Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Side 19
Erlendur Sunnlendingur, aikunn- wr dugnaðarmaður. Hann hafði í höndum austursfötu, er þetta var sagt, og varð að orði: „Eg held ég helli nú úr henni 8amt.“s ]/ Fyrir stakan dugnað og frábæra stjárn Halldórs náði bátuirinn heilu og höldnu inn á Eyjafjörð, og allir mennimir björguöust á land. En þrátt fyráx það varð þessi för ör- lagarfk fyrir Eirík litla Friðbjarn- a-rson. Eiríknr, fóstri hans, komst að vísu til Grímseyjar, en hann náði aldrei heilsu aftur eftir áfall þetta og andaðist, samkvæmt kirkjubók Grimseyjar, í ágústmán- uði þá um sumarið. Barnaveiki barst til Grímseyjar þetta sumar. Tvö börn Eiríks önduðust úr veikinni um Mkt leyti og hann sjálfur. Þrjú lfk stóðu uppi í senn í Grenivík, bónd- inn og bömin tvö. Ekíkjan stóð uppi með tvö uíng börn. Nú var fóstri Eiríks litla lokið. Emgin leið var til uppeldis hans önmur en isveitim. Fjarlæg sveit móður hans átti að sjá um hann, en oddvitinn í Grímsey kom honum til dvalar til Frimanms Bemediktssonar, bónda í Neðri-Sandvík. Frímamn var efmaðasti bóndinm í eyjumni og sá tekjuhæsti. Kona hans hét Sig- ríður, sunnlenzk að ætt. Grenivík er syðsti bærimrn í þétt býli Grímseyjar, en Sandvík nyrzti og nálægt tveir km á milli. Það man Eiríkur fyrst eftir sér, að hann var leiddur og hálfdreginn af sterkri hendi þessa leið. Þá var hann hálfmaður með fjórða árið. Hanm reyndist fársjúkur af barna- veiki, er Sigríður húsfreyja tók hann og bar hann inn í rúmáð. Hún sagði honum síðar, að hún hefði ásett sér aö'halda í honum lífinu. Hálfan mánuð lá hann milli heims og helju. Auðvitað var ekki hægt að ná í lækni, en Sigríður reyndi mörg gömul húsráð. Loks tók hún glas með giktaráburði, af- ar lyktarsterkum, og hélt því opnu fyrir vitum hans og lét hann ailda að sér. Hún sagði, að eftir það hefði hann fengið smöggan og góð- an bata. Eiríkur litli var snemma látinn vinma eins og kraftar leyfðu. Hanm man ekki önmur sumur fyrr en hann var látinm vaka yfir velM, eirnn og kaldur, langar nætur. Hanm var eimnig kúahirðir. Kýrnar voru tvær. Á morgnana varð hann að reka þær í vatn upp í tjörn, sem var austur undir björgum. Þar var, jafnan iðandi af skeglu og kriu. Þar voru festar snörur, og þar festu skeglur fæturna og voru teknar. Þetta þótti Eiríki, litl- um öreng. erfitt verk og ömur- legt að taka fuglana og deyða þA. Vatnsbólin í Grímsey voru alls staðar brunnar. B'runnurinn í Sand vík var nokkuð frá dyrum. ÖrMt- ill var hann látinm sjá um vatns- burðinn í bæinn og handa kúnum. Hamn hafði vatnsbera, bogið tré, yfir axlir og á endunum spotta með krókum, sem krækt var í föt- urnar. Það var erfitt að lyfta föt- unum frá jörðu, og gangurinn vildi verða skjögrandi, svo að vatnið gusaðist um hné og fætur og fraus í vetrarfrostum. En vatnið gat fros ið af á vetrum í brunnunum á öM- um bæjum. Þá várð að sækja vatn ið í hina einu lind eyjarinnar, sem var úti í Básavík .Það var létt fyr- ir Eirík, því það gerðu fullorðnir. Frímann Frímannsson var næst- um jafnaldri Eiríks og félagi, bæði við leik og smá strákapör. Eirík- ur fann til þess, að Frímann var jafnan betur klæddur en hann, og honum var minna skipað til verka en einkum þó þess, að hohum var aldreá hótað flengingu. Við Eirík var jafnan hótun á lofti, bæði fyr- ir yfirsjónir, sem báðir áttu sök á og svo, ef Eiríkur hafði ekki lok- ið verki á tilsettum tíma. Hann fékk þó sjaldan líkamlega refs- ingu. Frímann bóndi var mikiU búmað tlMIN N- SLNNUDAUSBLAÐ 8«

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.