Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Side 19
tán eða seytján, sem lögðum í hríð- arbylinn út á ísinn, berandi þau tól og tæki, er safnað hafði verið saman og lí'kleg þóttu til að koma að gagni i þessari för. Sá, er fyrstur fór út á ísinn, hafði broddstaf góðan til þess að kanna, hve lagísinn væri orðinn traustur á milli hafísjakanna. ís- inn reyndist ótrúlega sterkur, það gerði hið geysimikla frost. Engin sérstök töf varð því á fe-rðinni vestur yfir fjörðinn, sem var tæp- lega einnar klukkustundar gangur. Eins og búizt var við, höfðu hvab'rndr haldið opinni vökinni, sem þeir staðnæmdust í kvöldið áðu-r. Og sennilegt þótti, að þeir væru þar enm allir, en áætlað var, að þeir væru þá um tuttugu. Það var á svipuðum tíma, sem veiði- mannahóparnir komu að vökinni, um það bil, sem fullbjart varð af degi. Aldrei vissi ég fyTir víst, hve þessir hópar voru margir, en álít, að þeir hafi verið fimm eða sex. Það voru nokkuð misjafnlega margir menn í hverjum veiði- flokiki, en sennilegt þykir mér, að þarna hafi verið samankomnir fimmtíu til sjötíu menn. Flokkarnir tóku sér stöðu á vak- arbarminum, þannig, að menn sneru sem mest baki í veðrið. Myndaðist þannig um hálfhringur um vökina. Þessi niðurskipan fór að mestu friðsamlega fram, þótt enginn sérstakur maður stjórnaði henni. Og ekki varð ég heldur var við, að flokksstjóri væri fyrir hverjum flokki. Að öllum undirbúningi loknum, hófst aðforin. Það kom strax í ljós, að ekki þýddi að skjóta á hvalina fyrr en búið var að koma skutli í þá, annars var vonlaust að ná þeim, því ef þeir dauðskutust, var annað hvort, áð þeir stukku strax, eða þá aðrir hvalir færðu þá í kaf með bægslagangi, því að skot- hríðin og þrengslin í vökinni voru búin að æra dýrin. Þeir hvalir, sem sukkn, voru tapaðir fyrir fullt og allt, því að þama mun hafa vedð tuttugu til þrjátíu metra dýpi og því engin tök á að ná þeim upp. Þegar búið var að koma skutli, eða skutlum, í hval, lá hann í kafi nokkrar mínútur. Meðan á kafinu stóð, var gefið eftir á skutulfær- inu, eftir því sem þurfti. Einn maður hélt í hvert-skutulfæri. Þeg- ar slakna tók á færjnu, var aug- ljóst, að hvalurinn var á leið upp til að anda. Þá var nauðsynlegt að vera nægilega fljótur að draga skutulfærið upp, til þess að unnt væri að sjá, í hvaða hval skutull- inn væri, því að skotmennirnir, sem oft voru tveir eða þrír, urðu að skjóta um leið og skepnan kom upp úr sjónum. Umhugsunarfrest- ur var því enginn. Oft komu margir hvalir upp sam tímis og gat því brugðið til beggja vona um, að réttur hvalur hittist, og stundum voru skutulfærin skot- in í sundur. Það var stórkostleg sjón og hrikaleg, að sjá umbrot og bægslagang hvalanna í vökinni. En þó misjafnlega langan tíma þyrfti til að ná hvölunum, endaði það þó allt á einn veg. Þeim smá- fækkaði f vökinni, og að síðustu var þar ekkert lífsmark að sjá lengur. Það var mikil breyting að sjá sjóinn í vökinni allt í einu sléttan eins og spegil. En sjórinn hafði blandazt svo miklu blóði og feiti, að ekki sá gára á vökinni, þótt hvassviðrið geisaði. Áður en þetta gerðist, hafði ég T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 499

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.