Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 19
Himmi vafðist tunga um höfuð:
hann hafði þess konar augu heldur
sljó og gæflyndisleg hvunndags,
sem undrafljót eru að sortna af
ósvífinni tuddaillsku, þegar þann-
ig ber að. S'á með syfjuðu fiskaugun
hafði á réttu að standa, aldrei
þessu vant. Þarna var ekkert nema
þessi eini pálmi, ekki strá, ekki
vatnstoól, ekki blóm, varla vottur
af grænni skóf kringum öflugan
stofninn, sem stóð þarna einn síns
liðs upp úr sandinum: það hefði
mátt ætla að honum hefði verið
stungið þarna niður líkt og gert
er við símastaura.
Annað var enn furðulegra: með
tilliti til aðstæðna hefði mátt halda
að þetta einmana tré berðist i
bökkum, að það væri kræklað og
þyrkingsleg.t sökum skorts á rekju
og lífefnum þeim, sem almennileg-
um jurtum er gjarnt að draga til
sín úr jörð. En þvert á móti: það
var engu líkara en allt það gróður-
magn, sem að öllu eðlilegu hefði
mátt duga heilum óasa til fram-
dráttar, hefði fyrir einhvem gald-
ur hlaupið í þennan eina pálma.
Hinn gildi sívali stofn var þakinn
örþunnu lagi af grænu hrúðri, al-
settu smáum sprungum, og
í sprungunum sá hvarvetna í
græna kviku, raka. Og hátt yfiir
höfum mannanna grúfðu sig yfir
þá voldug blöðin, löng og breið og
þykk og vaxin þéttri ló. Þrátt fyrir
vatnsleysið á þessum stað var
pálminn allur löðrandi í rekju, sem
minnti á dögg, bæði stofn og blöð:
það draup ekki beint af þeim, en
loftið í kring var mettað votum
svala og sandurinn næst stofnin-
um dökkur af bleytu.
Sá mjölgrái hafði kveikt sér í
vindli, London Docks. Hann stakk
fiúruðum Ronson-kveikjaranum í
skyrtuvasann og sagði við öku-
manninum í eins konar kerknis-
gremju: Nú þú segir ekkert?
Ekillinn brá ekki svip svo séð
yrði. Ef ég á að segja eitthvað,
þá held óg að þetta heyri fremur
undir guðfræðina en raunvísindin,
sagði hann, allt að þvi hæðnis
laust.
Hinn leit illitega til hans.
Þú þóttist rat'a.
Ekillinn ók séir og saug langan
teyg af reyk úr sígarettunni og
tók hana síðan út úr sér: það var
aðeins eftir stubbur. Hann sagði:
Með leyfi að segja þá geri ég það
líka. Þetta stendur allt heima: sam-
kvæmt kortinu er hér óasi. Hann
henti stubbnum frá sér í sandinn.
Hér hendið þið ekki rusli, dreng-
ir.
Þetta var sagt reiðilaust, eigin-
lega án nokkurrar áherzlu, likt og
lesin væri upp ritningargrein ell-
egar farið með möntru. Tveir mann
anna, sá kinnaslappi og hinn
kiringluleiti, kipptust eilítið við
og litu í háifgerðu ofboði í áttina
sem röddin kom úr, sá fyrrnefndi
seildist meira að segja eftir riffli,
sem hann hafði í aftursæti jeppans,
en ökumaðurinn beygði sig hins
vegar eftir stubbnum af Lucky
Strike um leið og hann gaut aug-
unum kæruleysislega á þann sem
talað hafði.
Liklega hafði hann, staðið á bak
við pálmann, fyrst þeir sáu hann
ekki fyrr en nú, þegar hann allt í-
einu stóð hjá þeim, andlit haiis og
föt hvort tveggja rakt af dögg líkt
og þessi einstæða jurt sem einok-
aði gróðurmagn heillar eyðimerk-
ur. Hann var í kakí eins og hin-
ir, en föt hans ákaflega snjáð, að
því er virtist firemur af miklum
þvotti en öðru sliti. Hörund hans
var svo dökkt að þeir héldu fyrst
að hann væri Mári eða Túaregi,
en svo sáu þeir að hann var blá-
eygur. Hann var heldur hár en
svo holdskarpur að hægt var að
láta sér detta í hug að hann hefði
verið bakaður yfir eldi, unz allir
vessar líkamans voru upp þornað
ir, en þrátt fyrir þetta var hann
drengslega kvikur í hreyfingum og
merkilega lifandi til augnanna.
Þakka yður fyrtr vinur minn,
sagði hann við ekilinn. Ég ætlaði
ekki að gera ykkur hverft við, en
þessum stað verður að halda hrein-
um.
Hagfræðingurinn kinnaslappi
varp öndinni léttara og sleppti
rifflinum. Vð vorum hættir að bú-
ast við fóM hér, sagði hann. En
samkvæmt kortinu . ..
Jú ég veit, greip vinjarbúinn hóg-
látlega fram í um leið og hann
tyllti sér-niður í sandinn upp við
pálmann. Það var líka vin hér.
Þangað til fyrir skemmstu. Sú
blómlegásta og frjósamasta í allri
eyðimörkinni, eða svo fannst mér.
Kinnaslappur leit til gúð-
firæðingsins og var fremur iUgjarnt
sigurhrós í svip hans.
Þetta hélt ég, sagði hann. Hvað
var það sem kom fyrir? Sand-
stormur? spurði hann auðnarhú-
ann.
Nei. Hann spennti hendurnar ut-
an urn hnén og starði á eitthvað
1-angt úti á sandinum, eða í geimn-
um. Það var undarlega mikið líf
í augunum, engu líkara en þröngt
væri um þau, en þó voru þau
þreytt eins og af of langri vöku.
Nei. Það var ekki stormur, sagði
hann hæglátl-ega. Þeir eru skelfi-
legir hér á eyðisöndunum satt er
það, og sumir segja að þeir annað
hvort grandi eða spilli öllu lífi hér
fyrr eða síðar, en ég vil meina að
vel megi verjast þeim. Á kortið
ykkar er merkt vin, segið þið, og
hér var líka vin sem var þess virði
að hún væri varin. Ég hlóð varnar-
garða allt í kringum hana. Þrjá
garða hvern utan um annan, alla
út stórgrýti. Ég marði mdg marg
sinnis og flumbraðist daglega til
blóðs á hrufóttum hr.ullungum, og
stundum urpú flugur í sárin og lirf
urnar átu sig hér um bil inn að
beini, áðu-r en ég gæfi mér tíma
til að hreinsa skeinurnar. Ég var
að þrotum kominn þegar þessu
lauk, útpískaður. en mér fannst
það þess vert. Því eins og ég sagði
held ég að önnur eins vin hafi ekki
verið til í allri þessar eyðimörk:
hvergi spruttu hærri og beinni
pálmatré, og hvergi báru þeir sæt-
arj döðlur, og vatnið í lindunum
ilmaði engu verr en blómið gleym-
mér-ei.
Sá kinnaslappi var orði-nn grett-
ur af óþoli. Og hvað olli þá þess
•um ósköpum, maður minn, spurði
hann og vottaði fyrdr hæðni i kald-
mjúkri röddinni.
Það hljóp pest í gróðurinn, svar-
aði íbúi hins eydda óasa angurvært
en án æðru, i-íkt og maður sem
longu hefur sætt sig við orðinn
hlut og slæman. Hún drap hann
allan á einni nóttu, eða svo til.
Allt saman, pálmana, blómin, gras-
ið, alit. Þegar birti af næsta
degi varð mér ljóst að ekkert var
efbir — nema þessi eini pálmi.
Hagfiræðingurinn púaði frá sér
strókum af vindlareyk og spíg-
sporaði í hri-ng íhugull og óþolin-
móður í senn.
Fjandans uppákoma, sagði hann
og var e-kki langt frá því að sam-
úðar kenndi í rómnum. En, bætti
hann við, þessa-r jurtapestir koma
nú aldrei eins og þjófur úr heið-
skíru lofti. Þú hefðir átt að geta
haft augun nógu opin til að greina
fyrstu sjúkdómseinkennin, og úða
og sprauta með DDT og öðru sem
drepur allt óhreint.
Vinjarbúinn kirndi.
T í M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ
67