Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Síða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Síða 6
en hið unga og lífsglaða telji ekk- ert að veðri. Ekki kvaðst ég fara frá heimilinu, þegar húsbóndinn væri ekki heima Ég vildi alls ekki skilja konuna eina eftir með tvö gamalmenni og börnin. Með þáð kvaddi Oddur og fór. Um hádegi var aðeini betra veð- ur. Veit ég ekki fyri en Oddur er kominn aftur. Kemur hann með þau skilaboð, að foreldrar og hús- bændur uoga fólksins í dalnum hafi leyft því að iara með því skil- yrði, að Páll á Eyvindarstöðum fari með og við hlýðum honum í einu og öllu. Hann átti að vera fararstjórLnn. Euki gaf ég Oddi neitt vilyrði um, að ég færi. Sagð- ist hann eiga eftir að fara suður og upp að Þormóðsstöðum, og þeg- ar hann kæmi p.tðan, gæti hann sagt betur, hvað í ráði væri. Ég reyndi að telja Oddi trú um, að hann yrði uppgetinn á pessum hlaupum og gæti svo ekkert skemmti sér, þegar hann kæmi á samkomustaðinn. Oddur bara hló og hoppaði heldur léttur á sér, sneri sér við og sagði: „Þér mun snúast hugur, þegar þú fréttir, að Þormóðsstaðaheimasæturnar fara á ballið“. Lengri orðask'pti urðu ekki milli okkar. Ég hélt áíram við úti- verkin. Veðrið fór frekar batn- andi. Klukkan sex var ég klár með útiverkin. Stóð það heima, að þeg- ár ég kom frá gegningunum, kom Oddur í þriðja sinn með þær frétt- ir, að allir ætluðu að fara og Páll yrði fararstjórinn. Húsmóðir mín vildi endilega, að ég færi, svo að ég sló til og fór dð búa mig. Allir áttu að koma sarran á tiLteknum tíma á Eyvinda'-stöðum, samtals fjórtán manns. Klukkan hálf átta var lagt af stað Fólkið paraði sig saman, piltarnir leiddu stúlkurnar og nú skreið a/lur hópurinn af stað. Fænð var sæmilegt, dálítið hált, svelibúnkar víða og hjarn á milli og aus snjór þar ofan á, en ekki til trafala. * Þegar .Komið er norður fyrir beitarhúsin á Eyvindarstöðum, eru þar tvö gil. sem heita Selgil. Er annað gilið mjög djúpt og oft illt yfirferðai um hávetur vegna snjó- hengju, er sezt í norðurbarminn, en kemur þó oft iyrir í snjóþung- um vetrum. að gil'ð fyllist. Nú var ekki svo. Urðum við því að spora okkur upp barminn að norðan og leiða stúlkurnar í sporaslóð þar upp, þar tii að allir voru komnir heilir þar upp Næsti áfangi var að komast yfir svell, sem lá frá Hríshólsmýrinni alla leið niður í Núpárgil. Forstjórinn, Páll Pálsson, óskaði et'tir því, að við færum vestur fyrir bunkann, sem var ekki stór krókur á leiðinni, en mitt í þessari ráðagerð sjáum við, að Júlíus Jóhannesson og Brynjólfur Sveinsson eru farnir af stað með dömur sínar, dans- andi og syngjandi. og segja, að þetta sé ágætt. Var þá ekki beðið boðanna. Þegar við erum komin norður yfír svellbreiðuna, þá sjá- um við, að Pál vantar, fórum við því tveir suður yfir bunkann til að sækja Pál. Höfðum við mikið gaman að því, að þetta var mað- urinn, sem átti að stjórna hjörð- inni. Þegar við komum norður fyrir Sölvahlíð, tókum við beina stefnu á Skinnb'ókarlág. Hún er nokkúð sunnar en vegurinn yfir hálsinn. Það var komið bezta veður, logn og heiðríkja. Þegar kom vestur á hálsbrúnina, fór heldur að lifna yfir unga fólkinu. Nú fór það að sjá fram í fjö-ðinn. jafnvel sam- komustaðinn. Niður hálsinn gekk á ýmsu. Fóru menn þá áð taka sporið, þegar hallaði undan fæti, áðrir vöidu hjarnfannirnar, en sumir þóttust öruggir að þræða melana. Var því mikið um hróp og köll á milli fólksins, enda höfðu fjósakonur á Hleiðargarði haldið, að danssamkoman væri flutt norð- ur á Hrísamela, ug hafði ein ósk- að þess, að hún væri komin í soll- inn. Eftir þetta bar fátt til tíðinda. Menn þrömmúðu, sem leið lá fram með bæjum eftir rennisléttum Hólagrundum yfir ána undan Jór- unnarstöðum. Þegar við kom- um fram eftir, var dansinn ekki byrjaður. Var mér sagt, að annar ballstjóriun hefði verið búinn að leggjá sig út af. En pó dansinn væri ekki byrjaðir’, var skemmtun in byrjuð. Inni í stofu var glymj- andi söngar. Voru þarna tvær stof- ur samliggjandi og var dansað í annarri, en sungið og spjallað í hinni. Daniel Damelsson var söng- stjóri. Sérstaklega tók ég eftir ein- um manni, sem mér fannst skara fram úr i fyrstu rödd Þáð var Pálmi Þórðarson frá Tjörnum, þá um fermingu. Hann hafði afar- skær og mikil hljoð, en ekki kom- inn í mútur, Alla nóttina var sung- ið undir stjórn Daníels. Hann var organisti í Hólabrkju og mjög sönghneigaur. Yngra fólkið var við dansinn. Lítið eða ekkert uppi- hald var á meðan kaffið var drukkið. Fjörið, 'éttleikinn og á- hugmn á dansinum var svo mikil. Hljóðfærið var einsett har- mónika. Allir voru kófsveittir, sumir komnir úr treyjunni og dönsuðu snöggklæddn. Þá var líf og fjör, og þá þurfti ekki hljóm- syeit eða vín til að fjörga fólkið. Ég man ekki eftir, að þarna væri vín á ferðinni og allra sízt hjá yngri kynslóðinni Klukkan sex um morguninn var mest fjör í dansinum. Þá þurftum við Ólafur, bróðir minr. að kveðja alla glaðværðina, pví áð við áttum að vera komnir heim klukkan átta til okkar verka. Hitt fólkið ætlaði að skemmta sér lengur og heilsa upp á kunningja sína á bæjunum daginn eftir og e1 til vill fá sér svolítinn dúr til að jafna sig. En þegar við erum að kveðja, kem- ur það eins og þriima yfir okkur, að Oddur Tómasson vill fara með okkur.' Nðitum við þvi alveg, því að við ætluðum að vera fljótir í ferðum. En það var ógerningur að koma vitinu fyrir hann Við gáf- um því eftir, en sögðum honum jafnframt, að við mundum hlaupa við fót a!la leiðina. Oddur hélt hann fylgdi okku'- eftir og bjó sig í snatri. Klukkan var að verða sjö, þegar við lögðum upp frá Jórunn- arstöðum. Við settum á sprett strax úr h'aðinu, þegar við vorum búnir að kveðja dansstjórana og alla samkomugestma Þegar við komum út að Hólum hægðum við dálítið ferðina, en hlupum við fót út allar Hólagrundir — stigum aldrei hægt spor. Þegar við vor- um komnir út ið Æsustaðagerði, nú Grænuhlíð, tókum við beina stefnu út og austur frá bænum stytztu leið yfir Núpufellshálsinn. Þurftum við því nokkuð að sækja í brekkuna o.g mæddumst fljótt og dróst Oddur aftur úr. Þegar við komum upp á háhálsinn, var Odd- ur orðin dálítið á eftir en við biðum eftir honum. Þegar hann kom, sá óg strax að eitthvað var að. Eg sá, að hann var dálítið íöl- ur í framan, en þó stóðu svita- dropar á enninu Ég spurði hann hvort hann væri veikur. „Nei, ég er vel frískur, en ég 14 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.