Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1968, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1968, Blaðsíða 8
Árbók Hlns Islenzka fornleifafélags er vlrSulegt rit, sem á sér orSið langa sögu. Fyrsta árbókin kom út áriS 1880, og þó aS árbækurnar séu miklum mun færri en árin, sem síSan eru liSin, er þetta orSiS mikiS safnrit og harla verSmætf. í seinni tlS hefur árbókin komiS út hvert ár, myndarlegt rit meS mörgum fróSlegum og skemmtilegum greinum. SunnudagsblaSiS birtir hér grein úr síSustu árbók aS fengnu leyfi höfundarins, Halldórs J. Jónssonar safnvarSar, og ritstjórans, dr. Kristjáns Eldjárns þjóSminjavarSar. Skopmynd af hundadagakónginum bauglnn. sjóræninginn meS geisla- HALLDÓR J. IÓNSSON: Myndir af Jörundi hundadagakóngi Hinn 30. júlí 1949 keypti Þjóð- minjasafnið litla andlitsmynd, 10x6,5 cm að stærð, málaða með olíuiitum. Við það tækifæri gerði seljandinn, frú Sigríður Holbeck, svofiellda grein fyrir uppruna myndarinmar: „Olíumáluð mynd af Jörgen Jörgensen (1780—1845) Mynd þessa fé'kik ég ca. 1915 hjá systursyni hans, Christian Fredr. Willh. Nees í Kaupmannahófn. Kvað hann myndina vera eftir móð urbróður sinn sjálfan og hefði hann málað hana fyrir frarnan lít- inn spegil, þegar hann var nýkom- inn frá íslandi, hefði.haan gert hana svo spaugilega sem hún er, að því er búning snertir og hár, máiað hana sem einskonar dýr- lingsmynd, í hvítum hjúp, með pálmagrein í hendi og hárið s.em geisla út frá höfðinu; átti þetta að tákna sakleysi hans og kærleiks- þel til íslands, þótt svo hefði far- ið sem fór fyrir honum i afskipt- um af stjórnmálaefnum þess. Nees hafði fengið myndina hjá móður sinni, Wilhelmine, eða eftir hana og hafði hún, sagt honum frá því, þvi, hvernig þessi mynd af bróð- ur hennar væri til komin“. Þessi greinargerð Sigríðar er éina beina heimildin fyrir því, að málverk þetta sé sjálfsmynd Jörg- ens Jurgensens, danska ævintýra- mannsins, sem er kunnari á ís- landi undir nafninu Jörundur hundadagakóngur. Rétt er að geta þess, að faðir Sigríðar, Matthías Þórðarson Þjóðminjavörður ve- fengdi aidrei þessa skýringu á upp runa myndarinnar og hafði jafnan fyrir satt, að hún væri af Jörundi. Verður á'lit þessa merka fræði- manns að teljast þungt á metun- um, þar sem ætla má, að hann hafi kunnað góð skil á ferli mynd- arinnar. Óneitanlega virtist hæpið, að systursonur Jörundar gæti ver- ið á lífL-árið 1915, enda kom á daginn við nánari eftirgrennslan, að frændsemi Christians Fredr. Wilh. Nees við Jörund hefur ekki verið eins náin og Sigríður taldi. Samkvæmt upplýsingum frá Bjþrn Fabricius, skjalaverði í danska ríki&skjalasafninu (í bréfi tffl þjóðminjavarðar í nóv. 1967), hefur Wil'helmine Sophie Frede- rikke, móðir C F. W. Nees, ekki verið systir Jörundar, heldur bróð- urdóttir hans. Eftir því sem næst verður komizt, var hún dóttir Fritz Júrgensens hirðúrsmiðs, sem var yngri bróðir Jörundar, f. 1784. Þetta afsannar auðvitað ekki, að rétt sé frá skýrt að öðru leyti um uppruna myndarinnar, þó að efa- semdir fái nú meira svigrúm en áður. Samkvæmt vitnisburði Sig- ríðar hefur Nees sagt, að myndin væri „eftir móðurbróður sinn“. Nú vill svo til, að móðurbróðir hans (og bróðuirsonur Jörundar) var ein- mitt Fritz Júrgensen, einhver snjallaisti skopteiknari Danmerkur á 19. öld. Þetta hlýtur að leiða 200 n M I N N — 8UNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.