Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 15
„Þeim varð ekki um sel, er þeir lögðu að bátnum. f honum lá maður, er studdi herðum við þóftu, og við hlið hans var hnífur og blikkdós með hráu kjötl í. Skammt frá honum var einnig hjarta og handleggur af manni". ur allmargir eignazt skonnortur og jaktir, er stunduðu hákarlaveiðar á rúmsjó. Þóttu slíkar veiðar arð- vænlegar, en voru stundum ærið áfallasamar. Eyfirðingar voru mjög framarlega í flokki þeirra, er kapp lögðu á þessar veiðar. Eitt hákarlaskip þeirra var skonnorta, sem hét Stormur, hálf fimmtánda lest að stærð. Skip þetta hafði séra Stefán Árnason á Kvíabekk í Ólafsfirði og síðar Hálsi í Fnjóskadal látið smíða í samlög- um við aðra. Hann var prestsson- ur frá Tjörn í Svarfaðardal, og rnun-u Svarfdælir frá öndverðu hafa átt skipið með honum. Um þ-etta leyti þraut han-n heilsu, og íærðist útgerð þess að öllu leyti á hendur Svarfdælum. Stýrði því Jó hann Gunnlaugsson frá Sökku, mikill afla-maður. Þegar ko<m fram yfir fardaga 1884, breyttist tið fcil hins betra, og var áfct suðlæg um skeið og blíð- viðri norðan lands. Hákarlaskip Ey firðinga leituðu á djúpmið langt norður í hafi, og einmitt þessa daga rakst eitt þeirra á hvalveiði- skipið Chieftain, er þá var enn að leita bátanna þriggja, sem horfið höfðu 26. maí. Jóha-n-n Gunnlaugsson var einn þeirra, sem leitað hafði á hin dýpstu mið, sem þá voru sótt á skonnortum. 11. dag júnímánaðar va-r hann staddur áttatíu sjó-mílur norðu-r af Siglunesi í björtu veðri, en nokkuð þungum sjó. Afii mun ekki hafa verið sem hinum kapps- fulM skipstjóra á Stormi og skips- höfn hans líkaði bezt, og fór Jó- hann upp í reiðann til þess að svip- ast um og hyggja að, hvort önnur hákarMskip væru í nánd við hann. Sá hann þá sér til undrunar ára- bát, sem virtist mannMus og barst flatu-r fyrir straumi, og var ednhver duM 1 skutn-um. Héldu þeir félag- air á Stormi að bátnum, og þegar þeir náLguðust hann, sáu þeir, að dulan í skutnum var enskur fáni. Þeim varð ekkj um sel, er þeir lögðu bátnum. í honum lá maður, er studdi herðum við þóftu, og við hlið hans hnífur og blikkdós með hráu kjöti í. Skammt frá honum var einnig hjarta og handleggur af manni. Leyndi sér ekki, að þetta voru leifar líks. Svo var að sjá sem maðurinn væri með rænu, því að hann ávarp- aði þá Jóhann. Röddin var hás og dimm og skildist þeim helzt, að hann bæði um vatn. Fófcum sínum gat maðuirinn tæpast stýrt eða alls ekki. Þó að þeim Jóhanni yrði hve-rft við þá sjón, sem mætti þeim, átt- uðu þeir sig brátt. Þeir báru mann- inn í skyndi yfir í Storm og bjuggu um hann í káetu. Skáru þedr af honum s-tígvél hans, dreyptu á hann vatni og bjuggust til heimsiglingar í snatri. Báfinn •4 T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 63

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.