Tíminn Sunnudagsblað - 19.01.1969, Side 7

Tíminn Sunnudagsblað - 19.01.1969, Side 7
þótt öðru fóliki sýndist ósúmí sem og hún hafði áður verið. Ef eln- Ihver íbreytinig hafðl orðið á hennl, þá var það helzt, að hún hrósaði ekfci tengdadótbur sinni eins og hún hafði áður gert. En slíkum smámunum veitti utantbæjarfólk ekki teljandi atfaygli. Grannkona hennar gamla, sem átti heima í næsta húsi, s'a að minnsta kosti ekki annað en hún væri enn sama blessuð dyggðamanneskjan og hún hafði ætíð reynzt. Um hádegisbil einn sunnudag, þegar brennheitir geisilar sólarinn- ar steyptust eins og logasíur yfir jörðina, stóðu þær á tali í skugg- anum undir vínviðargrindunum framan við fjósið. Grannkonan reykti í ákafa sígarettustubba, sem hún 'tíndi saman eftir son sinn. „Ja, þó það nú væri: Þarna stend ur Ótamí í slægjunni“, sagði hún ig púaði frá sér reyknum. „Hún er líka ung og þarf ekki að-kvarta yfir erfiðinu". „Mér hefur nú alltaf fundizt, að heimilisverk eigi bezt við kven- fólk“, svaraði Ótamí. „Æ-nei. Ég held, að það jafnist ekkert á við bústörfin. Aldrei hef- ur hún tengdadóttir mín ómakað sig stund úr degi að lú þessi sjö ár, sem hún hefur verið gift, hvað þá hún ha*fi gert handarvik á akri. Hún er allar stundir að þvo fötin krakkanna og sauma eitthvað á sjálfa sig“. „Ég held þú þurfir ekki að lasfa það, þó að hún þrífi börnin og vilji vera vel til fara. Það er hverri konu sómi“. „Það er svona, unga fólkið nú á dögum — vill ekki á akur koma. . . En hvað er þetta, góða mín? Hvers konar dómsdags læti eru þetta?“ „Þetta? Æ — það eru kýrnar að baula“ „Nú — kýrnar að baula? Jæja. Því þykir þreytandi að fást við ill- gresið, unga fó'lkinu — áð bogra svona allan daginn með brennandi sólskinið á bakinu“, sagði grann- •'konan og vildi halda sig við efnið. Þannig mösuðu gömlu konurnar oft, gagnkunnugar eftir langa sam- búð og höfðu jafnan reyrit hvor aðra áð tryggð og vináttu. Meira en átta árum eftir dauða Nítarós annaðist Ótamí búskapinn enn án nokkurrar hjálpar. Smám saman hafði hróður hennar vaxið í þorpinu, og nú var hún orðin nafnkunn í sveitunum í grennd- inni. í auigum þorpsbúa var hún ekld lengur uug ekkja, sem lagði nótt við dag og unoi sér varla hvíldar nokkira stund. Þaðan af síður kom tll m'áila, að unga fólkið gæti litið á hana sem einhvers 'kon- ar heimasætu. Hún var orðin mý fyrirmynd atorkusamra kvenna að elju og trúmennsku. Þess kon- ár hrósyrði hafði hveir upp eftir öðrum. Og Ósúmí trúði engum fyr- ir hugsunum sínum, og aldrei lét hún brydda á því, hve bágt hún átti. Það forðaðist hún. í leynum hjartans hafði hún falið sig al- mættinu á vald, þótt hugmyndir hennar um guðlega forsjón væri harla óljósar. En nú var trú henn- ar á almættið rokin út í veður og vind, og hin eina og síðasta von hennar var sonarsonurinn, hann Híró litli. Hann var nú orðinn tólf ára gamall, og hann umvafði hún ástúð sinni og umhyggju. En stund um 'lá þó við, að þessi síðasta von bennar fölnaði líka. Einu sinni var það á fögrum haustdegi, að Híró kom hlaupandi heim úr skólanum með bækur sín- ar í höndunum. Honum var venju fremur mikið niðri fyrir. Ósúmí sat fyrir framan peningshúsin og klauf persimjur, sem átti að þurrka, enn fim að beita hníf sín- um. Hann stökk fimiega yfir hrúgu af hirsikorni, sem gamla konan var að viðra, nam snögglega staðar og lyfti glaðlega hendinni í kveðju- skyini. „Amma“, hrópaði hann ákafur. „Er mamma mikil kona?“ „Hvað segirðu?“ Höndin, sem hélt um hnífinn, staðnæmdist, og hún starði agn- dofa á sonarson sinn. „Kennarinn okkar sagði það í siðfræðitímanum, að hún væri mesta konan hér um slóðir“. „Jæja. Kennarinn? Hver þeirra?“ Hún vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. „Eru nú skólakenn ararnir farnir að skrökva svona að drengnum mínum?“ Fátt hefði getað komið jafnflatt á hana og þetta. En það var aðeins andartak, að hún sat svona agn- dofa. Svo greip hana ofsaleg reiði, og það var eins og berserksgang- ur rynni á hana: „Þetta er lygi, svívirðileg lygi. Mamma þin snertir ekki á veriki nema undir berum himni, þar sem aðrir sjá til hennar, og þess vegna heldur fólk, að hún eigi engan sinn jafnoka. En hún er vond kona. Hún kúgar ömmu þína“. Híró mændi skelfdur á ömmu sína. Andlit hennar var orðið blý- igrátt af heift. En svo komu ný geðbrigði, og augun hennar fyllt- ust tárum. „Og nú ert það þú einn, sem ert mér einhvers virði. Gleymdu því 'aldrei. Á endanum verður þú seytj án ára, og þá færðu þér undir eins konu, svo að amma þín þurfi ekki að mæðast lengar við það, sem henni er um megn. Mömmu þinni finnst auðvitað ekkert liggja á. öún segir þér, nð þú skulir ekki fá þér konu fyrr en þú hefur lok- ið herþjónustu. En hvernig ætti ég að ge'ta þraukað svo lengi? Mundu þetta. Vertu ömmu þinni góður o-g hugul'samur og taktu upp merki pabba þíns, og þá skal ég alltaf vera þér góð. —Þú skalt eignast þetta allt“, sagði hún að lokum með mikiUi áherzlu. „Ætlarðu að gefa mér þessar persimjur, þegar þær eru signar?“ spurði Híró og fitlaði við ávaxta- körfuna. „Jú — ætli ég geri það ekki“, hlökti hún, mitt á milli hláturs og gráts. „Þú ert ekki nema lítill hvolpur enn. En þú skilur samt það, sem þér er sagt. Láttu nú ekki neinn telja þér hughvarf". Um kvöldið lenti þeim Ósúmí og Ótamí harkalega saman. Tilefn- ið var Iítilfjörlegt: Ósúmí hafði orð á því, að hún hefði étið af kart- öflunum, sem Ótamí voru ætlaðar. Þeim varð heitt í hamsi, og Ótamí hvæsti glottandi: „Nennir þú ekki að vinna, skaitu leggjast fyrir og drepast“. Við þetta ærðist Ósúmí. Það var engu líkara en hún væri gengin af göflonum. „Híró, vaknaðu“, öskraði hún og hristi drenginn, sem hafði legið sofandi hjá henni með höfuðið í keltu hennar. „Híró, vaknaðu“, grenjaði hún viti sínu fjær. „Híró, vaknaðu. Heyrðu, hvað móðir þín segir. Þú skipar mér að drepast — heyrirðu það? Taktu vel eftir þvi, sem fram fer í kringum þig. Við höfum kannski haft ögninni meiri skildingaráð síðan móðir þín tók við búskapnum, en afi þinn og amma bjuggu líka á þrem ekrum land'S og gerðu allt sjálf. Og nú segir móðir þín, ég skuli bara drepast. af því ég er farin að lýj- ast. . . Ótamí, ég mun deyja. Hvers vegna ætti ég að liræðast dauðann? Þig læt ég samt ekki skipa mér FriwÁ^d á 46. síðu. T Í H I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 39

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.