Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 17
BlaS úr Njálu í svonefndri Reykjabók, gömlu og góðu skinnhandriti. Þá segir jarl: „Er hún hér?“ „Hér er hún,“ segir konungur. Þá mælti Fkiiiur jarl orðskrök það, er síðan er uppi haft, hversu treiður hann var, er hann fékk eigi stillt orðum sínum: „Eigi er nú undarlegt, að þú hefur vel bitizt, er merin hefur fylgt þér.“ Hvort finna menn nú skyldleika nokkurn með Skarphéðni og Finni í þessum orðaskiptum? Nú eru menn farnir að halda því fram, að unnt sé að ákveða höfunda eftir því, hve oft þeir nota sama orðið, ef eitthvað er til, sem með vissu verður eignað þeim, til dæmis Pétur Halberg hinn sænski. Ég sé ekki, að þetta sé nokkurt öruggt höfundarmark. Það er hitt, hvernig orðum er rað- að í setningar, sem gerir stílinn, og sérstaklega, þá er setning er fágæt að eimhverju og sérkennileg. Ég get bent á eina setningu, sem örugglega kemur aðeins fyrir í þrem stöðum í öllum fornbók- menntum okkar. Það er þetta: „Glotti við tönn.“ Snorri goði sagði það um Skarphéðin í Njálu, í Heimskringlu Erlingur á Sóla við Ásbjörn frænda sinn, og í Gylfa- ginningu segir Snorri, að Loki glottí við tönn, er hann sá Ása- Þór. Á tveim stöðunum má með vissu eigna Snorra orðin, en þriðji staðurinn er í Njálu. Þá er orðið Brennu-Njáll til á aðeins einum stað í Njálu og sömuleiðis í Snorra- Eddu. Hverjar fleiri líkur eru svo hægt að færa fyrir því, að Snorri hafi skrifað íslendingasögur? Odda- verjaannáll, talinn ritaður á síðari hluta 16. aldar ,en þar notaður gamail annáll, sem nær til 1313, segir meðal anmars: „Hann (þ.e. Snorri) samsetti Eddu og margar aðrar fræðibæk- ur, íslenzkar sögur.“ Dr. Sigurður Nordal telur í for- móla að Egils sögu, að þetta, „ís- Jenzkar sögur“, sé einsætt að skilja sem íslendingasögur. Þá ætla ég að lokum að bæta við tveim ættartölum úr Njálu: „Þorgrimur hét faðir Snorra goða og var sónur Þorsteins þorska þíts, Þórólfssonar Mostrarskeggs, Örnólfssonar fiskreka. En Ari hinn fróði segir hann vera son Þorgils reyðarsíðu.“ - Hér er verið að, leiðrétta hjá Ara fróða ættartölu. Það eru Sturl ungar, .seni eru að leiðrétta sína eigin ættartölu, enda sé ég ekki, að nokkur maður á 13. öld hefði vogað að rengja Ara fróða, nema þá Snorri og Sturla Þórðarson. Um Guðmund rika segir, að frá honum er komið allt mesta stór- menni á landinu, Oddaverjar og Sturlungar og Hvammverja. Neð- anmáls í Njálu, útgáfu Fornrita- félagsins, er sagt: „Hvammverjar munu vera syn- ir Þorsteins Jónssonar í Hvammi í Vatnsdal.“ Þetta er tóm vitleysa. Hvamm- verjar í Vatnsdal hafa aldrei ver- ið til, eða ætt svo kennd, enda væri þeirra getið í Sturlungu, ef til hefðu verið. Það er þrisvar get- ið um Hvammverja í Sturlungu og alltaf eru það Hvammverjar í Dölum vestur, Sturla og Sveinn sonur hans. Hvammverjar og Sturl ungar eru því sama ættin, niðjar Hvamms-Sturlu, Sveinn og Sturlu- synir meira að segja hálfbræður. Hefði nú nokkrum lifandi mann'i á Sturlungaöld dottið i hug að fara að greina þetta í tvær ættir, nema Sturlungum sjálfum? Á blaðsíðu 69—70 í Brennu- Njálssögu, fornritaútgáfunni, stendur þessi setning, og kemur vægast sagt eins og skollinn úr sauðarleggnum: „Frá Valgarði gráa er kominn Kolbeinn ungi.“ En hann var tengdasonur Snor i Sturlusonar, og þarna er rétt íýst glettni Snorra að geta þess, að hann er kominn af Val- garði. Það mátti svo sem búast við öllu af þessum manni eftir ætt- erninu að dæma. Hér skal nú staðar numið, þó að margt fleira mætti til tína, sem bendir í sömu.átt. Ég hef varazt að taka nokkuð annað en stað- reyndir. Auðvitað er hvert atriði fyrir sig aðeins líkur, en þegar svo margar líkur hníga allar að einum ósi, þá mætti vægast sagt telja það hlálega tilviljun, ef þær væru markleysa ein. Ég skora nú á sagnfræðingana að leiðrétta, þar sem þeir vita bet- ur, og koma þá með eitthvað senni legra í staðinn. I , f. jpttf S>«- r«rs'« tk i í * ð jír v rw }r j>rf 'or \ n » . H.vf A -t, mt.ni ,t, m* li* Ajptt1* n j: ,•< U <t < < r jtui trmme :i ULu.*«zI* uii Í*baÍ Þefía er hluti af skinnblaði úr Egils sögu, og er senniiegt, aS þaS sé jafnvel frá miBblki þrettándu aldar. TÍMINNr- SUNNUDAGSBLAÐ 833

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.