Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 15
Snorralaug í Reykholti og dyr jarðgangnanna, sem fundust untiir gömlum húsarústum, þegar Reykholtsskóli var reistur. Ljósmynd: Páll Jónsson. inum um Brjánsbardaga, og þar hefur hann fengið útlendar heim- ildir, en bætt honum við vegna þess, að þar féllu fimmtán brennu menn og Þorsteinn Siðu-Hallsson var þar. Hann gæti líka verið heim ildarmaður að einhverju, sem þar geirðist, þó ekki væri nema um það, þegar skóþvengurinn slitnaði, svo að hann stóð einn eftir og mælti setninguna frægu, er Ker- þjálfaður spurði hann, hví hann rynni eigi: ,,Því,“ sagði Þorsteinn, ,að ég, tek eigi heim í kveld, þar sem ég á heima úti á íslandi.“ Kerþjálfaður gaf honum grið fyrir svarið, og það hefur á sér öll ein- kenni þess að vera rétthermi, en ekki skáldskapur. En meitlað er það og á fyrir sér að lifa á með- an islenzk unga er töluð, eins og svo margar setningarnar úr Njálu. En nú er bezt að víkja málinu beint að höfuðsnillingnum sjálf- um, Snorra Sturlusyni. Þegar ég var að brjóta heilann um höfund- inn, varð mér einna fyrst hugsað til þess, hvort þessi mesti töfra- maðuir íslenzkrar tungu og tví- mælalaust bezti íslenzkukennari, sem við höfum átt fram á þennan dag, hefði verið svo léttstígur, að hann skildi engin spor eftir sig alla bókina út. Og þá kom upp i mér smalinn. Við gerum meira en horfa í kringum okkur, við lítum líka niður fyrir fæturna til þess að gæta að sporum, og eftir þeirri leið hefur mörg kindin fundizt. Ég vona, að engum leiðist, þegar sporin, sem ég rek, eru úr Njálu. Þess er þá fyrst að gæta, hvern- ig höfundur kynnir sögumennina. Það var fyrsta sporið, sem ég fann. „Möirður hét maður, er kallað- ur var gígja. . . . Hann bjó á Velli á Rangárvöllum." Sögunni víkur vestur til Breiða- fjarðardala: „Maður ££ nefndur Höskuldur. Ha.nn var Dala-Kollsson, . . . Hösk- uldur bjó á Höskuldsstöðum í Lax árdal. Hrútur hét bróðiir hans. Harnn bjó á Hrútsstöðum.“, Þetta er fyrsti þátturinn. Seinna segir: „Maður er nefndur Þorvaldur. Hann var Ósvífursson. Hann bjó úti á Meðalfellsströnd undir Felli.“ Og litlu síðar: „Maður ér nefndur Svanur. Hann bjó í Bjarnarfirði á bæ þeim, er heitir á Svanshóli. Það er norður frá Steingrímsfirði." Fram að þessu eru allir menn sem koma við sögu, rækilega færð ir til staðar og sveitar, meira að segja Svanshóll er sagður vera norður frá Steingrímsfirði. Svo kemur þétta, og taki þið nú vel eftir: „Bræður þrir eru nefndir til sög unnar. Hét einn Þórarinn, annar Roei. þriðji Glúmur .. . . Hann (Þór.arinn) var stórvitur maður. Iíann bjó að Varmalæk.“ Ek-ki meira um það. En hvernig stendur nú á því, að höfundurinn nefnir ekki, að V.armalækur er í Bo-rgarfirði? Eins og orðum er hag að, er allt útlit fyrir, að þessi bær sé vestur í Dölum, því að þar vor- um v.ið síðast staddir. Hvernig má það vera, að höfundi fatist svona frásagnargáfan, þegar hann víkur sögunni fyrst í Borgarjörðinn? Á þessu er aðeins ein skýring: Það er íslenzk málvenja, að nafngreina ekki sveitina, þegar bærinn er í nágrenninu. Og nú erum við kom- in í örskotshelgi við höfundinn, þvi að Varmilækur er að kalla næsti bær við Reykholt, þar sem ég held, að Njála hafi verið skrifuð um 1230. Næst skulum við sthuga, hvern T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 831

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.