Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 4
,V.V .V.V.V.VV.V•■•••• '' - ••vííWWAfí.wmw.'avaww. .V vV v.- ' Ingólfur M/kódeitiusson og Finnbogi á Þorsteinsstöðum. Fyirir nofckru var lauslega frá því greint í blöðum og útvarpi, að íilokkur manna norðan úr Skaga- firði hefði lagt leið sdna suður að Jökulsá á Sólheimasandi, fengið þar fangstaðar á brú, flufct hana norður og þaðan upp á öræfi. Ég dreg nokkuð í efa, að menn hafi al- mennt gert sér grein fyrir þýð- ingu þessarar framkvæmdar, og þvi gékk ég á fund íoringja far- arinnar, Ingólfs Nikódemussonar, húsasmiðameistara á Sauðárkróki, og leitaði hjá honum frekari frétta af þessu fyrirtæki þeirra félaga með það fyrir augum, að spjali okkar mætti koma fyrir almenn- ingssjónir. Vékst Ingólfur vei við kvabbi mínu og fer frásögn hans hér á eftir í stórum dráttum. „í upphafi var orðið“, stendur einhvers sfcaðar í góðri bók, en upp’haf þessa máls er eiginl'ega það, að sumarið 1965 átti Björn oddviti Egilsson á Sveinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi sextugsafmæli. Þótti honum fara vel á að minn- ast þessa merkisafcburðar með af- mœlishófi undir Aimarfelli hinu mikla. FjöUmennt var þó hófið e'kki, en ánægrjan af því og förinni í heild stóð áreiðanlega í öfugu hlutfalli við tölu veizlugesta, en þeir voru aðeins við Friðrik J. Friðriksson, héraðslæknir á Sauð- árkróki, því að afmælisbarnið tel ég ekki til gesta. í þessu ferðalagí gistum við meðal annars í Vestarþ FoMum, og var þetta mín fyrsfca för á þessar slóðir. Það kann að vera, að þá hafi hvarflað að mér sú hugsun, að gaman væri bæði og gagnlegt að fá brú á Jökulsá eyst4 þarna fremra. En sá möguleiki virt ist svo fjarlæguir þá, að ég hug- leiddi hann ekki f-rekar í bili. En svo var það sumarið 1966, að ég komst í samband við Finn» boga bónda Stefánsson á Þorsteins stöðum í Lýtingsstaðahreppi, ep hann var þá búinn að brjótast í því að fá ruddan veg upp úr Vesturr dalnum og fram að Rústakofa á Hofsafrétt. Með þeirri vegagerð opnuðust möguleikar á að koma efni til brúargerðar þarna frám eftir, og fór ég þá að hugleiða það mál. Jökulsá er, þegar þarna kem- ur fmam, ekki mjög vatnsmikil, eh hins vegar svo Iau.s í botni, að hún er ófær öllum ökutækjum nema fjallabílum, jafnvel illfær hestum. 52 T t IU I N N — SUNNUDAGSBI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.