Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 5
felenzki báturinn með bömuvindu. éómuvlnda sparar oft og tíðum tvo mienn við lestun og löndun, og hafði þá verið notuð á norsk- um flutningaskipum, en ekki fiski skipum þarlendis. Nú er hún not- uð í öllum stórum fiskibátum. Margir héldu, að ég væri ekki með öllum mjalia, því stórir bát- ar höfðu reynzt illa. Algen.ga stærð in var hundrað lesta bátur fyrir sextán manna áhöfn. Undirmenn allir kúldruðust í litlum lúkar. Það var ekki sérlega notalegt, því svo háttaði þá til, að sækja þurfti daglega frá Reykjavík yestur á Breiðafjörð, tólf til fjórtán tíma stím fram og til baka eða þá leg- ið var úti fjóra fimm daga og afl- inn ísaður. Ég vildi láta fara betur um fólk og fisk, og hafði sömu áhöfn á helmingi stærri báti. Um svipað leyti og þessi nýi bátur minn kom til landsins, var farið að gera tilraunir með kraft- blökk hér. Menn sáu, að tækist að koma henni í gagn, yrði unnt að losna við nótabátana, sem voru orðnir svo stórir, að til vandræða horfði. í vetrarsjó verður þeim alls ekki við komið. En tvö á.r liðu og e ngum tókst að leysa þrautina. Jæja, vorið 1959 kaupi ég samt blökk .Skipstjóri á m.b. Guðmundi Þórðarsyni var þá Haraldur Águsts son. Ég skal segja þér, að góðir síldveiðiskipstjórar eru engar lið- leskjur. Með dugnaði, þrautseigju og lagni tókst Haraldi að ná þeim tökum á kraftblökkinni, sem hon- um og öðrum hafa dugað siðan. Naut hann þar ágætrar samvinnu skipshafnar sinnar, ekki sízt Björns Þorfinnssonar stýrimanns. Eftir hálfan mánuð hringdu þeir í mig og sögðu: „Þér er ó- hætt að selja nótabátinn þinn.“ Ég hlýddi þeim og var heppinn þar, því ekki Ieið á löngu, þar til kraftblökkin hafði gert nótabáta að forngripum, sem enginn vildi eiga og má víða í fjörurn sjá þá liggja og fúna. Um svipað leyti tókst hinum kunna skipstjóra Eggert Gíslasyni að ná valdi á asdikk-tækinu, sem aðrir höfðu glímt við um alllangt skeið. Kraftblökkin gerði kleift að fiska síld að vetrinum, asdikkið að finna síldina, þótt hún lægi djúpt, og nú var silfri hafsins ausið á land. í hönd fóru dýrðlegir dagar. Ég man til dæmis eftir þrem-ur Haraidur Ágúsfsson skipstjóri um borS í Revkjaborginni. Til vinstri sést kraft- blökkin sú, sem átti drjúgan þátt í binnl miktu afiatretd á undanförtium ár- um. Haraidl tókst fyrstum mantii að nota blökkina. Ljósmynd: Tíminn - GE. T í M I 1N - SUNNUDAGSBLAÐ 821

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.