Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1968, Qupperneq 19
Vísnaspjall Gamh
Ein syndin býðnr annarri heim,
segir máltækið. En ég segi: Ein
vísan býðnr annarri beim. Nýjasta
dæmi: Daginn eftir að þátturinn
með vísum Þorsteins birtist, hitti
ég þrjá kunningja inni í búð, þar
sem stundum er talað um bækur
og vísur. Gau'kaði einn þeirra að
mé,r þessari vísu, sem hann sór að
væri eftir Þorstein Erlingsson, ort
til Hannesar Þorsteinsisonar, eftir
biaðadeilur þeiirra aiimikiar:
Viljirðu fljúgast oftar á, •
ættirðu að bæta fötin.
Það er engum yndi að sjá
á þér bannsett götin.
Roskin kunningjakona mín, sem
þarna var stödd, tók heldur betur
við sér, þegar talað var um rifin
föt og hafði yfir þessa vísu, og
sagði þetta vera tástagaða, sam-
yrta ferskeytlu, en til skáldaleyfis
gripið:
Komið er gat á kjólinn minn.
Kalla ég stórum, stórum,
Mður tíminn, iof mér inn,
ljú'ktu upp, Þórunn, Þórunn.
Þegar upplýstist, að höfundur-
inn væri Jón frá Bægisá, fannst
okkur alveg sjálfsagt, að honum
hefði verið veitt þessi Mtla bón
Sá þriðji, sem hafði staðið á-
lengdar og glott út í það verra,
dró úr pússi sínu blað með vísu,
sem hann sagði, að væri ferskeytt,
frumsniðhendu- og rímsneidd, síð-
frumaðalhent, táskeytt og t.á-,
sneidd:
Silfurkálfur gengur um gólf
'grínir og horfir í torfið,
hálfur álfur heldur um kólf,
hörfar að tarf með orfið.
Já, þarna hafið þið það: 11 f í
ednni vísu. En samúð okkar sner-
ist að aumingja hálfa álfinum, sem
U----------------—--------—-----
8. þáttur
okkur fannst mundi eiga í tvisýn-
um leik við tarfinn Hættum svo
bannsettum spéskap.
Ekki er ofsögum sagt af þvi, að
erfitt gat verið að ferðast á ís-
landi meðan brýr voru fáar. Þeg-
ar heitt var í veðri og leysing til
fjalla þurfti oft að liggja lengi við
árnar og bíða eftir að úr þeim
drægi. En Guðmundur Frímann
veit, að það dugði ekki ávallt til:
Þér torfært varð margt von-
arskarð,
hjá vaði á margri svartá
beiðstu.
Að úr þeim dragi aidrei varð,
og ógæfuna í taglhvarf reiðstu.
Ekki leizt Tryggva Emilssyni al-
veg nógu vel á veðurútlit, þegar
þessi staka fæddist:
Hljóðnar unn við yztu hvel,
en þó kunni að hlána,
kembir sunna kólguþel
kringum þunnan mána.
Um fleiri geisla en þann, sem
Tryggvi lýsir í næstu vísum, er
víst svipaða sögu að segja — því
miður:
Skýjaþykkni skyggir á,
að skíni sól á hnjúkinn.
Þó var áða-n geisM að gá \
gegnum rósadúkinn.
En þannig er um þennan yl,
þegar hann hlær sem kátast
og þykist vera að þrífa til,
þá er hann bara að látast.
Margur hefuir orðið að sætta sig
við enn þá minni auðlegð en þá,
em Guðmundur Geirdal talar um:
Enginn gafst mér auðurinn
utan vonarskíma.
Hef um sérhvern málsverð minn
mátt við lífið glíma.
Ef til vill er það þessi glíma,
sem gert hefur Geirdal sikyggnan:
Æskuharma fingraför,
fjöld af tárarúnum,
blasa við mér eins og ör
undir sumra brúnum.
Ekki treysti ég mér til að gefa
Guðmundi Frímann neitt svar við
spurningu hans, en kannski þið
getið það:
Hví vekja oss ávallt angur
mest
þau æskuglöp, sé horft til
baka,
sem mundurn vér, ef fengj-
um frest,
þó fram í dauðann endurtaka?
Aftur á móti tek ég undir með
Guðmundi Geirdal, já — af öllu
hjarta, þegar hann segir:
Oft ég hryggur hugsa um það
— hætti því að skrifa —
hvað ég ber mig öfugt að
íþróttinni — að lifa.
Þegar þetta er skrifað er ágæt-
is tíð og hlýindi til sveita. En þeg-
ar þið lesið þetta, gæti þessi vísa
átt betur við:
Fölnar bali, fjall og grund,
fækka salir rósa,
haustsins svala mjallarmund
málar daíi Ijósa.
Þótt eitthvað harðni á dalnum
eigum við sarnt ekki eftir að lifa
þetta, sem Sigurður Einarsson lýs-
ir:
Þá var bágt um bjargarráð
brotlegum og svöngum.
Köld og handstutt kóngsins náð,
þótt kallað væri löngum.
Ég var að lofa að hafa ekki
meiri spéskap í frammi. Þó get ég
ekki stUlt mig um að enda svona:
Nú er búið að negla pott,
nú er fast við eyra,
nú er þetta nógu gott.
Nú ég kveð ei meira.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAF
955