Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 3
 Alkunna er, Kvernig kamelljónið getur skipt um lit og tekið á sig gervi, svo aS það líkist lauti eða kvisti. Þetta er líka hin eina vörn þess gegn hættum. Það er allt of selnfært til þess að flýja. Samt ber oft við, að óvinur kemur auga á kamelljónið. Þá snýr það hliðinni að óvininum og blæs sig út sem mest það má. Á veiðum snýr kamelljónið snjáldrinu fram og slöngvar langri og mjórri tungunni á bráð sína. Liturinn á gervi kamelljónssins fer eftlr umhverfi og birtu, en einnig eftir hugarástandi dýrsins. Um næt ur ber það annan lit en um daga. Séu reistar upp spýtur við hliðina á kamelljóni, og síðan teknar á brott að hæfilegum tíma liðnum, koma i Ijós hvítar rendur á belg þess. Fyrr hétdu menn, að kameHjónið blési út tungu sína. Nú er það kunnugt, að hún er eins og fjöSur i munni þess, og sterkir vöðvar stjórna henni. Á höfði kamell jónsins eru hnútar og hvöss horn. Þau nota karldýrin, þeg ar þeim lendir saman út af kven dýrunum. Þá getur tekizt snarpur bardagi. Augu kamelIjónsins eru einkennileg. Dýrið getur rennt þeim fram og aft ur að vild sinni og horft samtímis fram fyrir sig og aftur fyrir sig. Þegar kamelijón hefur komið auga á bráð, spennir það hala sinn og aft urfaetur fasta um grein. Á tungu broddinum er kvoffa, sem bráffin festisf í. m T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ )

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.