Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 17
hafði átt úti á reginhafi fyrir nor'ð- an iand, voru löng þrautadægur. { .; VI Mennirnir þrír, sem eftir iifðu á Raufarhöfn, hresstust smám sam an. Ofnar voru kyntir, þegar kalt var í veðri, og eins vel við þá gert í mat og unnt var. Einn pottur ný- mjólkur var þeim gefinn hvefn dag í sameiningu, og stundum dreypt á þá bjór og þrennivíni. Þegar frá leið, voru meira að segja keyptar handa þeirn krítarpípur, einn eldspýtnastokkur og dáiítið af tóbaki í Raufarhafnarverzlun. En þrátt fyrir allt tillæti varð bið á því, að þeir teldust ferðafærir. Komið var fram undir miðjan júlímánuð, er þeir Reid og Philips voru orðnir svo hressir, að viðlit þætti að koma þeim sjóveg til Ilúsavíkur. Var bátur þeirra sjálfra mannaður í þessu skyni og Árni Arnason, þurrabúðarmaÖur í Hösk uldarnesi, fenginn tj! fararinnar ineð þann mannafla, er nægjanleg- ur var talinn. Þegar til Húsavikur 'kom, voru mennirnir vistaðir í veitingaliúsi Sveins Víkings. Einn þeirra félaga, Taylor, var enn svo lasburða, að honum var ekki treyst til þess að sitja í báti langan veg. Hann varð því eftir um sinn. Viku síðar kom Jón lækn- ir enn einu sinnj til Raufarhaínar, og sýndist lionum þá Taylor hafa náð þeim þrótti, að hann gæti set- ið á hesti til Húsavíkur. Lagði hann því af stað með hann. En fljótt kom í ijós, að manninum myndi örðug reiðin. Komst lœknirinn akkj með hann lengra en að Ær- leekjarseli, og vafð nú að senda út ó Sléttu og láta manna þar bát á nýjan leik. Á honum var Taylor filuttur fyrir Tjörnes og jnn á Húsa V'ík. Á Húsavík var spekúlantsskip eitt firá Rönne á Borgundarhó'lmi og hét Úranía. Lét það í haf undir lök júlímánaðar, og var för þess heitið til Skotlands. Með þessu skipi var þeim Reid og Phiiips fengið far. En ferðin frá Raufar- iiöfn til Húsavikur hafði tekið svo á Taylor, að læknirnn leyfði ekki, að hann yrði félögum sínum sanv ferða. Hann varð enn að vera eft- jr. Það 'var loks í byrjun septem- bermánaðar, að hann fékk far með miliiiandaskipinu Láru til Kaup jnannahafnar. Hann fór síðastur úr Íandi þe&sara skozku hraknings- rnanna, því að James Mackmtosh Benedikt Sveinsson, sýslumaður. hafði svo fljótt náð heilsu í sjúkra- kúsinu á Akureyxi, að hann var sendur með Thyru til Granton á Skotlandi um miðbik ágústmánað- ar. VII Það voru fleiri en læknar og bændur, $em höfðu umstang mik- ið vegna Skotanna. Benedikt sýslu- maður reið austur um hérað til að afla vitnisburðar um landtöku þeirra og jafnframt seldi hann báða bátana og það, sem í þeim var, á uppboði. Þegar Skotarnir voru allir komnir úr landi hóf hann að safna reikningum frá þeim mönnum í lögsagnarumdæm- inu, er við þessa sögu höfðu kom- ið. Það varð að lyktum eigi lítil fjárhæð. Reikningar Húsavíkurlæknis- ins, sem vissulega lá ekki á liði sinu, nam hálfu tíunda hundraði ki’óna, og var það allálitleg fúlga, viðiíka og árs'rtuii láglau.naðs em- bættismanns. Veitingamaðurinn á Rauf- arhöfn krafðist rösklega sjö hundr- uð króna, enda reiknaði hann mat arkostnað þrjár krónur á dag og tveim stúlkum fuilt kaup allan þann tíma er mennirnir voru t Raufarhöfn. Þar á ofan kornu sér- reikningar fyrir rúmlán, upphitun, þvotta, fatasaum og hjúkrun og sitthvað annað. Ein rekkjuklæði, sem eyðilögðust af „greftri, blóði, vatni og pest“, verðlagði hann á sextíu krónur, og auk þess var.á reikningi nálega jafnhá fjárhæ vegna annarra skemmda. Þar ?.ð auki taldist úttekt í Raufarhafnar- verzlun á þriðja hundrað krónur, og tíottfreð Lund krafðist tæpra sjötíu króna fyrir framlag sitt. Árni í Höskuldarnesi tók rífar hundrað krónur fyrir Húsávíkur- ferðina, og fjórir menn á hans vegum töldust hafa verið tvo daga að flytja Hk Chapmans að Ásmund- arstöðum og koma því í jörðina, auk þess sem tveir menn voru hálf an annan dag að smiða kistuna. Sigfús á Sultum fékk tæpar hundr að krónur fyrir- ferðir sinar, og Ólafur á Brimnesi rúmar hundrað krónur. Reikningur veitingamanns ins á Iiúsavík nam tæplega hálfu fjórða hundraði króna. Sjálfur taldi sýslumaður, að hann ætti að fá hálft fimmta hundrað króna. Þar auki voru nokkrir reikningar lægri. Alls námu kostnaðapreikn- ingar úr Þingeyjarsýslum þrjú þús und og tvö hundrúð krónum. Það var sem næst þriðjungur þess fjár. sem landsjóður lagði fram um þetta leytj til stofnunar Landsbank ans. Framhald á 70. siðu. Ahoreyri t krmgum I8Í4. TtMINN - SHNKUDAGSBLAÐ 65

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.