Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Blaðsíða 18
MiSgarSur — gamla prestsetriS í Grímsey. Ljósmynd: Páll Jónsson. Jón Sigurðsson í Yztafelli: Þættir lír Grímsey II. Eiríks saga Friðbjarnarsonar Eiríkur fæddist á Kaðalstöð- um í Fjörðum 13. marz 1904. Ekk- ert veit hann um ætt sína, nema að faðir hans hét Friðbjörn Jóns- son og bjó þá á hluta af Kaðal- stöðum. Móðir hans hét Rristjana Guðmumdsdóttir og var vinnukona hjá Friðbirni. Friðbjörn var giftur Rósu Sig- urbjarnardóttur. Árni Magnússon í Rauðuskriðu tók hana munaðar- lausa í fóstur. Ámi var talinn ann- ar ríkasti bóndi í Þingeyjarsýslu og var barnlaus, en tók fjölda- mörg fósturbörn og skipti arfi á milli þeirra, og hlaut Rósa nokkra fjármuni. En alla daga voru þau hjón, Rósa og Friðbjörn, bláfátæk og á sífelldum hrakningi milli jarða og jarðarhorna við hina mestu ómegð. Vinnukonubamið var þvi fullkomlega óvelkom- ið vandræðabam. Friðbjörn átti bróður, sem Ei- ríkur hét og bjó allgóðu búi í Grenivík í Grímsey. Það varð fanga ráð Friðibjamar áð skíra drengimn Eirík og gefa hann bróður sínum. Þegar drengurinn var þriggja mán- aða gamall, var hanm fluttur í fóstrið út í eyju. Eftir það sá hann aldrei föður sinn og ekki móður sína fynr en hún var orðin fiör- gömul og dvaldi á elliheimilinu í Skjaldarvík. Eiríkur Jónsson í Grenivik var talinn ágætur sjómaður. Hann var giftur og átti fjögur börn á unga aldri. En hans naut ekki lengi við. Þess getur í Sigmundar- þætti í síðasta blaði að ,oft gat hvesst og brimað svo skyndilega á Grímseyjarlegu, að ófært var að komast í land. Svo bar til, semnilega vorið 1907, að stór bátur frá Húsavík lá á legunni og voru nokkrir Grímsey- ingar frammi, þegar skyndilega hvessti og brimaði svo, að ófært var að koma heimamönnum í larnd og engin björg fyrir Húsa- víkurbátinn, nema að halda undan veðrinu í átt til meginlamdsins upp á von og óvon. Eiríki í Grenivík var bezt treyst til stjórnar, og sett- ist hanm við stýri. Skjótlega kom ölduhmútur, sem gekk yfir bátinn, reif og kastáði Eiríki frá stýri og á varmimg nokkurn og meiddi hann svo, að hanm varð ósjálfbjarga. Þá tók Ifalldór Einarsgon við stjórn á bátnum, formaður hams frá Húsa- vík. Mörg ólög-gerði fleiri og gaf svo á, að varla hafðist undan að ausa. Sumum bátsverjum féllst hugur, og einhverjum varð að orði, að þessi austur væri vonlaus, þeir væru áð farast. Þar vajj á skipi 834 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.