Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 18
DAGUR ÞORLEIFSSON: PASSAR [ GUÐFR/íÐINA Vegurinn var sléttur og hnökra- laus svo ferðin sóttist vel, en hún hafði þegar tekið lengri tíma en þeim þótti gott: öllum fannst þeim sem margar eilífðir væru síðan þeir lögðu upp. Þá hryllti við þeirri tilhugsun að verða kannski að nema staðar til að skipta um dekk, þau hlutu að vera orðin nær gegn- slitln á þessum hviidarlausa akstri. Vatnið var á þrotum. Og bensínið. Mennirnir þrír í jeppanum voru nógu líkir hver öðrum til að lýs- ing á einum þejirra gæti gilt fyrir alla: Klæddir ljósbrúnum stutt- buxum og kakískyrtum, vandlega reimuðum legghlífum og skóm úr leðri til hlífðar fyrir biti eitur- snáka, eilítið digrastir um miðjuna, dálitið krókleggjaðir, það litla sem sást af andlitunum fyrir niður- dregnum sólhjálmum og hlemmi- stórum svörtum gleraugum í saur- gulri umgerð barkað af óteljandi daga sól og sandroki'. Þeir rýndu grettir og leiðir út í umhverfið sem var svo sem ekkert nema sandur, eins og verið hafði í gær og fyrradag og guð vissi hvað lengi. sléttur sandu'- 1 öldum, ryk sandur svo fíngerður að hann smaug í gegnum húð manns, gróf- ur sandur sem verður eins og hagl él í stormi. sandur i margs konar lit, allra handa blæbrigðum, fyrst rauður, svo bleikur, nú var hann orðinn svartur. Mjög grófur og mjög fínn á víxl. Sums staðar korn furðustór, allt að því hnullungar, þar á milli beðjur af dufti sem minnti á sót eða púður. Fram- undan var geil eða eins konar dal- skora og hnigandi og sígandi bog- línur sandhæðanna beggja vegna bar skarpt við ma-tta gulku lofts- ins. Þótt undarlegt kunnj að virð- ast var himinhvirfillinn þungskýj- aður. Þvílíkur djöfuls sandur, sagði einn mannanna. Samkvæmt kort- inu eigum við eiginlega að vera komnir suður í savannabeltið. Þú gleymir því að á hverju ári færist eyðimörkin út um tuttugu kílómetra, sagði sá sem ók. Hann reykti Lucky Strike og blés eitur- blárri reykjarslæðu fyrir andlitið annað veifið. Mér er sama, sagði sá sem fyrr hafði talað. Það er engin merking þar að lútandi á kortinu. Og sam- kvæmt því er þessi dalskorufjandi ein álitlegasta vinin hér um slóðir. Sá þriðji ræskti sig og brosti líkt og afsakandi. Kortið er kannski úrelt, sagði hann. Og við gætum líka hafa villzt. Villzt, sagði hinn nokkuð reði- lega. Villzt. Það mátti gerla heyra að hann hneykslaðist. Þóttist þú ekki rata, kallaði hann framí til ökumannsins. Sá, sem ók, anzaði engu, yppti bara öxlum. Reykurinn frá síga- rettunni varð að Ijósgráum taum- um sem liðuðust um höfuð hans andartak áður en þeiir hurfu sam- an við loftstrauminn sem hraði bílsins myndaði. Litlu síðar henti hann stubbnum út á vegkantnn. Mér þætti gaman að vita hvað við gerum þegar benzínið er búið, nöldraði sá sem kortinu trúði. Hann var slappur í kinnum. Sá þriðji, sem við hlið hans sat brosti. Skrúfaðu frá útvarpinu, sagði hann við þann sem ók. Ökumaðuirinn gerði eins og hann var beðinn, það var djassþáttur. Þeir voru nú komnir að skriðu, sem fallið hafði úr öldunni öðru megin og yfir veginn að nokkru, hún tók að hálfu leyti fyrir útsýn- ið framundan. Nú tóku þeir fyrst eftir þvi að dalurinn sveigði í aust- pr: himinninn handan skriðunnar var glóandi af ennþá óuppkominni morgunsól. Mennirnir tveir afturí héldu sér með báðum hön^um þeg- ar jeppinn skrönglaðist ylir grjót- hrönglið. Sá kinnaslappi bölvaði. Og svo vatnið, sagði hann. Við r skrælnum upp á engum tíma þegar það þrýtur, í þessum djöfuls bruna. Eins og úlfaldinn sem við . . Þetta verður í lagi, sagði félagi hans, sá brosmildi. Hann var lík- lega einna gildastur þeirra þriggja, og bolluleitur. Sjáið þið þarna. Hann benti á firnastóran pálma, sem gnæfði upp úr sandinum tæpa hundrað rnetra framundan, spöl- korn frá veginum. Hann virtist svartur og tröllaukinn þar sem hann skar sig úr glóandi austur- loftinu. Mennirnir voru ekki frá því að blöðin bærðust lítilsháttar, þótt það væri logn, kannski var þetta bara tíbrá. Sagði ég ekki, sagði sá með slöppu kinnarnar og færðist nokk- uð í aukana. Ég vissi að það var vin hér. Hliðarmaður hans hló af góð- samri lítilsvirðingu. ÖHu má nafn gefa, var athugasemd hans. Ég sé ekkert nema þetta eina pálma- ræksni. Ekki stingandi strá þess ut- an. Hinn fussaði. Gerðu þig ekki vit lausari en þú ert, sagði hann. Þú líklega manst að það er ófrávíkj- anlega vin þar sem pálmar eru. Hinn kímdi. En ég er nú guð- fræðingur. Og svoleiðis hefur ekk- ert með staðreyndir að gera. Félagi þeirra ók út af veginum og upp að pálmanum og snar- hemlaði svo þeir hrukku upp úr sætunum. Hérna hafið þið það, ságði hann hlutlaust, stökk út í sandinn og teygði úr sér. Hinir fóru að dæmi hans, en voru lengur að koma sér niður úr jeppanum. Sá kinnaslappi tók af sér hjálm- inn og gleraugun og strauk framan úr sér með vasaklút. Þrátt fyrir heldur ungan aldur var hann orð- inn mjög þunnhærður, einkum framanvert, en ekki með kollvik. Hörundið kringum augun, sem gler augun höfðu hlíft, var gráhvitt, svipað haframjöli. Hann var hag- fræðingur. Kringluleiti guðfræðingurinn tók einnig af sér gleraugun. Augu hans voru líkt og í heldur syfj- uðum fiski. Hann skaut votu, kátínukenndu en ekki alveg gremjulausu tilliti til samferða- manns síns. Veskú, þarna hefurðu þínar land fræðilegu staðreyndir. Kannski iíka standi á þeim bókum, að þar sem pálmar séu, þar séu ejnnig ófrávíkjanlega benzíntankur og vatnspóstur. 66 TÍIHINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.