Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 6
nóttum eitt haustið, að báturinn íór út, keyrði í rúma tvo tíma í átt norður af Reykjanesskaga, kastaði einu sinni og fékk fjórtán til fimmtán hundruð tunnur hverja nótt. Það var munur eða nú, þegar þarf að sækja síldina norður und- ir Svalbairða. Annað skipti fóru þrír Norð- menn í róður með Haraldi skip- stjóra til að læra af honum að nota kraftblökkina. Hann jós upp síldinni og troðfyllti bátinn Það gekk alveg f,ram af Norðmönnun um og loks spurðu þeir: „Ætlarðu ekki að láta neina síld niður um skorsteininn?" Einu sinni var slíkuir rokafli hér rétt fyrir utan bæinn, að öll frystihús voru yfirfull og gátu alls ekki tekið við meira. Bátarnir voru úti, hlaðnir af afla, og ég fylgdist með þeim gegnum útvarp- ið. Klukkan fjögur um nóttina sé ég, að aflinn muni verða ónýttír, ef ekki er að gert. Ég hringi í Einar ríka, vek hann upp og spyr, hvort við getum fengið togarann Sigurð, sem hann átti og lá þá í höfn, til að sigla með síldina strax til Þýzkalands. Það var auðsótt. Verkstjóri hjá togaraafgreiðslunni var rifinn upp úr glóðvolgu rúm- inu og menn voru svo snarir í snúningum, að eftir tvo tíma, klukkan sex, var Sigurður kom- inn að réttri bryggju og farinn að lesta afla. Seinna um daginn sigldi hann til Þýzkalands og þar með var síld, sem ella hefði orðið að henda, komin í beinharðan gjald- eyri. Útgerðarmenn þurfa stund- um að vera fljótir_að taka ákvarð- anír. Þeir hafa símann á náttborðinu, og ætlast til þess, að skipstjórinn láti sig einu gilda, hvort hann hringir klukkan þrjú að degi eða þrjú að nóttu .Á sjónum er vakað sólarhringum saman. Sumum landkröbbum vex í aug um hátt kaup fiskimanna. Dæmi eru til, að snjall skipstjóri hafi allt að eina og h álfa mMljón króna til hlutar eftir árið. Sextíu pró- sent, níu hundruð þúsund krónur fara beint í skatta. Þá á hann eftir sex hundruð þúsund og hafa víst margir lög- fræðingar, læknar og heildsalar annað eins. Máske hefur einn og einn úr hópi þeirra ágætu manna þaggað niður rödd samvizkunn- ar og skotið nokkrum krónum und- an skatti, en síldarskipstjórinn hefur ekkert tækifæri til að falla fyrir slíkum freistingum, hvert tólf ára barn getur reiknað tekj- ur hans upp á eyri eftir aflaskýrsl- um. Og starfsævi aflaskipstjórans er skömm. Eiturduglegur, glögg- skygn maður verður kannske afla kóngur nokkur ár, en taktu eftir því, að það er enginn lengi á toppnum. Annar yngri, óþreyttur, tekur við. Enn hafa síldarskipstjórar eng- in eftirlaun. Útgerðarmenn safna heldur ekki auðt. Fimmtíu pró- sent af verðmæti aflans fara beint til skipshafnarinnar. Nú, þá er eftir að greiða veiðarfæri, olíu, við gerðir, vátryggingargjöld, vexti og afborganir af lánum. Það má veið- ast vel, til að endar nái saman. Margir útgerðarmenn hafa ann- an atvinnurekstur með til að mæta hugsanlegu tapi. En þegar tilkostnaöur er orð- inn alltof mikill, þá er ekki ann- ars kostur en fella gengið. Segjum, að útgerðarmaðurinn tapi sem svarar því, að það kosti hann tvö hundruð krónur að afla fisks, sem selst á eitt sterlingspund. Þá er vitanlega engin sanngirni í því, að hver sem er geti gengið inn í bank ann og keypt þetta sama sterlings- pund á eitt hundrað þrjátíu og fimm krónur, máske tii að flytja inn tertubotna með hagnaði. Geng isfelliitgar eru gerðar í þágu okk- ar útgerðarmanna. Norðurstjarnan í Hafnarfirði gat hafið framleiðslu að nýju, þegar gengið var síðast fellt. Og útgerðarvörur eru und- anþegnar túttugu prósent innflutn ingsgjaldinu, sem lagt var á í haust. Þótt útgerð berjist í bökkum, þá er það staðreynd, að fiskveið- arnar eru eini atvinnuvegur, sem veitt getur fslendingum betri lífs- kjör en öðrum þjóðum. Ég er því hlynntur og fylgjandi, að leitað sé annarra leiða með því að efla ýms an iðnað. Á því sviði getum við þó í hæsta lagi gert okkur vonir um að standa jafnfætis öðrum þjóðum. í fiskveiðunum einum höf um við möguleika til þeirr a af- kasta, sem um stund skipudu okk- ur meðal tekjuhæstu þjóða heims. (Því mætti skjóta hér inn, að Othar Hansson ritaði í nóvember- hefti Samvinnunnar í fyrra, að framleiðsluverðmæti kísilgúrverk smiðjunnar við Mývatn verða ár- legá sem svarar tveimur freðfisk- förmum til Bandaríkjanna. Það mun þó taka verksmiðjuna sjö ár að ná slíkri framleiðslugetu.) En síldveiðarnar eru alltaf að nokkru leyti happdrætti. Einu sinni var fullt af síld við sænsku ströndina, en fyrir fimmtíu árum hvarf hún, og er ekki komin aft- ur enn. Hér við land er hun hin duttlungafyllsta, alltaf á nýjum og nýjum stöðum. Ég var einu sinni tvö sumur á Þórshöfn og sá um söltunarstöð fyrir Ingvar Vilhjálmsson og fleiri. Fyrra sumarið aflaðist vel, og næsta vor ætluðum við ekki að láta á okkur standa og fórum með þrjátíu og sjö manna starfs- lið úr Reykjavík í áætlunarbíl. Við gistum á Akureyri, en strand- leiðin þaðan til Húsavíku.r var enn ófær sökum bleytu, svo við fórum með fólkiö um Mývatnssveit að Grimsstöðum á Fjöllum og kom- um ad Sandfellshaga í Öxarfirði. Þá áttum við eftir að fara yfir Öxarfjarðarheiði í Þistilfjörð, og við fréttum, að vegurinn yfir hana væri mjög slæmur. Ég þorði ekki annað en fá átta hjóla bíltrukk til að fara með okkur og vera áætlunarbílnum til aðstoðar, ef eitthvað bæri útaf. Þegar trukkur kom, var lagt af stað. Þrisvar eða fjórum sinnum urðum við að reka alla út úr áætlunarbílnum í þetta Mka skemmtilega veður eða hitt þó heldur, norðaustan slydduhríð. En með þessu móti dröslaðist þó allt á leiðarenda og tók ferðin frá Akureyri til Þórshafnar tuttugu og tvo klukkutíma. Má nærri geta, að fólk var orðið kalt og hrakið. Og við höfðum ekki erindi sem erfiði. Við biðum eftir síld viku eftir viku, en hún lét varla sjá sig. Samtals voru saltaðar þrjú hundruð og sextiu tunnur allt sum arið. Það var svona þriggja stunda vinna. Um haustið fékkst síld í rek- net undan Hornafirði. Við þang- að með söltunartækin af Þórshöfn. Þar hafði aldrei verið saltað fyrr, en við réðum okkur þrjátíu óvan- ar ^ heimasætur og lukkaðist vel. Ég hef haft yfir margri síldar- stúlkunni að segja um dagana, og þær hafa staðið sig prýðilega. Það kemur samt fyrir, að maður verð- ur að vera stífur á meiningunni. Fyrra sumarið, sem ég var á Þórshöfn, veiddist ágætlega. Eitt sinn er búið að salta allan daginn og samt mikið eftir, þegar Björn M? T I M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.