Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Side 15

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Side 15
Eirfkur Björnsson var afarmenni að burSum, og bagga, sem hann ba,r í ófærð af Seyðisfirði til þorra- blótsins, myndu fláir aðrir hafa axl- að. Hendur hafði hann geysistór- ar, og við þær var hann stundum 'kenndur i gamni. Miklar breytingar hafa orðið á Sleðbrjóti eins og annars staðar, hvað tiil ræktunar tekur. Geir bóndi er einnig glöggskyggn á arf kynslóðanna og mun halda til haga því, sem hann nær til af sliku tagi og sveit hans snertir. Sigurður í Fögruhlíð sagði mér sögu, sem er gott dæmi um gest- risni HJíðarmanna og viðtökur í þeir.ra húsum: Ferðam.enn villtust á Lambadal, fjallvegi milli Vopna- fjarðar og Jökulshlíðar. Einn manna koipst í beitarhús frá Sleð- brjóti, þrekaður mjög og mikið kal inn. Þaðan bjargaðist hann heim i Steðbrjót. í þann tíð var lítil upp- 'hitun á sveitabæjum, en gesturinn varð að fá varma. Bóndi kunni lika ráð til þess: Hann skip- aði vinnukonu sinni að hátta hjá gestinum og verma hann. Með því að vinnufólk komst ekki upp með neitt múður á þeim árurn, varð stúlkan að hlýða bónda, og var hún þó heitbundin, er þetta gerð- ist. Ekki verður hér sagt frá sára- fari þessa rna.nns, en einhvers stað- ar hefur leynzt líf í limum hans, því að unnustinn varð að þoka, en stúlkan giftist gestinum. Geir sagði mér aðra sögu, til áréttingar öðrum vitnisburðum um gestrisni Hliðarmanna: Fyrir mörgum 'árum var hestarétt við heimreiðina að Sleðbrjóti. Milli hliðarstólpanna var negld með svo látandi leturskurði: „Hér inn hest- ur, en heim í bæ gestur.“ — Er ekki þessi gripur glatað- ur? spurði ég. — Nei, fjölin er geymd, anzaði Geir. Síðan renndum við að Hallgeirs- stöðum og tókum hús á Hrafn- katli bónda Elíassyni. Ekki var okkur virt það meira til sakar en svo, að okkur var boðið í stofu, og ræddum vdð þar lengi um lands- ins gagn cg nauðsynjar. Þau hjón á Ha'llgeirsstöðum hafa komið upp sextán mannvænlegum bornum, og hjá þeim hef ég séð stærst eld- hús, að ég hygg, enda hefur oft setið þar margt til borðs. Þarna er ekki að sjá neinn kotungsbú- skapur, en sjiálfsagt hafa þau hjón þurft að taka til hendinni um dag- ana. Hrafnkell er orðinn talsvert vinnulegur af sextugum manni að vera, en konan eins og hún hafi hvílzt á rósabeði. Á Hrafnabjörgum hittum við snöggvast Hallgrím Gísiason, bróð- ur Benedikts frá Tlofteigi. Honum kippir í kynið, því að fljótur var hann að láta talið berast að sögu og ættfræði — minntist ekki á kal. Þaðan var haldið að Hallfreðar- stöðum — það kallar Eiríkur að fara heim. _ Nú var aðeins eftir að kanna Út-Tunguna. En það, sem þar bar fyrir augu, var aðeins svipur hjá sjón. Náttúrlega voru þar ekki neinir stórbændur á minni tíð. En byggð var hún. Sárast er þó að litast um á Kirkjubæ, þessu gamla höfuðbóli og höfðingjasetri. Þar er allt látið drabbast niður. Járn á húsum, enn ófokið, mun mörg þús- und króna virði. íbúðarhúsið er ó- íbúðarhæft, en kirkjan er i ætt við hetjurnar — stendur sig eins og þær. Með lítilli viðgerð gæti hún enn enzt í hundrað ár. Kirkju- bæjarkirkja er drottning kirkna á Héraði og á að vera það áfram. Ég trúi þv; ekki að óreyndu. að Úthéraðsmenn þoli kirkjujdirvöld- unum að leggja allt í rúst á Kirkju bæ. Fyrst og fremst þyrfti að byggja staðinn upp með það fyrir augum, að þar yrði barnaskóli, og þá þykist ég viss um, að presta- stéttin sé ekki svo aldauða, að þangað fengist ekki prestur trl bú- skapar og sáluhjálpar. Það er og atriði, að hann kenndi eitthvað í skólanum. í Reykjavík þarf að byggja kiirkju á hverju götuhorni og helzt að hafa íurnana svo háa, að unnt sé að skjóta sálum framliðinna þaðan með teygju upp í himna- ríki. En úti á landi er ful-lgott að staursetja þá, sem deyja, en láta sáluhjálp þeirra lönd og leið á meðan þeir skrimta. Duglegur og vel látinn prestur myndi verða mikil hjálparhella á Úthéraði, og honum myndi hlaupa kapp í kinn, er hann hugsaði til forvera sinna á þessum stað. Bæjaröðin frá Kirkjubæ a ITúsey, yzta bæ í Tungu, er öll í eyði, og þarna gæti þó_ verið stór- býli á hverjum bæ. Ég leit yfir rústir æskuheimilis míns á Geira- stöðum og tók úr þeim klyfbera, sem ég þóttist þekkja. Síðan gekk ég út á Geirastaðakletta. _ en það- an er fegurst útsýni á Úthéraði. Hurðin í klettunum, þar sem góði tröllkarlinn átti heima, var með sömu ummerkjum. En nú var hún mér lokuð — silfurfákurinn horf- inn. Samt tók ég þar mosavaxinn stein til minja um vináttu okkar. Þegar ég ólst upp, yoru óskir manna mjög við hóf. Ég minnist þess, að um fimmtán ára skeið á Geirastöðum var draumur minn að komast ú á Húseyjarsand. En hann rættist aldrei. Aldrei var hann þó tagður alveg á hilluna, og nú skyldi ég sandinn augum líta. Svo var spýtt í og ekið í átt að Húsey. Annars er Húsey nú land- föst orðin síðan Geirastaðakvísl var stífluð. Nú býr aðeins einn bóndi í Húsey, Árni Halldórsson. Við hittum- tengdamóður hans, Þor björgu Stefánsdóttur, á hlaði, og okkur varð svo mikið um að sjást, að nærri lá, að við kysstumst. Þarna settumst við upp með góðu leyfi. og innan tíðar sát- um við vfii rjúkandi saltkjöti og súrum selshreifum, en þeir eru eitt af sakramentunum í mínu lífi. í Húsey eru mestu selalátur á Austurlandi við ósa Jökulsár og Lagarf'ljóts. Þar ríkir kobbi í ró og næði á eyrunum i Jökulsá og lætur höfuðálana gæta sín. t sólskini sýnast heilar eyrar silfurgráar, þeg ar sólbaðið stendur yfir. Þó er einn dökkur depill.'sem bærist á nokkurra sekúndna fresti Það er varðselurinn að líta i kringum sig Sjái hann eitthvað varhugaver+. gefur hann merki, og á svipstundu er al'lur hópurinn kominn í álinn, og í skólpinu glóir í haus við haus á rjúkandi ferð. En eyrin situr svört eftir. Ekkert var sjálfsagðara en við gistum í Húsey. Þarna var vinafólk .okkar beggja, og sérstakur bjarmi hvíldi yfir æskuminningum mín- um um þennan stað. Þarna hafði ég átt nágranna í fimmtán ár — og alla góða Húsey er í augum mínum eins konar Eldúradó. Þar sást varla upp í heiðan himininn á vorin fyr- ir fugli, sem söng mörgum rödd- um — þar var gæsin, kjóinn, krí- an og allir mófuglarnir. ATlt verpti þetta fuglakyn þarna, og af kríu- eggjum voru tindar fullar blikk- fötur. Og svo má ekki gleyma selnum og rekanum á sandinum. Ég vaknaði árla, og sól skein í heiði. Fyrsta ve.rk mitt var að líta á spýtnahrúgur utan garðs og' innan. Brátt fann ég maðksmog- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 495

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.