Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1968, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 24.03.1968, Blaðsíða 17
þaitrri, sem Hrafnaberg heitir, er snotur bær við bug mikinn, sem á ánni verður. Hann heitir Galtar- nes Þar bjó snemma á nítjánciu öld sjálfseignarbóndi, maður við góð efni, Loftur Þórarinsson að nafni, kvæntur Guðrúnu Jónsdótt- ur frá Móskógum í Fljótum. Meðal barna þeirra var jióttir, sem Guð- rún hét, hin gervilegasta stúlka. í kringum 1830 leigði Loftur bóndi ungum hjónum. Daníei Gísla syni og Guðrúnu Magnúsdóttur, af- not jarðarinnar að nokkrum hluta. Þá var Guðrún Loftsdóttir að kom- ast í hinn fegursta æskublóma. E'kki var langur tími liðinn, er leiguliðinn tók að leggja lag sitt við dóttur landsd'rottins síns, og ól hún bónda sveinbarn, sem nefnt var Jónas, seint á vetri 1832. Ekki verður séð, að af þessu hafi sprott- ið nein teljandi rekistefna, og hef- ur öldurnar fljótt lægt, ef þetta hefur einhverri misklíð valdið í bili. Hélt Daníel ábúðinní eftir sem áður, og Guðrún var kyrr í for- eldrahúsum. En næsta ár fæddi stúlikan bónda annan son, er skírð- ur var Daníel. Þá var mælirinn full ur. Daníel Gíslason varð að fara frá Galtarnesi. En hjá löngum og fyrirhafnar- sömum búferlafiutningi komst hann. Uppi í brekkunum spölkorn fyrir innan Galtarnes eru Auðun- arstaðir, og mun láta nærri, að tuttugu mínútna gangur sé á milli bæjanna. Daníel náði ábúð á þess- ari jörð, og mun hinn fyrri lands- drottiiin hans varla hafa þótzt geta treyst því, að þau teldu eftir sér að skokka þennan spöl, ef svo bærj undir, dóttir hans og bóndi. Var Guðrún þess vegna send að heim- an á meðan fyrntist yfir fornar ástir. Eldri drengurinn, Jónas, varð um sinn eftir hjá afa sínum og ömrnu í Galtarnesi, en faðirinn tók að sér uppeldi yngra drengsins, Danáels, sem síðar varð kunnur eljubóndi á Kolugili í Víðidal, mik- ill og góður ættfaðir. Þarna varð þeirra aðskilnaður, Daníels Gíslasonar og heimasæt- unnar í Galtarnesi. Segir nú ekki af Guðrúnu nokkra hríð, unz hún er aftur kom.n á heimasl'óðir eftir nokkur misseri. Vistaðist hún þá að Stóru-Ásgeirsá, austan Víðidals- ár, gegnt Auðunarstöðum, og hefði nú sýnzt sem ekki væri nerna lítil vík á mili vina. En nú hneigðist bugur Guðrúnar í aðra átt. Á Stóru-Ásgeirsá bjuggu Jósafat Tómasson og Heiga Bjarnadóttir, systir Jóns stjörnufræðings í Þór- ormstungu. Þau áttu mörg börn með nöfnum, sem mjög voru sótt í skriftina, endá var þá í Húna vatnssýslu víða í tízku að fíkjast eftir ýmsum nöfnum, er nú þykja ekki sem íslenzku- legust, þótt vaninn hafi helgað sum þeirra að meira eða minna -leyti. Jónatan hét sonur Ásgeirsár- hjóna og hafði ekki náð tvítugs- aldri, er hér var komið. Þau gengu í augun hvort á öðru, Jónatan og Guðrún, sem þó var lítið eitt eldri, komin nokkuð á þrítugsaldur. Urðu kærleikar þeirra almiklir, og hlauzt af því, að Guðrún varð vanfær í þriðja sinn. Vorið 1838 ÖI hún Jónatan dóttur, sem Soffía var heitin. Kynni þeirra Guðrúnar og Jón- atans urðu skammvinn. Ef til vill hefur foreldrum piltsins ekki þótt ráðlegt, að hann gengi kornungur að eiga stúlku, sem þegar hafði fyrir svo mörgum börnum að sjá, enda þótt hún ættí í vændum að erfa nokkur -efni. Hvarf Guðríin brott frá Stóru-Ásgeirsá með litlu dótturina, en þurfti ekki mjög að kvíða, þótt hefði hún nokkuð þung- um hala að veifa, þvi að hún hafði styrk og traust foreldra sinna. Upp úr þessu mun vandamönn um Guðrúnar hafa sýnzt sem henni myndi hentast að giftast. Það dróst samt nokkur ár, og má geta þess til, að þeim mönnum, sem henni töldust samboðnir, hafi þótt sem barneignirnar væru Ijóður á ráði hennar. Að lokum kom þó í leitirnar álitlegur maður, sem ekki sló hendinni á móti Guðrúnu. Hann hét Guðmundur Jónsson, vinnumaður og skjólstæðingur Skúla stúdents Þórðarsonar á Stóru-Borg. Voru þau Guðmundur og Guðrún gefin saman vorið 1842. Reistu þau síðan bú á hálflendu Stóru-Borgar og tóku til sín tvö börn Guðrúnar, Jónas og Soffiu, er ólust upp hjá þeim eftir það. Þau Guðmundui og Guðrún bjuggu nú á Stóru-Borg við gengi og mannheill á annan tug ára og eignuðust margt barna. Þau kom- ust í dágóð efni, og á heimili þeirra var myndarbragur, enda táp mik- ið i Guðrúnu, þó að hún væri dá- lítið laus á kostunum i æsku. En þá sögu var að segja um margar jafnöldrur hennar, og var þetta aldarbragur Vorið 1857 brugðu Stóru-Borg- arhjón á nýtt ráð Fram að þessu hafði Guðrún átt svo tO alla ævi- tíð sína heima á bökkum Víðidals- ár. En nú lá leiðin í námunda við sjóinn, þar sem veröldin snýr öf- ugt við þeim, sem austan vfir koma: Þau fluttust að Svðri-Völl- u,m i Kirkjuhvammshreppi. næsta bæ utan við Vigdísarstaði Þá var Soffía Jónatansdóttir réttra nitján ára, hin blómlegasta stúlka. stór- lát nokkuð og kostavönd. en Jónas hálfbróðir hennar tuttugu og fimm ára. Komu þessarar fjölskyldu í ná grenni við Línakradal fylgdu tíma- mót í Mfi Vigdisarstaðabóndans Fyrst skein sól i heiði litla stund Svo dró upp þunga bliku. og fá?É viðri dundi yfir. Þegar aftur kvrrð- ist, var Jóhann sem Iemstrað f'ak er hraktist fyrir veðrum og vind um upp frá þvi. Söguslóöirnar hafa breytit. Nú er þar Hvammstangaþorp, er áður var úthagi. T I Hi I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 209

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.