Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Síða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Síða 11
að hirta loddarann, svo að notuð sé sú nafngift, er henni þótti hæfa honum. Fámenn lögnegfiusiveit var við bústaðinn, en konurnar báru hana ofurliði og voru í þann véginn að brjótast inn í húsið, er liðsauki kom. í sömu andrá kom forsætis- ráðherrann sjiálfur aðvífandi, og súffragetturnar umkringdu hann samstundis. Svo er að skilja, að þær hafi lagt hendur á hann, því að hann taldi lífi sínu hafa verið ógnað. Lögreglan náði honum þó fljótlega úr höndum kvennanna og skaut honum upp í leiguvagn. En al'Iar rúður í honum voru brotn ar, áður en hann komst burt. Ann- ar ráðheiTa komst þarna líka í krappan dans. Hann meiddist á fæti í viðureigninni, en komst einnig undan í leiguvagni, er ók utn götuna. Á næstu dægrum voru rúður brotnar í húsum Eðvarðs Greys, Winstons ChurchiLls, Johns Burns og Lewis Harcourts nýlendumála- ráðherra og raunar miklu víðar. Áður en vikan var úti, höfðu hundrað og sextíu súffragettur verið fangeisaðar. Þegar eftir þessa atburði brá Emmelína sér á ný til' Vestur- heims, þar sem hún hlaut góða áheyrn sem fyrr. En það var eins og áður: Hún var ekki fyrr kom- in heim, en dauðinn hjó skarð' í ættargarðinn. Systir Emmelínu, María Olarke, var ein þeirra kvenna, sem sætti mjög harkalegri meðferð við þinghúsið föstudag- inn myrka Hún var einnig ein þeirra kvenna, sem lenti í klóm lögreglunnar nokkrum dögum síð- ar, og þá var hún dæmd í tveggja mánaða fangelsi fyrir rúðubrot. Henni var sleppt tveim dögum fyr- ir jól og fór þá heim til systur sinnar, sem var nýkomin úr Am- eríkuferðinni síðari. Hún var mjög föl og máttfarin eftir fangavist- ina. Á jóladaginn sátu þær syst- ur að matborði. Allt í ei-nu stóð María upp og gekk út. Þegar bið varð á þvi, að hún kæmi aftur, fór Emmelína að gá að henni. Hún fann hana meðvitundarlausa. Litlu síðar dó hún. Maria Clarke var þó ekki eina konan, sera ætla verður, að látið hafi lífið fyrir málstað sinn. Fá- um dögum síðar dó ung stúlka, Henría Williams, af hjartabilun, sem talin var stafa af þvi, að þreki hennar var ofboðið í átökunum um haustið. Ári síðar andaðist hin þriðja, Sesselja Wolseley Haig. Hún hafði slasazt stórilega föstu- daginn myrka og aldrei komizt aft ur til heilsu. í annað sinn gekk Emmelna út í kosningahríð, yfirkomin af harmi, og enn hélt Asquith velli, nú með lítils háttar ávinningi. XVI. Nú var af • sú tíð, er fólk gaf súffragettunum litinn gaum. Nýj- ustu frétta af þeim var beðið með óþreyju vítt um heim, og blöðin gengu á lagið, fylltu dálka sína af frásögnum af tiltektum þeirra. Þar var ótæmandi. brunnur æsi- fregna, sem stórjuku söluna. Ylfirleitt voru blöðin súffragett- unum óvmveitt. Annars vegar voru konur, sem ætluðu að knýja fram umdeilt nýmæli með upp- hlaupum, spellvirkjum og ófriði — hins vegar ábyrgir, valdamikl- ir stjórnmálamenn mesta stórveld- is heimsins, menn, sem margir vog uðu sér ekki annað en líta upp til með lotningu, líkt og Eisenhow- ers og Antonys Edens síðar og Lyndons Johnsons nú, og þó að auki með þann orðstír, að þeir væru í mörgum greinum frjáls- lyndir menn og vildu rétta hlut hinna óbreyttu borgara. Þetta mót- aði mjög fréttaílutninginn og af- stöðu margra manna, utan lands og innan, og frásagnarhátturinn varð oft keimlíkur og þegar sögð eru tíðindi úr löndum kommún- ista nú á dögum. Herskari manna beið færis að færa þeim alit til verri vega’- og túlka tiltektir stjórn •arvafda sem þungbæra skyldu og enda nauðvörn, og súffragetta var í huga margra réttlaus mann- eskja, óalandi og óferjandi. Nöfnin, sem þeim voru valin, voru mörg og ófögur: Kerlingar- vargar, refsinornir, kvensköss, flögð og 'ánnur þaðan af verri. Eftirlætisheiti þeirra manna hér á landi, er töldu sér skylt að dansa eftir ensku stjórnarpípunni, var pilsvargar. Sá var jafnvel tónn inn í almanaki Hins íslenzka þjóð- vinafélags. og svo að orði komizt, er stuttlega hafði verið frá þvi sagt, að þær létu fremur hella ofan í sig næringu i gegnum slöng ur, en gefa upp hungurverkföll sín í fangelsunum: „Lítið þykja þær hafa bætt málstað sinn með þessu athæfi“. Dómur var þó ekki að jafnaði lagður á atburði í stutt- orðum annálum almanaksins, en þegar súffragetturnar voru annars vegar, gilti sú regla ekki. Og ekki blandaðist annálshöfundum hugur um, að „athæfið" var þeirra, jafffvel í þessu tilviki. Ári síðar greindi almanakið svo frá atburðum, að meira en þrjátíu konur enskar hefðu verið dæmd- ar í fangelsi fyrir pilsvargaskap, og '„pilsvargar tveir í London, frúrnar Pankhurst og Lawrenoe, dæmdar fyrir uppreisn“. Ekki voru þó allir íslendingar með sarna marki brenndir og þess- ir fréttamiðlar Þjóðvinafélagsins og margir skoðanabræður þeirra í íslenzkri ritstjórastétt. Eindregn- ast studdi Bríet Bjarnhéðinsdóttir þessar herskáu konur í Kvenna- blaðinu, súffragetta sjálf að hug- arfari og skapferli, og hefði vafa- laust verið mötuð með slöngu í nefi og dæmd fyrir uppreisn, ef hún hefði alið aldur sinn á Eng- landi. í nokkrum blöðum öðrum var talað um þær ekki óvinsam- lega — að minnsta kosti ekki fjandsamlega. íslenzkum almenningi fannst þær auðvitað ofstopafullar og til- litslausar, en þó hafa þær senni- lega undir niðri notið hér tals- verðrar samúðar — meiri en ætla má af blöðura. Stöku manni fannst kvenfrelsi svo sjálfsagt, að hann gat ekki orða bundizt. í afskekktri byggð vestur á fjörð um átti heima nálega sjötugur maður, sem varið hafði lífsstund- unum á annan veg en þorri manna og margt blaðið párað í landleg- um í verbúðum og marga stund- ina gripið til skrifta heima hjá sér. Veturinn 1908 lagði hann þykka doð"anta sína, prestsævir, ættartölubækur og minnisbækur, til hliðar um stund og samdi fyrir- lestur um kvenfrelsismál. Þetta var Sighvatur Grímsson Borgfirð- ingur í Höfða í Dýrafirði. Þenn- an fyrirlestur flutti hann síðan þar í nágrenni sínu, er fjöl'býli var mest — á Þingeyri. Hann tal- aði að vísu ekki um súffragetturn- ar né tíðmdi þau, er gerðust ut- an lands, og þaðan af síður hvatti hann konui til hermdarverka. En til skörungsskapar eggjaði hann þær, og hét á konur landsins að bera höfuðið hátt. Þegar hann hafði brýnt áheyrendur sína á reisn Bergþóru og Guðrúnar Ó- svííursdóttur, Þorgerðar á Borg Framhald á 502. síðu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 491

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.