Tíminn Sunnudagsblað - 19.01.1969, Blaðsíða 6
mórberjatré og ræktaði silkiorma,
yrði hagnaðurinn hundrað og
fimmtíu dalir á ári, ef markaður-
inn brygðist efcki. En þó að þeim
veitti ekki af skildingunum, hraus
Ósúmí hugur við því, ef nú ætti
að leggja á hana meiri vinnu. Silfci-
ormarækt var tímafrek, og hún
hafði hvorki þrek né þol til þess
að leggja þair sitt að mörkum.
Loks gat hún ekki á sér setið leng-
ur og fór að malda í móinn.
„Það er efcki af því, að ég vilji
Ihlífa mér, Ótamí“, sagði hún. „En
það er nú enginn karlamaður á
þessu heimili, nema rellandi dreng
urinn, sem þarf að vaka yfir. Ég
rís varla undir því, sem á mér
hvílir. Mér finnst þetta hrein fjar-
stæða. Hvernig ætli ég gæti hugs-
að um silkiorma? Leggðu það efcki
á mig — þú verZ&c þó að gæta að
því, hvaða garmur ég er orðin“.
Ótamí gat ekki fengið af sér að
fara sínu fram, þegar hún sá, hve
raunamædd tengdamóðir hennar
varð. Hún hætti við silkiormarækt
ina, en viidi ekki láta af þvi að
gróðursetja mórberjatré við skurð
inn.
„Það bitnar ekki á þér. Hór
fcemur enginn á akur nema ég“,
sagði hún einbeittlega og renndi
um leið augunum til tengdamóður
sinnar.
Þetta varð til þess, að Ósúmi fór
ó ný að hugsa um að fá einhverja
fyrirvinnu á heimilið. Upphaflega
hafði það verið þyngst á metunum,
að hún kveið bágri afkomu og mis-
jöfnum dómum fólks, sem kunni
því illa, að tvær konur hokruðu
fcarlmannslausar á jarðarskika. Nú
gefck henni það mest til að losna
við heimilisverkin, sem orðin voru
orðin henni um megn. Að þessu
sinni fannst henni því enn meira
við liggja, að Ótamí giftist sem
fyrst.
Ósúmí herti upp hugann um það
hi'l, er mandaríntré voru blómguð.
Þetta var að kvöldlagi, og Ósúmi
sat með sauma sína við olíulamp-
ann. Hún rafc undir sig höfuðið,
svo að hún gæti litið til tengda-
dóttur sinnar yfir gleraugun, sem
hún notaði við saumasfcapinn á
kvöldin.
„Ertu nú farin að tala um þessa
giftingu aftur“ sagði Ótamí, sem
sat með krosslagða fætur á gól'finu
og tuggði saltaðar baunir. „Ég er
efcki í neinum giftingarhiug“.
Áður hefði þetta sennilega nægt
til þess, að Ósúmí felidi talið.
„Þú ættir þó ekki að taka svo
þvert fyrir það nú“, sagði gamla
konan, sem hafði einsett sér að
reyna til þrautar að tala um fytrk
Ótamí þetta kvöld. „Á morgun á
að jarða Míjashíta, og það kemur
á okkur að taka honum gröf-
ina. Það er bágt að hafa ekki karl-
mann á að skipa, þegar þannig
stendur á“.
„Settu það efcki fyrir þig. Ætli
ég geti ekki mokað upp úr einni
grö'f?“
„Kemur efcki til mála. Þú ert
kvenmaður — það væri óheyrt“.
Ósúmí ætlaði að reka upp hlát-
ur, en þegar henni varð litið fram-
an í Ótamí, ieizt henni efcfci á svip-
inn á henni.
„Þú vilt fara að setjast í heig-
an stein, góða mín“, sagði Ótamí
og spennti greipar um knén á sér,
vitandi það, að hér var komið við
kviku.
„O-nei, Ótamí — því ætli ég
vilji það. . .“
ðsúmí hafði verið slegin út af
laginu, og hún reif af sér gleraug-
un án þess að vita, hvers vegna
hún gerði það.
„Þú manst kannski, hvað þú
sagðir, þegar fáðir Hírós dó?“ hélt
Ótamí áfram. „Þú sagðir, að það
væri misgerð við forfeðurna, ef
jörðinni yrði skipt“.
„Nú — jæja. Ég kann að hafa
tekið svo til orða. En við verðum
áð horfast í augu við það, sem
okfcur ber að höndum. Enginn
kemst hjá því“.
Enn reyndi Ósúmí að telja um
fyrir Ótamá. En rök hennar voru
veil og hikandi, og hún fann það
sjálf. Hún gat ekfci ymprað á því,
sem henni var þó ríkast í huga:
Löngun sinni til þess að eiga kyrr-
látari daga en henni hafði auðnazt
fram að þessu.
Ótamí, sem nú hafði komizt að
raun um, hvað klukkan sló, stakk
upp í sig meiri baunum.
„Svona getur þú tálað, sem sjálf
sagt deyrð á undan mér“, sagði
hún, tannhvöss að eðlisfari. „Ég
stend í þeim sporum, að ég get
ekki hlaupizt frá ábyrgðinni. Ég
hef ekki hafnað giftingu af tómu
stærilæti. Ég finn það oft á kvöld-
in, þegar ég get ekki sofnað fyrir
þreytuverkjum í sfcrokknum, að
þessi þrái er mér dýr. Ég held mig
samt við þetta vegna Hírós og ofck-
ar allra“.
Ósúmí leit agndofa á Ótamí. Allt
1 einu rann það upp fyrir henni,
hverju hún stóð andspænis: Milli
þeirra varð efcki friður saminn
fyrr en hún lokaði gömlu augun-
um sínum í síðasta sinn. Þegar
tengdadóttir hennar þagnaði, lét
hún aftur á sig gleraugun.
„En Ótamí“, sagði hún svo til
þess að sló botninn 1 þetta, lífct og
hún væri að tala við jálfa sig.
„Við sjáum ekki alltaf fyrir, hvað
lífið ber í skauti sínu. Hugsaðu um
það. Meira ætla ég ekki að tala
um þetta“.
Tuttugu mínútum síðar gekk
hópur unglinga úr þorpinu fram
hjá húsinu, syngjandi hánri
raustu:
Karlmannslaus er ekkjan með
orf og beittan ljá
á enginu í skóginum og hamast
við að s'lá.
Þegar söngurinn dó út í fjarska,
leit Ósúmí aftur til tengdadóttur
sinnar yfir gleraugun. Ótamí, sem
var hinu megin við lampann,
teygði frá sér fætuma og tuggði
baunir í ákafa.
„Nú fer ég að hátta“ tautaði
hún. „Ég verð að fara snemma á
fætur í fyrramálið11.
Að svo mæltu þreif hún hand-
fylli sína af baunum og reis upp.
Hún var þreytuleg að sjá, þarna
við eldstóna.
ósúmd bar ok sitt þögul næstu
þrjú eða fjögur árin. Hlutskipti
hennar var viðldkt ævi gamals
hests, sem beitt er fyrir æki með
öðrum mik'lu yngri. Ótamí hlífði
sér ekki við erfiðinu fremur en
fyrri daginn, iðin sem bý á akrin-
um. Ókunnugir urðu ekki annars
varir en Ósúmí sinnti heimilisveirk
unum með sömu ánægju og áður.
í rauninni lifði hún í sífedldum
beyg við ósýnilega svipu, sem yfir
henni vofði, og það bar oft við,
að Ótamí, dugnaðarforkurinn,
setti ofan í við hana eða atyrti
hana, þótt með óbeinum orðum
væri. Stundum láðist henni að
hita baðvatn, og stundum gleymdi
hún að láta út kýrnar eða snúa hrds
grjónunum, er breidd höfðu ver-
ið til þerris. En hún beygði sig und
ir okið og svaraði aldrei fyrir sig.
í fyrsta lagi hafði lund hennar ver
ið tamin til undirgefni, og í öðru
lagi vildi hún allt á sig leggja
vegna sonarsonar sdns, Hírós, sem
var miklu hæodari að henni en
móður sinni.
Það var raunar ekkert kynlegt,
38
T t H I N N - SUNNUDAGSBLAÐ