Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 3
\ mmuH m&ít. '.Í s Ósjálfrátt tíettur okkur vatn í hug, þegar froskur er nefndur. í Venezúela er þó frosktegund, sem lifir víðs fjarri öllu votlendi. Það er svokallaður pungfroskur, og hann ber með sér það vatn, sem kyni hans er þörf á. Á baki hans er húðboki mikill og rifa á, og í þessum húð- poka fóstrast lirfur hans. í fyllingu tímans skríður ung- viðið upp úr pokanum, nákvæm eftirmynd foreldris síns, oft tuttugu smáfroskar. Innan átta stunda hafa þeir veitt fyrstu fiðrildin. Lirfurnar eiga góða daga í húðpok- anum.. Þar hefur hver lirfa sína sundlaug og sitt vistabúr. Eftir sjö vikur verða þær að litlum froskum. Nokkur vafi leikur á, hvernig froskur- inn kemur eggjum sínum i húðpokann. Helzt er ætlað, að hann mjaki þeim þangað með afturfótunum. Froskur á þurru landi er fuglurn og slöngum auðveld bráð. Þess vegna er frosktegund þessi búin eins konar hjálmt með hvössum beingöddum. Ungviði, sem ekki hefur fengið þessa gattdia, flýr ofan i húðpoka móðurinnar, ef hættu ber að. Litlu froskarnir eru lengi algerlega varn ariausir og eiga þá fótum fjör að launa. Önnur frosktegund, skyld, raðar eggj- unum á bak sér, frá fjörutiu og allt að tvö hundruð að fóíu. Þau síga niður í húðina, unz myndazt hefur í hana skál, sem húðsepi lokar. Eftir ellefu til nitján vikur er lirfu- skeiðinu lokið. Þá lætur húðsepinn undan, og litlu froskarnir ryðjast út. Siðan taka skálarnar á baki móð urinnar að fyllast. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 819

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.