Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 20
ur og hafði rnargt fé á litlum heyj- um, og fór fóðuröflun ekki síður fram á vetrum en sumrum. Mik- ið féllst til af þorskbeinum, sem öll voru hert. Hinir stóru þorsk- hausar voru klofnir og hertir til manneldis, miklu mei-ra en fólk- ið torgaði. Fólkið sat oft allt við það á vetrarkvöldum að rífa þorsk hausa. Állt, sem mannstönn gat fest á, fiskur og roð úr hausun- um, var hirt og látið í poka, og síðan flutt í land og selt til mat- ar. En megnið af fiskbeinunum voru dálkar og smáhausar, og sam an við það fór úrgangur úr stór- hausnnum. Öll fiskbein voru bar- in handa fénu. Þetta var dagleg iðja drengjanna. Eiríki var sett fyrir visst verkefni að berja á stór um steini með stórri sleggju. Sleggjan var þung, en verkinu varð að ljúka á tilsettum tíma, annars vofði vöndurinn yfir. Annar þáttur fóðuröflunar á vetrum var að skera þara af skerj- um, stóra stöngla, allt að mann- hæð að lengd. Þetta var borið til húsa og brvtjaðir þönglarnir og blandað saman við beinin og gef- ið á garðana. Fríniann var harður og ráðrík- ur við fleiri en niðursetninginn. Hann hafði öll matvæli undir sinni umsjá, svo og kaffi og sykur, og fékk húsfreyja daglegan skammt, sem hún átti að deila á milli fólks ins Ekki var sultur í~Sandvík. en oft þraut þó málsverðinn fyrr en matarlvstina. Þessi siður, að bónd- inn skammtaði húsfrevjunni og hún deildi síðan milli fólksins, var gamall’ búmiannasiður og ekki eins dæmi, og var Frímann ekki síðastur til að leggja hann af. Eiríki fannst Frímann aldrei þola að sjá sig iðiulausan. Oft var hann sendur, að honum fannst. iítilia erinda. Það kom fvrir, að hann tók að dunda úti við til þess að evða tíma, svö hann fengi ekki nýtt verk að vinna. Stundum dvald ist þá fram yfir matartíma. og varð hann þá að sætta sig við kaldan mat og ólvstugan. Á sumrin var erillinn sýnu meiri, Eiríkur minnist þess, eftir að hann var farinn að fara með orf og ljá, var hann oft sendur með sláttu- tól, hrífu og poka og látinn slá smábletti út um bithagann og bera hevið heim í pokanum. Meira virðist hafa verið neytt af síkarfakáli í Sandvíft en á Básum Einkum ‘ var mikið tekið af káli ísaveturimn 1918, þá lukti ískrag- inn um eyjuna mámu'ðum saman og bægði frá allri björg, bæði fugli og fiski, svo ekkert fékkst nýmetið. Kálið er mest i snarbröttum torfum framan í bjargbrúnunum. Þegar þítt var um rót á útáliðnu á vefcrum, var Eiríkur látinn síga í bandi niður í tóna , rífa upp kálið og láta í poka, sem einnig héngu í bandi. Frímann «at á brún og dró upp pokana jafnóð- um og svo drenginn að loknu verki. Hverri kálplöntu fylgdi dá- lítill rótarhnúður, sem líktist gul- rófu. Eiríkur gat aldrei losnað við lofthræðslu. Þetta átti að lækna. Hann varð að síga í bjargið og var útbúinn í venjulegt bjargsig og settur fram af bjarginu nauð- ugur og grátandi. Eiríkur man ekki fyrr eftir sér, en hann var tekinn með í fiski- róðra. Hann var skorðaður i skut eða barka, og á hann var breitt teppi eða strigi. Þar var hann lát- inn teygja sig út fyrir borðstokk- inn og keipa sínu færi og segja til, ef hann fann, að fiskur beit á. Þá var jafnan dregið fyrir hann. Þegar fugl fór að koma að eyj- unni, hófst flekaveiðin. Fuglaflek arnir voru allsterk trégrind lm x 1V2 m á stærð. Á hana voru negld- ar allmargar rár og á þær festar hrosshárssnörur. Margir flekar voru jafnan hafðir saman í senn á litlu svæði. Stundum var lifandi fugl með bundna vængi settur á flekann til að lokka aðra að. Hann var nefndur bandingi. Jafnan voru menn á báti á’vakki innan um flek- ana til að taka fugla, sem festu fætur sína í snörunum, nokkurn veginn jafnóðum. Annars lömd- ust fuglarnir um og gátu blóðgazt og skemmt kjöt sitt og fiður. Flekunum var hvolft um nætur, svo snörurnar sneru niður og eng- inn fugl festist. Mikið veiddist á flekana, en meira var þó skotið. þegar fuglinn var að setjast í bjarg ið. Fullorðnu karlmennirnir lágu daglangt uppi á bergi með aftan- hlaðna byssu og skutu inn í fugla- skýin, og mikið féll, bæði uppi á bjargbrúnum og niður í fjöru und- ir berginu. Drengirnir höfðu ærinn starfa að bera skotmönnum skot- færi og vistir og bera heim daúða fugla, sem þeir tíndu saman, bæði á berginu og í fjörunni neðan und- ir. Skotveiðin hefur efalítið ekki verið ma'nnúðlegri en flekaveiðin, því margir f-uglar hafa slopp- ið særðir. í Grímsey þurftu fuglatr aldrei að berjast lengi um á Plek- unum; Þannig liðu árin fram að ferm- ing-u. Frímann lét Eirík alltaf heyra, að hann væri hreppsómagi, og lánsamur væri hann að vera á góðu heimili og hafa nóg að eta. Sumir þreppsómagar ættu miklu verra. Á þessa stöðu sína var hanm minntur daglega, og honum hótað að hann yrði látinn fara í verri stað. En þrátt fyrir allt vildi Ei- ríkur ekki fara úr Sandvík. Honum var mjög hlýtt til Sigríðar, fósbru sinnar, og barna hennar. En milli Eiríks og húsbóndans var kalda stríðið stöðugt án vopnahlés. — Þegar Frímann fór í kaupstað, kom hann ætíð með gjafir handa börnum sínum, en setti Eirík hjá. Ein dóttir Frímanns snerti aldrei gjafirnar í viðurvist hinna, en fór í laumi með þær til Eiríks og skipti þeim að jöfnu með honum. Þegar Eiríkur var fermdur, var hann í lánsfötum. Honum var fylgt eftir heim, og séð um, að hann færi óðara úr fötunum, svo ekki sæi á þeim. II. Ekki man Eiríkur með vissu, livort hann var fimmtán eða sex- tán ára, þegar hann fór alfarinn úr Sandvík. Eitt eða tvö ár var hann þar matvinnungur eftir fermingu. En hann man enn, eins glöggt og verið hefði í gær, síðasta daginn sinn þar. — Kalsaveður var á útáliðnum vetri. Fjara var um hádaginn. Hús- bóndinn skipaði honum að fara út á skerin að taka upp þara og bera á land meðan fjaran varaði. Úfinn var sjór, norðanstormur og frostið herti. Hann vissi von gesta. Frí- mann átti orgel. Nágrönnum var boðið til söngs og gleði. Eiríkur vissi nægan þara til í landi til gjafa handa fénu næstu daga. Hon- um fannst, að hann hefði aðeins verið sendur þetta til þess að meina honúm að gleðjast með jafnöldrum sínum úr nágrenninu. Ekki va-r nema háfjara, þegar föt hans voru orðin samfrosta. glerung ur. Sjávardrifið og bleytan úr þaraföngunum fraus og varð að brynju, sem þykknaði og leitaði inn til innri fata. Reiðin sauð huga hans. Þetta var ekki le-ngur þolað. Hann henti frá sér þan'ginu 836 T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.