Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Blaðsíða 2
réf til Bjargar
Eins og þig rekuT vafalaust
minni tii, systir mín kær, sagði
Matthías, að tungan geymdi í
tímans straumi trú og vonir
landsins sona. Einar Benedikts
son staðhæfði, að íslenzk tunga
ætti orð um allt, sem er hugsað
á jörð. Þeim hefur virzt hún
allsæmilegt tungumál, enda hafa
þessi snilliyrði þjóðskáldanna
oft verið rifjuð upp.
Hins er þó líka að minnast, að
fátt er svo ágætt, að ekki verði
um bætt. Það vlta þessar ungu,
fallegu stúlkur, sem maður sér
með græn og blá augnlok, ris-
mikTar hárkollur og skugga og
strik hér og þar, eftir því sem
fullkomnunin útheimtir. Og
þetta vissi maðurinn, sem skaut
nafninu á Jedók, dóttur Faraós,
inn í grútarbiblíuna: Þar hafði
heimsbyggðin þó nafnið á einni
af konum Salómons.
Við lifum á þeirri tíð, að
uppi eru hafðir kveinstafir mikl
ir. Hafísinn þrumir norður í
höfum, Aron, nafni prestsins
með gullkálfinn, óignar sóma
þjóðarinnar og herstöðvastolti,
Kalli, Palli og AIli og margir
þeirra nafnar eru atvinnulausir,
af því að við höfum engin
að reka iðnfyrirtæki okkar og
verðum að kaupa það frá
útlöndum, er þeir vil'du fegnir
búa til, og þó er gjaldeyririnn
af svo skornum skammti, að
skíðafólkið, sem fór í þor-raleyfi
til Austurríkis, getur með naum
indum borgað fyrir sig og mylgr
að einhverju í þjónustuliðið.
Mitt í þessu öllu er sem sólar
geisli á hjarni að sjá og heyra
þá endurnýjun og fullkomnun
tungunnar, hinnar lofsælu ís-
lenzku sem nú hefur fengið afl
kjarnorkusprengjunnar og hraða
spútniksins.
í gamalli bók, sem lengi hef
ur þótt nokkurs verð, minnir
mig, að einhvers staðar sé vikið
að þeirri notadrjúgu greind bú-
peningsins, að nautið þekkir sinn
bás og múlasninn jötu sína. Það
er haganlegt, svo langt sem það
nær. Á sama hátt er það mikill
kostur, þegar orðin fara loks að
rata örugglega á réttan bás í
ræðu og riti — „staðsetjast“,
þar, sem þau sóma sér bezt „á
hverjum tíma“. Allnokkur brag
arbót er það til dæmis, þegar
farið er almennt „að gizka upp
á“ og „skilja út undan‘„ í stað
þess að bjargast við útþvæld
orðatiltæki fyrri kynslóða. Ó-
líkt er myndrænna að tala um
„að naga sig í handarkrikana“
en hafa á gaimla háttinn og Táta
sér nægja handarbökin. „Ekki
er feitan kött að flá“ fer að
sjálfsögðu betur í þe&su landi,
þar sem fátt er svína, en gnægð
katta, svo sem heyra má um
nætur hér í Reykjavík, og flug
er í því koma eins og „fjandinn
úr heiðskíru lofti“. Og hver vill
bera á móti því, að reisn sé yf-
ir orðafari þeirra manna, sem
jafnan segja „ég mundi telja“,
„ég mundi vilja álíta“, þegar
þeir sitja fyrir svörum í fjöl-
miðlunartækjunum? Enda eru
spyrjendur farnir að tileinka
sér þetta þróttmikla orðaval:
„Mundir þú segja“, „ mundir
þú kannski ætla?“
Til skamms tíma hefur verið
talsvert af jarphærðu fólki í
landinu. Nú er það að deyja út
og í staðinn fólk með „brúnt“
hár. Pram undir þetta hefur ver
ið talað um, að hlutir væru gul
ir, bláir eða grænir. Nú er flest
„í gulum lit“ eða „í grænum
lit“, hvort sem er fatnaður, húsa
kynni, málverk eða eitthvað ann
að. Þó sakna ég þess að hafa
hvergi séð þess getið, að himinn
inn sé „í bláum lit“ og grasið
og sjórinn „í grænum lit“. Ekki
ber allt upp á sama daginn.
Umtalsverð uppgötvun er það,
að nota má orðið „fyrir“ í stað
fjölda annarra smáorða, sem
senn gerast trúlega úrelt og
óþörf, og vitnar það um hag-
sýni þeirra, sem uppi eru „í
dag“.
Allt sýnir þetta, að fslending
ar eru að komast af stuttbuxna
aldrinum, „snertandi" og „varð-
andi“ tungutak sitt eða svo frum
legar sé tekið til orða: „hvað
þvi viðvíkur". Sæki að mér efa
semdir um dóm Einars Bene-
diktssonar, leita ég mér trúar-
styrkingar við sjónvarpstækið
mitt. Þar sér maður fossana
„hvelfast“ niður hlíðar Afríku
(ekki fjarri þeim slóðum, þar
sem „fylfulla“ nautið var í
fyrra) og „framtíðarhimininn
hvolfast" yfir þessa álfu svarta
kynstofnsins. En þá fyrst sann
færðist ég um, að endurnýjarar
og fullkomnarar tungunnar eru
„í toppþjálfun“, er ég heyrði get
ið um „hægra ennið“ í útvarp-
inu og hafði af því áreiðanlegar
fréttir í einhverju dagblaðinu,
hvar hjartað var „staðsett“ í
Ljótunnarstaðakálfinum.
Nú veit ég, að mér er óhætt
að „silappa af“, jafnvel „stinga
af“, ef svo vill verkast. Tung-
an, sem geymir í tímans straumi
trú og vonir landsins sona, er
eins og gott barn, sem vex að
vizku og náð. Hún verður sífellt
fegurri og þróttmeiri, hnitmið
unin hárfínni með hverju nýju
misseri. Við getum tekið okkur
í munn orð drottins allsherjar
að loknu sköpunarverkinu: „Og
sjá, það var harla gott.“
J.H.
98
llHINN - SUNNUDAGSBLAÐ