Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1968, Síða 13
HaKberg Hallmundsson:
Sæmundar-Edda
við sjöttu breiðgötu
Það va,r eirm dag sumarið 1963,
að síminn í storifstofunni hringdi.
Harry Zam, prófarkalesari, sem
um þær mundir dei'ldi með mér
stofunni, tók upp tólið.
„Það er til þín, Hallberg," sagði
hann.
Ég ýtti frá mér yfirlitskorti yfir
efnahagslíf Síberíu, sem ég hafði
verið að grandskoða, og tók við
svörtum tölungnum.
„Hal:tó!“
„Mr. Halimundsson?“ heyrði ég
þægilega karlmannsrödd í eyra
mór.
„Já, þetta er hann,“ sagði ég.
„Ég hringdi fyrst í Amerísk-
skandinavísku stofnunina, og þeir
vísuðu mér á yður,“ sagði röddin.
„Mér var sagt, að þér væruð einn
af örfáum hér í New York, sem
mundi geta kenn-t mér íslenzku."
„Ja-á,“ sagði ég og dró ofurlítið
við mig svarið, því að ég var að
velta því fyrir mór, hvers konar
fábjáni þetta væri nú. Reynsla mín
var sú, að þeir, sem fengu þá
flugu í höfuðið að vilja læra næst-
um útdautt geirfuglamál, væru ann
að hvort séní eða idjótar, en töl-
fræðilegar Mkur þess að hitta á
einhvern úr fyrrí hópnum nálguð-
ust núll.
„Ja-á,“ hélt ég áfram í tólið, „ég
veit ekki almennilega. Ég vin-n full-
an vinnudag hér á skrifsto-funni,
og svo hef ég eins og stendur ein-n
nemanda við íslenzkunám. En é-g
býst við ég ge-ti samt bætt yður við
ef yður er það kappsm-ál.“
,‘Já, mér er það,“ svaraði rödd-
in. „Ég hef ver-ið að lesa dálítið
upp -á síðkastið í Sæmundar-Eddu
í enskri þýðingu, auðvitað, og ég er
— — En leyfið mér an-nars að
ky-nna mig. Ég er skáld —“
„Já, komið þér sælir, Mr. Skáld,“
siagði ég glottandi og gaf Harry um
leið bendin-gu um, að það y-æri vit-
laus maður í simanum. Ég h-afði
í skyndingu lagt sarnan tvo og tvo.
Fyrst viildi miaðurinn læra íslenzku
— og það út af fyri-r sig var nokk-
ur vísbending um andlega heilsu
hans — og svo kynnti hann sig
sem skáld, áður en hann hafði fyr-
ir því að segja til n-afns. Útkoman
var sú, að mannauminginn væri
áreiðanlega geðbilaður.
„ — og ég e.r afa-r hrifinn af
Sæmundar-Eddu,“ hélt röddin -á
fram og lézt ekki hafa heyrt dóna-
lega kaldhæðnina í kveðju minni.
„Hún hefur tekið hu-g minn allan.
Ég l^eiti Louis Hardin.“
„Já, komið þér sælir aftur, Mr.
Hardin.“
„Komið þér sælir. Ég skal segja
yður, að það er svo ma-rgt, sem
ég skil ekki rétt vel í þessari þýð-
ingu, sem ég hef undir höndum —
svo margt, sem ég þyrfti að spyrja
um. Og mig langar til að læra
málið, svo að ég geti lesið Eddu
á frummálinu. Kannski gæti ég
þýtt eitthvað ú-r henni seinna
meir.“
„Það er ekki n-ema sjálfsa-gt, Mr.
Hardin, að ég taki yður í tíma,“
sagði ég, því að ég hugsaði sem
svo, að þótt maðurinn væri geggj-
áður, þá væri hann varla hættu-
legur umhverfi sínu. Skáld eru það
sjaldnast, jafnvel stórskálld eru yfi-r
leitt meiinleysisiskepnur. Þar að
Hallberg Hallmundsson, sem búsettur
hefur veri3 í New York allmörg ár,
sendi SunnudagsblaSinu þennan
skemmtilega þátt á dögunum. Moondog
sá, sem þar segir frá, er hreint ekki
öl-lum ókunnur hérlendis — nær sanni
mun, a3 furSumargir kannist eifthvaS
viS hann.
au-ki voru alltaf not fyrir ofurlitl-
ar aukatekjur.
„Ég verð að visu að vara yður
við, að íslenzka er afairstrembið
mál að læra, og það getur liðið á
löngu áður en þér verði-r fullfær
um að lesa Eddukvæðin — hvað
þá að þýða þau En ég ætti að geta
komið yður eitthvað áleiðis“
„Mé-r þættj ifarvænt um það“
sagði skáldið. „Ég hef alltaf haft
gama-n af goðafræði, og skanínav-
isku goðasagnirnar eru bl-átt áfram
hrífandi. Ég er búinn að skrifa nið-
ur talsvert af spurningum, sem þér
getið ef til vill gefið mér svör við.
Ég hef líka hripað niður ósköpin
öll af goða- og persónunöfnum,
sem ég þarf að læra framburð á.
Ég vona, að það sé allt í lagi“
„Mikil ósköp, já“, sagði ég. „Það -
er að vísu margt i norrænni goða-
fræði, sem ég veit takmörkuð skil
á, en það lítið það er, skal ég fús-
léga deila með yður“.
„Hvað takið þér um tímann?“
spurði Hardi-n.
„Sex dollara", sagði ég. „Ég
vona, að yður þyki það ekki ósann-
gjarnt. Hvar búið þór?“ flýtti ég
mér svo að bæta við. Hvort sem'
hann var hættulegur eða ekki,
kærði ég mig ekki um að fá geð-
bilaðan ókunnugan, mann inn a
mitt eigið heimili. Það eru alls
kona-r f-uglar í New York eins og
annars staðar, sem betra er að
halda í hæfilegri fjarlægð.
„Á fertugasta og fjórða stræti
rétt við hornið á Sjöttu breiðgötu
vestan megin. Það er lítið hótel,
sem heitir. . .“ Hann nefndi eitt-
hvert nafn, sem ég man ekki leng-
ur. „Og sex doliarar er mjög sann-
gjarnt1,.
T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ
949