Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 13
Sjö menn lét skipstjóri verða eft
ir á skipinu, og mun stýrimaður
fcafa verið í hópi þeirra, því að
gjóifur steig hann á einn bátinn,
Öðrum til góðs eftirdæmis.
Nú reru bátarnir aliir frá skip-
inu í leit að hvölum. En með lít-
illi fyrirhyggju var þetta gert, og
er skemmst af þessari veiðiför að
segja, að hún reyndist hið mesta
flan. Brátt skellti yfir dimmri
þoku, og síðan tók vind að herða
og sjó að stæra. Þegar sýnt var, að
alla hvali myndi undan bera að því
sinni, vildu menn snúa aftur til
skips. Þó mun það ráð ekki hafa
verið tekið fyrr en í síðustu lög,
og fór þess vegna eins og stundum
gat orðið, þegar kapp var meira
en forsjá, að þeir fundu það ekki
aftur. Kom fyrir ekki, þótt menn
reru fram og aftur um það svæði,
þar sem þeir ætluðu skipið vera,
og lúðrarnir væru þeyttir sem
verða mátti. Skipið duldist þeim í
þokunni, og enginn svaraði þeim.
Sjömenningarnir, sem á skipinu
voru, sáu fljótlega hvers kyns var.
Hófu þá leit að bátunum, en fundu
ekki nema einn þeirra. Hinir flækt
ust fram og aftur í hraklegu
veðri næstu dægur. Þegar Ioks
greiddi til, sást ekki annað en
endalaust haf. Ekki bryddi á neinu
skipi, og hvergi skaut fjall upp
koili. Gerðust mennirnir fljótt illa
haldnir af hungri og þorsta, vos-
búð og kulda, sem bættist ofan á
þrevtu og svefnleysi.
Að sjálfsögðu höfðu bátarnir
ekki haldið hópinn, og vissi því ein
bátshöfn lítið, hvað annarri leið.
Samt náðu tveir bátanna saman í
upphafi villunnar og höfðu sam-
flot um hríð. Stýrði öðrum þeirra
maður, sem hét Davíð Buchan.
Sjór vair rismikill, og gaf drjúgum
á bátana, og í sjóganginum tófcst
svo illa til, að Davíð sló útbyrðis.
Fengu félagar hans ekki borgið
honum, og drukknaði hann þarna.
Þeir, sem eftir voru, hafa að lík-
indum ekfci þótt til forystu falln-
ir, og varð því úr, að tuttugu og
sex ára gamall háseti af hinum
bátn.um, James Mackintosh, var lát
inn flytja sig yfiir í hann og tafca
við stjórninni. Þetta var meðalmað
ur að hæð, en þéttvaxinn og hörfcu-
legur á svip og líklegur til áræð-
is í háska.
Litlu síðar misstu bátarnir hvor
af öðrum, og segir nú ekki af
volki þeirra um hríð.
m
Þessu næst víkur sögunni til
bæjar þess á Langanesi, er Brim-
nes hét og stóð í viki eða víkur-
nefnu á milli bjarga á nesinu vest-
anverðu. Þar bjó um þessar mund-
ir fimmtugur bóndi, sem Ólafur
nefndist, Gíslason, fátækur maður.
Kreppti á þessum árum að mörg-
um er meira höfðu umleikis í veð-
ursælli sveitum, því að yfir gekk
strangasti harðindakaflinn á allri
níbjándu öld.
Kulda og fannkomu hafði ekki
linnt á Norðurlandi frá sumarmál-
um, og á hvítasunnudag, hinn
fyrsta dag júnímánaðar, var enn
norðanveður og bitur kuldanepja
á Langanesi, sjór úfinn og brim-
gnýr í lofti. Um nónbil þennan dag
sá fólfc á Brinmesi sér til undrun-
ar, hvar bátur hraktist undan sjó
og vindi inn með landinu. Var
hann skammt utan við lendingu
Brimnesmanna, er hans varð fyrst
vart. Ekki leyndi sér, að þarna
bar að landi nauðstadda menn, er
litla stjórn höfðu á fleytu sinni, og
brá Ólafur þegar við og hraðaði
sér með heimafólk allt niður í vör-
ina, örskammt neðan við bæinn.
Reyndi hann að gera bátverjum
skiljanlegt með bendingum, hvar
landtaka væri bezt, og þó að þeir
væru sýnilega mjög þjakaðir, tókst
þeim að fleyta bátnum áfallalaust
upp í fjöruna, þar sem Ólafur tók
á móti honum með liði sínu og
bjargaði honum undan sjó.
Fimm menn voru í bátnum og
mæltu á ókennilega tungu, sem
fólkið á Brimnesd grynnti ekki í.
Báturinn var líka harla ólíkur f-l-eyt
um bænda um Þistilfjörð og Langa
nes — tólf álna langur og tæplega
þriggja álna breiður, hvítmálaður
að utan með rauðum og svörtum
röndum, en grænn og blár að inn-
an. Á kinnungum voru útlend
nöfn, og þar undir máluð manns-
hönd, sem hélt á biturlegri sveðju.
En hvalabyssa í stafni hans, ásamt
hlaðstokk og skutlum í kjalsogi,
sagði sína sögu um það, hvers
konar menn hér hafði borið að
landi.
Allir voru menniirnir mjög þrek-
aðir og lítt eða ekki gangfærir og
höfðu mikinn bjúg og bólgukúfa á
höndum og fótum. Að öðru leyti
voru þeir að mestu óskemmdir, að
því er séð varð, nema hvað einn
var nokkuð kalinn á fótum. Kom
Ólafur þeim öllum til bœjar síns
svo fljótt se.m verða mátti, og þar
var þeim veitt hjúkrun og beini,
eftir því sem föng voru á.
Ólafur vissi varla, hvað til
bragðs skyldi taka, er hann gat
ekki einu sinni mælt hina skip-
reika menn máli, og varð það úr-
ræði hans að senda mann^á fund
Guðmundar hreppstjóra Jónssonar
í Skoruvík og biðja hann íhlutunar.
Var að hans ráði fengin stúlka frá
Hrollaugsstöðum á Langanesi til
þess að hjúkra mönnunum og sent
vestur í Þistilfjörð eftir ungum
stúdent, sem þar var, Hannesi Þor-
steinssyni frá Hermundarfelli, til
þess að hafa af þeim tal. Brást
Hannes vel við orðsendingu Ólafs
og hélt þegar að Brimnesi. Kom
upp úr kafinu, er Hannes fór að
tala við mennina, að þeir voru af
hvalveiðiskipinu Chieftain frá Dun
dee og höfðu velkzt í hafi í vonzku-
veðri í sex sólarhringa, er þá bar
að Brimnesvör. Einn úr hópnum
var sjálfur skipstjórinn, og var
hann verst á sig kominn þeirra
fimmmenninga. Mun hann hafa
farið með nokkuð snöggum hætti
ofan í bátinn til manna sinna, er
hann skipaði þeim frá skipinu, og
lítt búinn að klæðum til langrar
útivistar.
Hvalveiðimennirnir voru á BrLm
nesi næstu dægur. En ekki þótti
viðhlítandi að hafa þá þar til Iang-
frama, og var í ráðum að koma
þeim á aðra bæi, þar sem betur
gat farið um þá. Fór því Hannes
stúdent inn að Heiði til þess að
sækja þrjá hesta handa þeim, sem
ekki voru kallaðir gangfráir.
Til þessa flutnings kom þó
aldrei. Inn á Þistilfjörð kom norsk
skúta, og einn af bændum sveitar-
innar, Jón Benjamínsson á Syðra-
Lóni, bar kennsl á hana, því að
hún hafði verið að veiðum í flóan-
um sumarið áður. Höfðu sveitar-
menn tal af Norðmönnum, og
kom þá á daginn, að þeir voru á
leið austur um. Létu þeir þess kost,
er þess var farið á flot við þá, að
þeir tækju Skotana á skútu sína
og skiluðu þeim á land í Seyðis-
firði. Þetta þótti hagfelld lausn, og
voru Skotarnir fluttir í skútuna
miðvikudagsfcvöldið 4. júní.
Hripaði sfcipstjóri nokkur orð á
miða, áður en hann kvaddi vel-
gerðamann sinn, Ólaf á Brimnesi,
hét að sjá honum sann fyrir til-
kostnað og fyrirhöfn og bað hann
varðveita bófcinn. unz hann eða ein-
hveir annar vitjaði hans næsta sum-
ar.
I' I M I N IM — SDNNDDAGSBLAÐ
/
ól