Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1968, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1968, Blaðsíða 6
ÚtvegS'bankanum. Það var víst Finnbogi Rútur, sem tók á móti þann daginn. Veðrið var dásam- legt, nýfarið að wra, og ég í sól- skinsskapi. Ég kenndi Finnboga þetta guMifiallega kvæði eftir Stefán Hörð, sem lýsir því nákvæmlega hvernig mér var innanbrjósts: Af svörtum sjávarstrengnum lá Snorrabrautin eins og ör fram á bjartan Hrmgbrautarbogann, sem við ókum fagran janúardaginn í stillunum í vetur, þegar frostin gengu með ævintýrum, þá sagð- istu ætla sjóveginn kringum ís- land í vor og sjá þegar landinu blánuðu firðir, sigla opinn hvern fjörð og sjá fjarðabýlin, horfa á Öræfajökul í sólskininu, fögur svo að ég viknaði og fjarlægðar- blá urðu hyldýpisgræn augu þín eins og svanlaus vötn. Ég sagði honurn að einmitt þetta langaði mig að gera líka, sigla kringum landið þegar firðirnir blána. Ég útmálaði fyrir honum dýrð siíkrar ferðar með gítar, stúlkur og briennivín. Eftir langt hjal stóð ég upp, þakkaði honum góða við- kynningu og gekk ti'l dyra. Hann kallaði~a eftir mér: „Átt irðu ekkert frekara erindi?“ Þá mundi ég það. „Jú alveg rétt. Ég ætlaði að slá þig um sjö-- tíu þúsund krónuf.“ Já, ég missti minn bát upp í skuldir. Því að fjargviðrast? Á morgun ertu kannski dauður. Ég tók á leigu annan minni og skak- aði nú einn um tíma. En sjaldan er ein báran stök. Ég freistaðist til að fara með út- lending út í Surtsey, eingöngu af því hve miaðurinn, Breti, var skemmtilegur, og það er ekki að sökum að spyrja: Á rifi við hina nýju ey strandar báturinn. Við erum dregnir heirn, og þá segir guð við mig: „Hættu þessu, Ási minn. Nú skaltu skrifa bók um útgerðarbralil þitt“. Ég fer heim, tek saman föggur mínar, kveð konu og börn í skynd- ingu með virktum, og vind mér til Reykjavíkur á fund bókaforleggj- ana þar og segi: „Látið mig fá fimmtíu þúsund krónur og ég skal skrifa fyrir ykkur útgerðarsögu mina“. Þeir gengu að kaupunum (ég hafði á yngri árum skrifað ástarsögu og seinna nokkrar smá- sögur og góðan þátt um aflamann- inn Binna í Graf að ógleymdum danslagatextanum Vertu sæl, mey). Enn visisi ég ekdci hvert halda skyldi, var helat að hugsa norður í land á einhvern afskekkt- an stað. Mér verður gengið niður að höfn og þar liggur Prins Olav við bryggju og verið að leysa landfest- ar. Það er eins og við manninn mælt, ég um borð og lagður af stað til Færeyja! Ævintýrið, það er lukkan, lífið. Og Ási sagir mér, hvernig hann dvaldi nokkra mánuði í Elakksvík og gerði drög að útgerðarsögu sinni, sem birtist á prenti með tið og tíma (1966). Og Ólafur Jóns- son skrifaði í Alþýðublaðið: í bók- menntum erum við fyrst og fremst landbúnaðarþjóð. Loks er kominn maður, sem kann að skrifa um sjóinn, hvað sem öðru Mður. Aðrir gagnrýmendur tóku í sama streng. — Og hvað svo? — Svo frétti ég, að Spegillinn væri falur til kaups, og ævintýra- þráin komst enn einu simni á flot Ég var sannfærðUT um, að þjóð- in mætti ekki án gamanblaðs vera. Efcki skorti reynslu, því á vori æsku minnar prentuðum við Björn Guðmundisson, núverandi útgerðar og athafnamaður í Evjum, gaman- blaðið Dundur og seddum á krónu stykfcið um allan bæ. Alivörublað staðarins var Víðir Sjálfstæðis- flokksins, og hafði að undanförnu birt að minnsta kosti fjörutíu grein ar undir fyrirsögninni „Þegar véi- bátarnir komu“. Við létum okkar efcki eftir liggja og undir sömu fyrirsögn var nú teifcnaður kart, sem sat ofan i gömlum þvottabala og hélt sér i höldin. Einmitt núna, þegar kreppa náig ast, þá er ekki um annað að gera en taka henni með bros á vör. Ási segist ekki geta afborið fólk i vondu skapi. Honum hefur reynzt hægast að létta lund samborgar- aranna með gílarspiti og söng, og er þess sfcemmst að minnast, er hann skemmti í sjónvarpinu með vísunum um mexikanska undra- hattinn hans aaf og fleira í sama dúr. Hann heldur upptekíium hætti þessar vikurnar, sem hann er vafinn hvítu spítalalíni, pg ekur öðru hverju í stólnum góða inn á deild Hringsins tl minnstu sjúkl- inganna og slær gítar. — Það sem þg'óðina vantar allra mest er að geta hlegið að sjáJfri sér, segir hann. Þegar maður sér fyrirmenn minnstu þjóðar í heimi, eða 1 öliu fali næstminnstu, ganga svo alvöruþrungna, að þeir geta varla tefcið annan fótinn fram fyr- ir hinn, og maður veit, að samt eru þeir efcki snjallari en svo, að sjávarútvegsmálaráðherrann, reyndar allra vænsti maður, er múrari að iðn, — ja, þú veizt að nonska borgarastjómin kallaði bezta síldarskipstjóra þjóðarinnar utan af miðum í sinn útvegsráð- herrastól, — er þá efcki eina ráð- ið að setjast niður og skopast að öllu saman? Fyrir hönd þessa undirstöðuat- vinnuvegs þá grátbið ég þjóðina að 'læsa ekki háð og glettni niður í frystikisturnar vinsælu, heldur minnast þess, að skopið er beitt- asta vopn manneskjunnar. Sá einn er maður, sem getur hlegið að sjálfum sér. Við Kennedy heitinn wum alveg saiinmála í þessu efni. Ég er þessa dagana að lesa bók um hann, For- seti í þúsund daga; og þar er hvað eftir annað vikið að því, hvernig spaugið blómgvaðist í hans stjóm- artíð, en áður, á tímum McCarthys urðu brandarakarlar bandarísk- ir að þegja eða flýja land. Það er aðalsmerki stjóramálamanna að geta tekið garnni, enda hafa fúl- menni veraldarsögunnar etoki þol- að neinn hlut verr. Ég inni Ása eftir því, hvort hann ætli að skrifa Spegilinn að mestu leyti einn, en hann tekur þvi fjarri. — Það er ekkert grín að gefa út grínblað. Meiningin er að reyna að hafa það sem allra fjölbreyttast. Meðeigandi minn og hægri hönd er Ragnar Lárusson, teiknari, fað- ir Valla víkings og fleiri góðkunn- ingja þjóðarinnar, og hefur hann haft mest erfiði við þetta fyrsta blað sakir minna veikinda, sem kunna að valda einhverjum töfum í byrjun. Við hyggjumst fá alla unga spaugara, sem eitthvað geta, og eins og fyrri daginn, er ég fullur af bjartsýni. — Og ef illa fer? — Þá tökum við því væntanlega með jafnaðargeði, eins og maður- inn, sem féll úr Stórhöfða þrjétíu faðma í sjó niður, en lét sér ekki biit við verða, og sagði efcki ann- að en þetta, þegar honum loks sfcaut upp úr kafinu: „Heyrðuð þið dynkinn, piltar?“ . Og um leið og ég bveð þennan Framhald á bls. 214. 198 TÍMINN - SUXNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.