Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 16
'ig höfundur Njálu tniðar á-ttfer. Hann segir „vestur í Dali“, ,,aust- w á Rangárvelli“ og „suður“ i Engey og Laugarnes. Nú skulum við draga línu vestan úr Dölum og austur á Rangárvelli og aðra í há- norður frá Engey. Ætli þær sker- ist ekki nálægt Revkholti í Borgar- fkði? Það þarf engan sagnfræð- ing til að sjá það. Ég hef nú fundjð höfundinum stað í Reybholti, auðvitað eftir Lík- um, og þá er næst að finna sam- hengið, sem er á milli Njálu og Heimskringlu. Þá kernur fyrst í hug þátturinn af Ásbirni selsbana í Heimskringlu, sem ég tel tvímæla- laust einn snjallasta þáttinn í öll- um okkar fornbókmenntum, þó að ég geri ekki upp á milli hans og þáttarins af Kára Sölmundarsyni og Birni .í Mörk. Þar held ég, að list Snorra hafi risið hæst. Og í þætfinum- um ferð Þórs til Út- garða-Loka í Snorra-Eddu. Ég sný mér þá að þættinum af Ásbirni selsbana. Sá hængur er þó á, að ekki er víst, að allir les endur séu nógu kunnugir honum, en ekkert rúm er til að fara með bann allan hér. Þó verður að segja það, að Ásbjörn. bróðursonur Þór- is hunds og systursonur Erlings Skjálgssonar á Sóla, var rændur heilum skipsfarmi af korni og malti af ármanni Ólafs konungs, sem hét Þórir selur og bjó i Og- valdsnesi á eynni Körmt. Ásbjörn undi þessu iila, sem von var og safnaði liði. Hafði hann um níu tugi manna, hélt til Ögvaldsness og kom þar á fimmta dag páska. Fór Ásbiörn einn á njósn að vita, hvað títt væri, en bað menn sína að gæta skips. En þá vildi svo ó- heppilega til, að Ólafur konungur var þar í veizlu og hafði fjöl- menni. Læt ég nú höfund Heims- kringlu taka til máls: „Ásbjörn sneri þá til stofunnar en er hann kom í stofuna, þá gekk annar maður út en annar inn, og gaf enginn maður að honum gaum. Þeir, sem hugsa sér aB halda Sunnudags- blaðinu saman, ættu að athuga hið fyrsta, hvort eitthvað vantar í hjá þeim og ráða bót á því. Opin var stofuhurðin. Hann ,sá, »r? Þórir selur stóð fyrir hásaeti^yrð inu. Þá rtr mjög á kvöld liðið. Ásbjörn heyrTMB, að menn spuirðu Þóri frá skiptum þeirra Ásbjarn- ar, og svo það, að Þórir sagði af langa sögu, og þótti Ásbirni hann halla sýnt sögunni. Þá heyrði hánn, að maður mælti: „Hvernig varð hann við, Ás- björn, þá er þér rudduð skipið?“ Þórir segir: „Bar hann sig til nokkurrar hlítar og þó eigi vel, en er vér tókum seglið frá hon- um, þá grét hann.“ En er Ásbjörn heyrði þetta, þá brá hann sverðinu hart og títt og hljóp í stofuna, hjó þegar til Þór- is. Kom höggið utan á hálsinn, féll höfuðið á borðið fyrír konunginn, en búkurinn á fætur honum. Urðu borðdúkarnir í blóði einu, bæði uppi og niðri.“ Svo segir 1 Heimskringlu, en hvað er að finna áþekkt í Njálu? Kári og þeir Kolbeinn komu á óvart í Hnossey og „gengu upp þegar á land, en nokkrir menn gættu skips. Kári og þeir féiagar gengu upp til jarlsbæjarins og komu að höllinni um drvkkju. Bar það saman og þá var Gunnar að segja söguna, en þeir Kári hlýddu til á meðan úti. Þetta var jóla- daginn sjálfan. Sigtryggur konunguir spurði: „Hversu þoldi Skarphéðinn í brennunni?" ,,Vel fyrst,“ segir Gunnar, „en þó lauk svo, að hann grét.“ Um allar sagnir hallaði hann mjög til og ló frá víða. Kári stóðst þetta eigi. Hljóp hann þá inn með brugðnu sverði og kvað vísu. . . . Þá hljóp hann innar eftir höllinni og hjó á hálsinn Gunnari Lamba- syni. Tók af svo snöggt höfuðið, að það fauk upp á borðið fyrir konunginn og jarlana.“ Halda menn nú, að tveir menn hafi skrifað þetta, sem gerðist í höllunum, bæði i Noregi og Orkn- eyjum? Þá er bezt að bæta við þetta einni svipmynd úr veizlu á ís- landi. Við skulum heimsækja Run- ólf gamla í Dal undir Eyjafjöllum. Þeir eru gestir hjá honum, Otkell í Kirkjuhæ og bræðmr hanis, að ógleymdum Skammkeli: „Otkell sagði Runólfi allt, hversu fór með þeim Gunnari. Einn maður spurði að því, hversu Gunnar varð við. Skammkeli rnælti: „Það myndi mælt, ef ótíginn maður væri, að grátið hefði.“ „Illa er slíkt mælt,“ segir Run- ólfuir, „og munt þú það eiga til að segja næst, er þið finnizt, að úr sé grátraust úr skapi hans.“ Varð það sannspá, þvi að þetta varð bani þeirra allra féiaga, átta að tölu. Vita menn þess önnur dæml í fornbókmenntum vorum, að á þrem stöðum sé beitt sama hnjóðinu með þeim árangri, að það verði þeim öllum að bana, er mæla, og fleiri þó, alls tíu mönn- um? Ég hef þá trú, að þessari eiturör: „liann grét“, sé í öil skipt- in skotið af sama boganum. Ég get ekki stillt mig um að bera saman t vo aðra pósta úr Njálu og Heimskringlu og leiði þar saman Skarphéðin og iun Árnason. Skarphéðinn endar orðasikipti sín við Þorkel hák á þessu, sem alkunnugt er: „Er þér og skyldara að stanga úr tönnum þór rassgarnarendanu merarinnar, er þú ázt, áður þú reiðst til þings og sá smalamað- ur þinn og undraðist, hvi þú gerð- ir slíka fúlmennsku." í frásögn Snorra af Nesjaorustu, þar sem Haraldur harðráði vaun sigur, falla orð svo: „Finnur jarl Árnason varð hand tekinn í orustu, sem fyrr var rit- að. Hann var leiddur til konunsís- ins. Haraldur konungur var þá ail- kátur og mælti: „Hér fundumst við nú, Finnur, en næst í Noregi .Hefur hirðin sú hin danska eigi staðið allfast fyr- ir þér, og hafa Norðmenn illt að verki — draga þig blindan eftir sér og vinna það til lífs þér.“ Þá svarar jarl: „Margt verða Norðmenn illt að gera og það verst ailt, er þú býður.“ Þá mælti Haraldur konuugurv „Viltu nú grið, þótt þú sért ónj'a>k Iegur?“ Þá svarar jarl: „Ekki af hund- inum þínum.“ Konungur mælti: „Viltp þá, að Magmús, frændi þinn, gefi þér grið?“ Magnús, sonur Haralds konungs, stýrði þá skipi. Þá svarar jarl: „Hvað mun hvelp ur sá ráða griðum?“ Þá hló konungur og þótti skemmtun að erta hann og mælti: „Viltu taka grið af Þóru frænd- konu þinni?“ 832 ------i T t IVI I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.