Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 12
I. Á sáðari hluta nitjándu aldar Itunduðu Skotar mjög hvalveiðar i norðurhöfum, og svo höfðu þeir lengi gert. Sendu þeir skip sín að heiman síðia vetrar eða snemma vors, og höfðust þau síðan við á veiðislóðum, unz þau höfðu fengið fullfermi eða haust var komið, svo að ekki var annars kostur en snúa 'heim. Þessi skip sveimuðu sumar- iangt, þar sem hvala var helzt að vænta, og sumir skipsmanna höfðu aldreí lifað sumar í ættlandinu sínu síðan þeir voru á barnsaldri. Laufgað tré var þeim fjarlæg bernskuminning, grænar hlíðar Skotlands draumsýn ein. Hvalveiðunum var svo háttað. að vörður var staðinn í tunnu uppi í siglu skipsins. Þegar vart varð hvala, voru skipverjar látnir fara í báta, róa að þeim og skutla þá. Var skutlunum skotið úr hvala- byssu, er var í stafni bátanna. Þeg- ar fest hafði verið í hvai, hófst mik ill darraðardans, er lauk svo að jafnaði, að mennirnir unnu bráð sína. Reru þiir með hvalinn i togi að skipinu, er gengið hafði verið af honum dauðum, og var hann siðan skorinn við skipshlið, nema þess væri kostur aðt flytja 'hann til bækistöðvar í landi. Það orð fór af hvalveiðiskipstjór um, að þeir væru ekki nein guðs- börn. Þeim voru aði'ir eiginleikar gefnir í meira mæli en vorkunn- semi, enda fór bæði orðstír sá, sem þeir gátu sér, og arðurinn af veiði- förinni, og þar með aflahlutur skipshafnarinnar sjálfrar, eftir því, hvað þedm tókst að knýja menn sína til þess að leggja hart að sér. Margar sagnir herma, að þeir hafi fátt vílað fyrir sér og æði- oft teflt á tæpt vað, ef einhver von var um ábata. Mannslíf var þeim ekki öllum mikils virði og þó kannski þaðan af síður eigendum hvalveiðiskipanna, sem sátu í nóð- um heima á Skotlandi og spurðu aðeins um eitt að hausti: Gróðann af útgerðinni. II Eitt hinna skozku hvalveiði- skipa, sem leituðu í norðurhöf að áliðnum vetri 1884, hét Chieftain. Það var frá Dundee. Tíð hafði ver- ið mild sáðari hluta vetrarins, en spilltist mjög um sumarmál metS norðankulda og harðviðrum, og mun hvalveiðimönnunum hafa gengið treglega veiðin. 26. dag maímánaðar var Ohieítain á hafi norður af íslandi í krepjusudda og dimmviðri. Hvala varð vart í ná- munda, og skipstjórinn, Tómas J. Gellathy, sem mun hafa verið orð- inn óþreyjufullur, lét setja út alla bátana, fjóra að tölu, og manna þá. Fóru fimm menn í hvern bát, og skyldu fjórir róa, tveir á hvort borð, en einn var fyrirliði, og stýrði hann með fimmtu árinni. Var sérstakur umbúnaður fyrir stjórnárina í skut bátanna. Lúður var hafður til öryggis í þoku, á- samt dreka og haglabyssu, og í sumum bátunum að minnsta kostd var áttaviti og einhver seglpjatla. Annar var búnaður ekki, nema skutlar, skotfæri, hlaðstokkar, skálmir og sveðjur, krókstjakar og annað þess konar, er að gagni kom við veiðarnar. Vatn eða vistir höfðu menn ekki með sér, því að það var ekki venja hvalveiði- manna. -k Saga um átakanlega átburði fyrir aðeins 85 árum. 60 1 I M I N N - SUNNUDAGSBI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.