Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 11
fram og aftur um járnbrautarvagn ana, er lestin nálgaðist þenruan litla hásikólabæ, og hrópuðu: „öreifswald! Tuttugu mínútna viðstaða .Flýtið ykkur við doktors- vömina.“ f Bonn hö.fuðborg Kiesingers og hans kumpána, er maður, sem heitir Walter Wienert, sjál'fur dr. phil., og hefur ekki annað fyirir stafni en afhjúpa stofnanir, sem hafa útsölu oktorsnafni, og nienn þá, sem skreyta sig með svo fengnum nafnbótum. í bókum hans eru nöf.n sjötíu og fjögurra stofnana af þessu tagi .Þær eru í immtán löndum, en þó langflest- ar í Bandaríkjunum, alls þrjátíu og fjórar. Níu eru á ftalíu og tvær í Sviss, og ein er í Frakkiamdi, Englandi, Spáni, Lichtenstein og niörgum ríkjum öðrum. Fiestar hafa ákaflega viðhafnarmikil nöfn, en í rauninni er þetta sjaldnast neitt annað en ítil skristofu- kompa ,og þar hefst rektorinn við eða það, sem enn er fínna, furst- inn (auðvitað á andlega sviðinu), og einn teiknari, sem gengur frá öllum skjölum. Fyrir fimm eða sex árum barst fjölda manua hér á Norðurlönd urn bréf frá prófessor dr. Bald- urocacz í Fíúme, er bauð doktors- nafn í sex fræðigreinum í ýmsum löndum heims. Kysu rnenn að þreyta doktorsprófið á Ítalíu, kom óðar svar frá furstanum Ugo Tommasini del Paterno í Róm. En þetta voru fínir menn og dýr- ir á vöru sinni. Það átti að leggja tugþúsundir króna inn á tilgreind- an bankaréikning, og fékk þá sá, er það gerði, prófessorsnafnbót að launum. Væri nokkru aukið við, stóð þeim hinum sama til boða að gerast fuiitrúi háskólans í Dan- mörku. Margir eru sanngjarnari við- skiptis en þessir náungar. Hinar frönsku og ensku liðveizlustofnan ir eru lausar við alla heimtufrekju: Gjatdið lágt, próf óþarft, mála- kunnátta aukaabriði, ekki s purt um lestur í fræðigreininni. Comte Rt. Rev. Proi J Trolnas d'Arth- on, Th. D.Ph. D..M.D. og svo fram- vegis, háskólarektor í París, veit- ir meira að segja gjaldfrest. Hjá honum tíðkast allt að tóM mánaða afborganir . Og hjá honum geta menn orðið prófessorair í fornleifa- fræði og doktorar í verkfræði, guð fræði og málfræði, jafnvel doktor- ar í kínverskum fræðum. Það á einuingir að strika undir það, sem menn kjósa sér. Ekki er vandasamara að krækja í aðalstign en lærdómstitla. Með því að framlboðið er til munia meira í landi hinnar frjálsu samkeppni en eftirspuruin, hefur veirðið fail- ið í seinni tíð. Lögmál viðskipt- auna láta ekki' áð sér hæða. Hin lægri stig aðalstignar eru nú föl í Bandaríkjunum á þrjú hundruð' til sex hundruð krónur, en sé svo sem fimmtán hundruð krónum aukið við, fylgiir álnarlöng skrá um afrek ættariunar allt frá döguim krossferðariddaranna til heims- styrjaldarinnar síðari. Skozkar nafnibætur eru þó í hærra verði en áðrir þvílíkir titlar, og enskir ættfræðingar láta af því, að þeir hafi ærið aö starfa í þágu fólks, sem biður um ættarskrár og teikn ingu af skjaldarmerki forfeðra siuna. Verður oft að trúa liprum teiknara fyrir þess háttar, ef sér- lega torsótt reynist áð grafa sig í gegnum skjalasöfnin að hinu rétta skjaldarmerki. Á Bretlandseyjum sjáMum fjölg- ar aðalismönnum sífellt. Á Spáni er aftur á móti farið að fækka þeim með valdboði. Það var jóla- gjöfin, sem þessar loflegu stéttir Spánar fengu árið 1960, að á sjálf an jóladag voru hertogar, mark- greifar, regluriddarar og axlaskúfa eigendnr sviptir fremd sinni hundr uðum saman. En ekki kom þetta til af. góðu: Fjárhagur ríkis leyfði ekki, að allur þessi sægur nyti Iengur þeirra forréttinda, sem tign inni fylgdi. Þetta kom hart við marga, sem lengi höfðu látið titla sig prinsa, greifa og baróna, og alira verst þó við vesalings reglu- riddarana, sem höfðu haft af því tekjur að selja blöðum myndir af sér bísperrtum í riddarakápu sinni og hnjábuxum og með hönd á loga gylltum meðalkafla sverðs síns. En ekki er sagt, að nema fimm- tíu regluriddarar, sem sjátfir höfðu gefið sér nafnbótina, hafi komið í leitirnar við þessa aftign- un. Svona eru Spánverjar grand- varir, þegar allt kemur til alls. Mörg tignarheiti af þessu tagi eiga rætur sínar að rekja til þjóð- höfðing,ja, sem skamma hríð sátu að völdum, og alls konar ævin- týramanna, þeim ekki óskyldum. Niðjar slíkra manna þóttust oft eiga konunglegan erfðarétt og sæmdu bankastjóra, kaupmenn, hrossasala og okrara baróosnafni, eiukum þegar þeir voru í peniugá- , hra’ki, sem oft var. Alls konsr • landshiornamenin urðu reglubræð-1 ur, ef þeir komust yfir fémuni til endurgjalds, og máttu bera sverð og ganga á ranaskóm. Þannig f jölg aði mjög í Bræðralagi hins gullna • spora og Kórónureglu Vandalíu, ' eða hvaða nafn þessum riddara- reglum var gefið. Nafnibætur af þessu tagi gefa . orðið iítið í aðra hönd, og þess < vegna er verðið lágt. Sjaldan og ' óvíða eykur það hróður manma, þótt þeir séu riddarar reglu Hinna svörtu svana, Hins heilaga pelí- . kana eða Fjaliblámans. Sú tíð er ' iiðin, að þeir geti lifað á nafmbót . sinmi, nema sérstök snilli komi til, • og klæðskerarniir hafa líka misst spón úr aski sinum. Þetta vesa- . lings fólk getur ekki framar keypt ; riddarakápur, sverð og ranaskó. í Þýzkaiandi er verið að elta uppi prinsa, greifa og baróna, sem ekki hafa blárra blóð i æðum en annað fótk Veirkfræðingur einn kaliaði sig prins Zakaria von und zu Preussen og þóttist hafa kvænzt stórættaðri konu og öðlazt á þann veg irétt til þessa á'gæta nafns. Þeg- ar til kom, reyndist kona prins- ins skrifsbofustelpa og hét Anme- gret Spyrke. Átján ára gamall blað sali veifaöi nafnspjaldi með gylltri kórónu: Prins Jochen von und zu Furstemberg, Schwarzenberg, Tosk ána, Lucca und Taxis. Og þegar dr. jur., dr. rer. nat. riedrich Karl Maria Ludwi Egdler von Brei- tenbach sóiti um vegabréf ,svo að hann kæmist til Etíópíu sem skóg- fræðingur í þjónustu keisarans, kom upp úr kafin-u, að hann va.r gamali stormsveitarforingi, sem dómstólarnir átti sitthvað vantal- að við og hét í rauninmi Schellen- berg. Svona fer stundum'. En við verð um að lifa í þeirri von, að þess háttar slys spilli ekki til veru- legra muna aifkomu framtaks- samra manna, sem stunda útsölu á fallegum nafnbótum og lærdóms titlum .Því að hvar væri heitnu.r- inn, ef hið frjálsa framtak fær ekki að njóta sín vegna fautalegr-. ar afskiptasemi? T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 827

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.