Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1968, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1968, Blaðsíða 12
I. Á síðari hluta nítjándu aldar gerðust tíðindi, sein aldrei höfðu áðuj- orðið í sögu þjóðarinnar: Bændaiþjóðfélagið, sem staðið ■haifði með nokkrum -sveigjanleiika af sér öll hret í þúsund ár, var byrjað að gliðna. Inn í það höfðu seytliað nýjar hugmyndir, sem leystu af hólrni gömul viðhorf, og fólkið á sveitabæjunum mettaðist óróleika. Það undi því ekki leng- ur að þreyja þorrann og góuna, sætti sig ekki við það eitt að halda velli: Það vildi sprengja af sér gamla haminn. Vesturheimsfárið dumdi yfir eins og reiðarslag, og n-okkurn veginn samtímis hófst skútuöldin, sem ól af sér þéttbýli við sjóinn, þó ívið of seint til þess að stemma stigu við vesturförun- um. Fótk tók sig upp um dal og strönd, skundaði för sinni á nýjar slóðir til móts við nýja lífshætti. Fyrst fækkaði fólkinu á bæjunum, svo fækkaði bæjum í sveitunum, seinast fækkaði byggðarlögum í landinu. — Þetta síðasta stig fram vindunnar lifum við nú. Eitt af því, sem einkenndi hið gamiLa bændaþjóðfélag, var göngu fólkið, sem rjátlaði fram og aft- ur um byggðirnar, lét þar nótt sem nam og hóf nýja vegferð að morgni. Rangt væri að segja, að það ætti sér hvergi vísan nætur- stað, því að það var siðalögmál og mæliikvarði á mannslund að skjóta ytfir það skjólshúsi að kveldi og vinna þvi einhvem beina, og var ekfei út af því brugðið nema í verstu hallærum af öðrum en svíð ingum, sem skeyttu hvorki um sfcömim né heiður. En sjálft átti það sér ekki rekkju aðra en þá, er náttúran reiddi vegmóðum manni í brekku eða hvammi, og arinn þess var enginn utan sá blettur, sem yljaðist geislastöfum sólar. Allmangt var enn á ferli af þessu fólki á síðustu áratugum nítjándu aldar, er upplausnin hóf innreið sína í bændaþjóðfélagið, og nokkr- ar lífseigar eftirlegufcindur þrauk- uðu á vegurn landsins fram á tuttugustu öld, unz þær öagaði uppi og öndin skrapp úr vitum þeirra. Með því lauk mikilli- ör- lagasögu: Þar hurfu stéttleysingj- ar' íislands af sjónarsviðinu. Mann- gerðin sjállf er þó enn á meðal okkar, og öll þekkjum við líklega einhverja menn, er segja má um með nokkurn veginn fullri vissu, að orðið hefðu farandmenn, sem gengið hefðu sveit úr sveit ævina á enda og haft ofan af fyrir sér með einhverjum kúnstum, ef þeir hefðu fæðzt hundrað árutm fyrr. Því var sem sé svo farið, að sumt af landshornafólkinu var liikt og kjörið til hlutskiptis síns af náittúrunni sjálfri. Upplag þess aMt og skapgerð olli því, að það gat ekki hamið sig á þeim bási, sem fábreytilegt samfélag vildí marka því. Kyrrsetur voru því hvimleiðar, háttbundið líf vistráð- inna vinnuhjúa kvalræði, heimilis- agi sem annað víti. Vöggugjöf þess var ævintýraþrá, sem ekki gat fundið sér aðra leið en hrak- stigu, listamannseðli, sem af- skræmdist í viðjum úrræðaleysis, rótleysi, sem aldrei gaf grið. Aðrir tóku sér betlistafinn í hönd, þegar þeir gátu ékki með öðrum hætti urinið sér brauð, svo að nægja mætti. Það var nærtæk- ast og kannski fyrirhafnarminnst að sjá sér farborða með þeim hætti. Margt af þessu fólki flakk- aði einungis á sumrin, er síður var hrakviðra að vænta, en sat um kyrrt á vetrum. Það hentaði vel rosknum konum og þsim, er höfðu með sér börn. Enn voru þeir, sem ku.su frem- ur hið mæðusama frjálsræði flakk arans en kyrrsetur við kjör hrepps ómagans — hálfgerðir flóttamenn, sem þó var ef til vill stundmn ýtt af stað í ferðalögin og þeir vissu fegnastir heyja af í öðrum héruðum, er að lögum áttu að seðja þá og hýsa. Loks voru svo þeiir, sem örlög- in höfðu löstið meö snöggum og undarlegum hætti — kynlegir J.H. rekur písíarsögu bera 204 T I M 1 N \ - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.