Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Page 10

Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Page 10
r Haimin'gjaa góða, það var líklega eins gott að standa sig. Og hjartað fór að slá svo und- arlega hratt og óreglulega, o-g gott ef ekki var kominn einhver árans óstyrkur eða dofi í útlimina. Ja — hvað þá á morgun. Þessi heimsókn Imbu var stór- viðburður, og við fylgdum henni vel úr hlaði, þegar hún fór. Ekki er ég nú viss um, að við höfum borðað mikið um hádegið daginn eftir, áður en við lögðum af stað í þetta nýstárlega próf, sem boðað var um hásumarið. Við geng um saman þessa gamalkunnu leið, skvaldrandi um alla heima og geima, en þó mest um það, sem okkar beið á Stað. Það tíndust líka að aðrir krakkar, ýmist gangandi eða ríðandi, og inn í stofu vorum við köliuð, eitt og eitt, til þess að lesa fyrir doktorinn. Þarna sat hann við borðið, og stór opin bók fyrir framan hann, blöð og spjöld í stöflum. Dökkhærður maður í dökkum fötum með stór horn- spangagleraugu. Presturinn var hjá honum. Ég býst við, að ég hafi heilsað með handabandi að sveitasið, eins Oig vel uppöldu barni bar að gera. En fráleitt er, að ég hafi verið upplitsdjörf. Auðvitað þekkti ég prestinn vel. Hjá honum hafði ég lesið á próf- um og eins þegar hann húsvitjaði meðan ég var smáskotta — já, ég var svo lítil fyrst þegar hann próf- aði mig í lestri, að hann tók mig á hné sér. En það kunni _ég ekki að meta og beygði út af. Á hnjám pabba kunni ég betur við mig, og gat stafað þar fyrir prestinn og farið með bænir, þegar ég hafði jafnað mig. Þessar húsvitjanir voru annars geigvænlegir atburðir, því að allt- af var ég dauðfeimin við prestinn. Þó sögðu eldri systkini mín, að ég væri skammarlega fröm. Já, ég hafði einu sinni komið inn 1 bað- stofu til prestsins með brjóstsyk- urmol/i iímdan á nefið og sagt hon ■um það í fréttum, að Smrtla henn- ar mömmu værf komin í spað nið- ur 1 tunnu. Ekki hafði ég síður verið framhleypin, þegar ég var við kirkju einu sinni. Þegar prsets- frúin stóð upp til þess að ganga út, gneip ég í pilsin hennar og hékk í þeim fram 1 forkirkju. Því- lík dæmalaus helgispjöil. Aldrei hefðu þau diufzt að haga sér svona. En ég mundi nú ekkert eltir þessu, svo það hefur áreiðanlega hvort tveggja gerzt áður en ég beygði út af í fyrsta lestrarpróf- inu hjá prestinum. Nú var presturinn bara aðstoð- armaður hjá doktornum, sjálfum ógnvaldinum — sagði til um nafn og aldux, bauð mér sæti og benti mér á það, sem ég átti að lesa. Ég reyndi að lesa snurðulítið, en út undan mér varð ég þess vör, að doktorinn dró dularfull tákn og skráði athugasemdir í skruddu sína. Og svo var þessu lokið. Mér var hleypt út, því að rýma varð pínubekkinn fyrir þeim næsta. Þar með kyrrðist hjartslátturinn, gang limirnir fengu eðllegan styrk á ný og sveittir lófarnir þornuðu. Þetta var nú svo sem engin þor- anraun eftir allt saman. Okkur systrunum kom saman um það á heimleiðinni, að þetta hefði verið skemmtileg tilbreytni, og doktor inn hefði ekkert verið ægilegur. Tíminn? Hvernig líður hann? Ýmist stekkur hann áfram eins og ramfælinn hestur eða hangir í loft- inu líkt og eiturormur í spotta. Tvö ár hafa liðið. Heyannir standa sem hæst, og tíðin er góð. Þá kemur sendimaður frá Stað og boðar mig á ný í lestrarpróf. Aftur? Já, doktorinn er kominn aftur, og boðar nú ellefu og tólf ára krakka í lestrarpróf á Stað. Og ég er tólf ára, en systir mín er undanþegin skyldunni — fermd manneskjan. Hvað þarf hann nú að athuga? Er það eitthvað nýtt? En það þýðir ekkert að spyrja út í loftið, þegar enginn er til að svara — maður á bara að gegna í allri undirgefni. Ég er komin að Stað á tilsett- um tíma og pískra við jafnöldr- ur mínar, sem ég hef verið með á skóla í einn eða tvo mánuði um veturinn. Kvíðinn og ónotaspenn- ingurinn er ekki eins mikill núna. Maður veit, að það er ekkert að óttast. En samt er ekki alveg laust við, að einhver glímusjálfti hrísl- ist 'um mann. Mér er boðið inn í stofuna, og einhver kökkur sezt í hálsinn, er ég stíg yfir þröskuldinn. Hefur tíminn nú rétt einu sinni staðið kyrir. Presturinn — doktorinn — hornspangagleiraugun — blöðin og stóra bókin — allt er þarna á sama stað: Var ég ekki hér inni rétt áðan? Setjast — byrja. Ég les, og ég hætti — þeir tala saman í lágum hljóðum, prestur og doktor, — halda þeir, að ég heyri það ekki samt? Nú á ég að lesa annan kafla —• og ég les, og ég er stöðvuð: „Gera svo vel að lesa þetta aft- ur.“ Ég finn, hvernig blóðið þýtur fram í vangana og lófarnir svitna: Bilt við, stóð þarna, hafði ég nú ekki borið það rétt fram? Og kaflarnir koma einn af öðr- um, doktorinn skrifar athugasemd ir, en presturinn gengur um gólf með þumalfingurna krækta undir vestisboðangana. Þetta eru fram- burðaræfingar af ýmsu tagi, og loks taka þær enda. En ekki er mér sagt að fara út. Nú er ég spurð spjörunum úr. Heimili mitt — hef ég alltaf átt þar heima? Hvaðan er faðir minn? Móðir mín? Ég segi föður minn fæddan í þessari sveit, móður mína uppi á Héraðinu. Hvaða bæ? Ég svara því. í hvaða hreppi — ég hinkra við, það var aldrei sagt, að bærinn væri í neinum hreppi, held ur bara í Skógum, en kannski þetta sé vitleysa hjá mér. Presturinn kemur mér til hjálp- ar og segir, hvaða byggðarlag þetta er á Héraði. Er hún þar uppalin? Nei — hingað í sveitina fluttist hún á áttunda árinu, hefur verið hér síðan. Þegar doktorinn hættir að spyrja mig, taka þeir lærðu menn- irnir, tal saman — og gleyma mér samstundis. Doktorinn er ákafur og sagist hér hafa fundið óvenju skýrt dæmi um það, sem hann vilji kaila „samræmdan framburð“: Ékki of harða norðlenzku—ekki lina sunn- lenzku — ekki Austfjarðaflámæli — ekki hljóðvillu. Þetta hefði hann þurft að fá tekið upp á plötu til skýringar við framburðar- kennslu, segir hann. Hjartað í mér tekur kipp og ég laumast til að skotra augum á manninn, sem segir þessi ótrúlegu orð. Gott, ef ég sé ekki einhver ánægjuleiftur í augunum að baki stóru hornspanga-nna. Ábyggilega var það áhugi. Og hann heldur áfram — spyr, hvorf sé ekki raf- magn þarna úti á Ströndinni. „Nei, ekki að gagni, því miður,“ anzar presturinn — frystivélarnar voru knúnar með einhverjum rokk, en það var lélegt rafmagn. Næsta rafstöð í lagi — 'hún væri nú vist á Eiðum, og þar væru auðvitað T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.