Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 2
Þfltur í skjdnum Það var hér einhvern tíma á dögunum, þegar sólin skein og sundin brostu og gott var að sitja stundarkorn á steini og horfa á Skarðsheiðina, að þei.rri spurningu.'skaut upp í huga minum, hverju þorri fóiks myndi svara, ef það væri beð- ið að nafngreina þá íslendinga núlifandi, er það t eldi mest stórmenni á sviði lista og menn ingar: Bezta söguskáidið, snjall asta ijóðskáldið, frábærasta mál arann, tóniistarmanninn, sem hæst ber, fremsta myndhöggv- arann, röggsamasta kennimann- inn, heilladrýgsta skólamann inn, afburðamanninn á sviði ís- lenzkra fræða og þann, sem mestum töfrum réði í stil og máii. Ég nennti þó ekki að velta þessu lengi fyrir mér, því him- inninn var svo blár og sjórinn svo sléttur. Seinna datt mér þetta i hug á ný, og þá fór ég að leita að svörum við þessu, svona við sjálfum mér. Sum svörin virt- ust mér iiggja svo í augum uppi að varla kæmi til greina nema einn maður. í öðrum tilvikum var líklegt, að margir nefndu nöfn tveggja eða > þriggja manna, jafnvel fjögurra, þótt vafalaust kæmi einn flestum, og kannski langflestum, fyrst í hug. Loks voru spurningar, þar sem svörin gátu farið meira á dreif . Ef e innig hefði verið spu-rt um svipmesta stjórnmáia manninn, voru næsta sundur- lei-t svör líkleg, lituð af fiokks- legri fyigispekt, en þó ekki fjarri lagi, að einnig þar hefði mörgum sýnzt hið sama, tí spurningunni hefði átt að svara síðastliðinn vetur meðan sá var á lífi, er gustur stóð af meðan var og hét. Ég krotaði á blað nöfn þeirra, er ég vænti, að helzt yröu nefndir og reyndi aö vera sam- vizkusamur. Ég get auðvitað ekki svarið fyrir, að þau hiafi ekki í einihverju boiið keim af einkaskoðunum mínum, þó að ég vildi fara sem næst því, er mér famnst, að þorri manna myndi svara. En auðvitað hafði ég þair ekki við/annað að styðj- ast en hyggju mína. Að lokum þóttist ég nógu lengi hafa reynt að setja mig í fótspor annarra og fór að virða betur fyrir mér nöfnin. Þá gerði ég dálitla uppgötvun, og var ekki laust við, að mér hnykkti við: Þetta voru undan- tekningarlaust rosknir menn, langfiestir aldraðir, sumir há- aldraðir, — ekki nema svo sem tveir, sem heitið gátu á miðj- um aldri. Ég fór á ný yfir niðurstöður mínar, velti vöngum yfir ein- staka nafni, leitaði að öðrum, sem til greina kynnu að geta komið, en gat ekki með góðri samvizku gert neina breytingu, sem máli skipti. Ég spurði slálf- an mig, hvort það gæti hugs- azt, að ég og samtíð mín hefði blindazt svo af sífelldum og margendurteknu lofi og viður- kenningarorðum, sem faUið höfðu þessum aldurhnignu mönnum i skaut, vissulega höf- uðkempum, að yngri menn, sem þó stæðu þeim í rauninni jafníætis, yrðu fyrir þær sakir að hafast við í skugganum fram á efri ár, að þeir kynnu ioks, er gömiu mennirnir væru falln- ir í valinn, að öðlast réttmæta viðurkenningu. Mér hugkvæmdist ekki i bíli nema eitt ráð til þess að leit- ast við aö sannprófa þetta. Ég reyndi að gíeyma því, aö nú ár- ið 1968 — hugsa mér ég sæti yfir þessu skrítna viðfangsefni árið 1950, eða jafnvel árið 1940, og leitaðist við að þurrka allt út, er síðan hafði gerzt. Þá komu auðvitað í leikinn mfcnn, sem nú eru látnir. Sigurður skólameistari hefði þá líklega orðið efstur á blaði skólamanna. og Magnús Ásgeirsson, ef þýð- endur hefðu verið með í leikn- um. Ásgiimur Jónsspn, Einar frá Galtafelli og Daivið frá Fagraskógi keppt til úrslita. En hefði ekki samt sem áður sömu nöfnin raðast í efstu sætin, þá og nú: Kjarval, Halldór Lax- ness, Sigurður Nordal, Páll? Þeirra vegna, sem elztir eru að árum ,hefði jafnvel mátt fara mun lengra aftur í tímann: Mönnum blandaðist ekki hugur um, hvað þeir voru. Aifburðamaðurinn verður það ekki fyrst á efri hluta ævi sinnar. Hann ryður sér braut til viðurkenningar í blóma lífs- ins, í andstöðu við samfélag sitt, ef því er að skipta, yfirstígur tregðu, óvild og jafnvel hatur. Sá, sem ekki skipar sér í röð af- burðamanna eða sýniir á sér þeinra mót á fyrri hluta ævi, gerir það tæplega síðar. Þetta er kannski ekki alveg algild niðurstaða. Samt er hún dapurleg fyrir þá kynslóð, sem nú er á miðjum aldri. Engar lák- ur eru til annars en hún sé fædd með jafngóða erfðaeigin- leika og hin eldri. Það hljóta því einhver ósköpin að hafa lagzt á sálina í þeim, sem fædd- ust úr því ofurlítið kom fram á tuttugustu öldina. Annarrar skýringar er tæpast völ. Enn er svo ekki komið fram, hvort þessi firn hafa einnig gengið yf- ir þá, sem of ungir eru til þess, að þeim hafi unnizt tími til þess að sýna, hvað í þeim býr. Eða öllu heldur, hvernig þeim nýt- ist það, sem í þeim leynist. En nú vilja menn ef til vill vefengja þetta allt og telja það tóma markleýsu. Þá geta menn gert tilraunina sjálfir, hver fyr- ir sig. Væri þá vel, ef þeir gætu komizt að annanri niður- stöðu með sannfærandi hætti. Athugasemd: Um síðustu helgi kom hrafn á skjáinn hjá okkur og ruglaði okkur svo í ríminu, að Reykjavíknrbær var sagður hafa keypt Viðeyjairstofu. En það er ríkið. J.H. 818 ' f « l S « - SUMNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.