Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 11
boriginni Kapúa. Hann var karl- menni að burðum og hugrakkur í bezta lagi, en hafði engan áhuga á að skemmta blóðþyrstum Rómverj um á sviði hiringleikahússins. Hann vildi aðeins losna úr þessu varðhaldi og komiast aftur heim til Þrakíu. Þrátt fyrir stranga gæzlu harð- snúinna varðmanna heppnaðist Spartakusi árið 73 f. Kr. að strjúka úr skylmingas'kólanum ásamt 78 félögum sínum, sem sumir voru Þrakiumenn eins og hann, en aðr- ir Gallar. Með ránum og gripdeild- um urðu þeir sér úti um vopn og aðrar nauðsynjar. Síðan flýðu þeir upp í eldfjallið Vesúvíus og bjugg ust þar til varnar. Það sýndi sig brátt að Spartakus var vel til foringja fallinn. Hann var djarfur og áræðinn og átti til að bera skipulagsgáfu í ríkum mæli. Flokkur hans óx líka hröð- um skrefum, þvi að ánauðugir menn hvaðanæva að fylktu sór undir meriki hans. Gizkað er á að fjöldi þessara uppreisnarþræla hafi komizt yfir 70000 þegar flest var. Erfitt var að sjá öllum þess- um skara fyrir vopnum og vist- um, en Spartakus réð fram úr hverjum vanda. Hann skipulagði ránsferðir í allar áttir og tókst að draga næga björg í bú. Vitaskuld var þetta erfitt, en ef til vill var þó mestur vandinn að halda liðinu saman, því að flokkurinn var ó stýrilátuir og ærið sundurleitur. Spartakus var óþreytandi við að þjálfa lið sitt. Flestir fengu æfingu sem fótgönguliðar, en svo var þrælaher þessi fullkominn með tímanum að meira að segja var þar flokkur þjálfaðs riddaraliðs. Ráðamenn í Róm tóku fréttum um þrælauppreisn þessa fyrst í stað með kæruleysi. Þeir voru van- ir slíkum tíðindum, því að þræl- arnir voru alltaf annað stagið að efna til uppþota. Venjulega reynd ist nóg að senda lítinn herflokk gegn þeim til að berja niður all- an mótþróa með skjótum hætti. En áhygigjur valdamanna uxu brátt, því að rómverskir hermenn biðu hvem ósigurinn á fætur öðr- um fyrir þrælaliðinu, sem bæði reyndist vel búið að vopnum og stjórnað af mikilli herkænsku. í ársbyrjun 72 var útlitið mjög í- Skyggilegt, því að þá hafði þræla- uppreisnin breiðzt út um nær alla Suður-Ítlíu. Báðir ræðismenn þessa árs vildu freista þess að vinna bug á þessari hættu, sem ógnaði ríkinu. Þeir héldu með heri sína gegn þrælunum og kom þá til mikilla bardaga, en ræðismenn- irnir biðu lægri hlut. Enn hafði Spartakus sigrað með stjórnsemi sinni og herkænsku. En Spartacus gerði sér fyllilega grein fyrir að vonlaust væri að halda áfram baráttunni gegn þjóð- félaginu til lengdar. Það sem alltaf hafði fyrir honum vakað, var að berjast til frelsis og komast með félögum sínum burt frá Ítalíu og heim. Honurn hafði líka næstum heppnazt þetta, því að hann brauzt með lið sitt burt frá Suður-ítaMu og norður eftir landi. Við borgina Mútína nyrzt á ítalíu vann hann sigur á her landstjórnarinnar og leiðin heim virtist auðveld úr því. En þá gerðist það, að samiheldni og hlýðni manna hans brást á ör- lagastundu. Þeir neituðu að halda lengra norður og heimtuðu að snúa við og taka upp á ný ræn- ingjalífið á Suður-ítalíu, sem þeim hafði gefizt svo vel. Þá dreymdi jafnvel um að hertaka Rómaborg, því að svo hafði velgengnin stig ið þeim til höfuðs. Spartakus vildi ekki snúa baki við félögum sínum og fylgdist með þeim aftur suður á bóginn. í Róm greip um sig hin mesta skelfing og bjuggust menn jafnvel við að þrælaherinn ósigrandi mundi flæða yfir borgina líkt og holskefla. Öldungaráðið fól í skyndi auðmanninum Krassusi að taka við yfirstjórn hersins. Hann tók þegar til við að endurþjálfa liðið og beibt mikilli harðneskju til að æfa menn sína til dugnað- ar og breysti. Ekki lagði hann til attögu lengi vel, heldur veitti upp- reisniarþrælunum eftirför og eyudi smáflokkum þeirra, sem á vegi hans urðu. Þrælarnir reyndu láka í lengstu lög að komast hjá orr- ustu og hörfuðu undan lengra suð ur á bóginn fyrir mönnum Krass- usar, er sóttu fast eftir. Brátt fór að komast mikið los á agann í þrælahernum og smáhópar neit- uðu að láta að stjórn og dreifðu sér í ránsferðir um nágrennið. Eft- ir þessu hafði hinn varkár.i Krass- us beðið. Nú herti hann sókoina og umkringdi þrælana, svo að hvergi var undankomu auðið. Árið 71 f. Kr. kom loks til úrslitaonr- ustu, þegar Spartakus vildi freista þess að rjúfa hring umsáturshers- ins. Fyrir bardagann er sagt að hann hafi látið drepa hest sinn og með því viljað sýna mönnum sín um að hann hefði ekki í hyggju að flýja. Orrustan var æðisgengin og engin grið gefin. Spartakus sýndi af sér frábæra hreysti og hvað eftir annað varpaði hann sér inn í þröngina, þar sem harðast var barizt. Hann reyndi að höggva sér leið fram til rómverska hers- höfðingjans Krassusar, en heppn- aðist það ekki. Margir hlutu sár og . bana af höggum hans áður en yfir lyki. Það var sótt að honum úr öll um áttum og um síðir tók hanu að mæðast af þreytu og sárum. Loks megnaði hann ekki að standa lengur og féll á kné, en hélt samt áfram að berjast. Að endingu Lenti á honum kastspjót, gekk það á hol og varð hans bani. Eftir að foringinn var fallinn, reyndist Rómverjum auðvelt að sigra þræla herinn. Sagt er að nær 60000 þræl- ar hafi fallið í orrustunni. 6000 voru handteknir og eftir orrust- una voru þeir allir krossfestir með fram veginum frá Kapúa til Róm- Framhald á 69. sí$u. Grafhýsí við Via Appia, helgað f’engdadótta* (írassusar. 1 I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 59

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.