enda mættu vmis ríkisfyrirtæki taka^sér þjónustuna hér til fyrirmyndar Og vonir mín- ar um bjartari framtíð þjóðarinn- ar byggjast verulega á því, að að- sókn að hjúkrunarskólanum hef- ur aukizt um helming. Enda vissi óg hvað ég var að gera, þegar ég valdi konu mína úr þessari töfr- andi stétt. Ási veit hvað hann syngur, þeg- ar um sjúkrahús er rætt, því hann hefur átt í fótarmeininu síðan hann var á fjórtánda ári. — Síðan þá, þegar ég kom út i góða veðrið til jafnaldranna með tvær hækjur og lét þá ýta mér sem aftignuðum bófaforingja um bryggjurnar, þá hef ég séð heim- inn í öðru ljósi en áður. Ég gat ekki tekið hann eins, hátíðlega og þeir sem höfðu tvo fætur heila. — En þú hefur farið fljótt til sjós? — Já, ég hef reynt að vinna á skrifstofum, en alltaf átt erfitt með að sitja kyrr á stól, á vorin, þeg- ar sólin fiæðir inn um skrifstofu- giugga og smáfuglair fara að syngja á simavírum, verð ég grip- inn útþrá. Að skríða úr höfn í eld- ingu sumarnætur og sjá sólina varpa leiftrandi spjótum undan Eyjafjallajökli og kveikja í bláu himintjaldinu. Að renna færi í glitrandi haftflötinn og reyna gjaf- mildi Ægis, ó, ekki er hægt að hugsa sér neitt dýrlegra, nema ef vera skyldi gott kvöld í grænu grasi með iogn og koníak og Ijóð. Ég sé, að Ási er í þessu efni á sömu l'ínu og persneska skáldið* Omar Khayam, sem kvað: Einn hefur brauðs í mund, mín fylgifrú, ein flaska víns, eitt ljóðakver og þú, sem syngur hjá mér ein í eyði- mörk, frá auðn til himnaríkis slærðu brú. Ég hef orð á þessu við hann, og fæ þetta svar: í brjósti mér berjast þau stöð- ugt, ævintýraprinsinn og mad- dama skynsemi. Og prinsinn hefur oftast betur. Því lífið er einskis virði nema í vændum séu ævin- týri, og þótt eitt og annað mistak- ist, þá hrapa engar stjörnur fyrir það. Ég hef reynt eftir mætti að liifa samkvæmt orðum meistara Þórbergs: Undirstaða lífsins er sak laust grín, enda hef ég ekki yott af magasári. Jú, ég hef verið til sjós síðan ég var sautján ára, og ég hef ver- ið aflakóngur, og ég hef líka farið á hausinn. Það getur svo sem hugs- azt, að ég hafi ekki tekið útgerð- ina nógu alvarlega. Eins og eitt skipti þegar ilHa afilaðrst og ég jurfti að slá vixil í RÆTT VIÐ Ása í Bæ ritstjóra Spegilsins T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 197

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.