Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Blaðsíða 8
virtist vatnið heldur fjara heima Tjið bæi“. Daginn eftir var svo um að lit- ast Söndum: „Hrannarhólar á víð og dreif, svo að mannhæðum skipti á hæð, hitt mestallt sand- leirur, að undanteknum smáblett- um“. Af hæð jakahranna má nokkuð ráða um hlaupdýptina og með samanburði á timasetningum í frá- sögnum af hlaupinu mætti ef til vill fara nærri um hlauphraðann og fcímalengdina, sem hlaupið var að renna. Er því líklega unnt að gera sér allnána grein fyrir hlaup- magninu, sem fór um Kúðafljót og Álftaver. En þótt sá hluti hlaups- ins, sem fór niður austan Hafurs- eyjar væri mikill, v’ar hinn, sem fór vestan við Hafursey, efalaust margfalt meiri. Kjartan L. Markusson í Hjör- leifshöfða varð gossins var klukk- an 3 eftir hádegi og tæpurn hálf tíma síðar heyrði hann til hlaups- jns austan við höfðann. Gekk hann þá upp á höfðann. Hlaupið ruddist fram með ógur- legum hraða og bar með sér ó- , grynni jaka, sem sumir voiru feiki- stórir. Stóðu þeir margir fastir, þegar fram kóm á sandinn og vatn ' íð dreifðist. Var ísinn svo mikill, ®ð ekki sást í vatnið sjálft, nema þar sem stórsbraumar náðu fram- rás. „Klukkan 5 eftir hádegi óx flóð- ið geysi mikið. Kom þá fram á millí Hafurseyjar og Selfjalls svo mikið íshrúgald, að iíkast var sem þar brunuðu fram heilar heiðar snævi þaktar“. Fióðið ruddist með allri fullorku sinni á þverhníptah hamravegg við suðvesturhorn höfð ans og urðu af því geysimikil boða- föll. „Jakar molnuðu í smátt, er þeir skuilu á berginu, en vatn og ísmolar þyrluðust hátt í loft“. Ekkert hié varð á flóðinu það, sem eftir var dagsins, en daginn eftir var flóðið hætt. „Þann stutta ttma, sem flóðið hafði runnið, hafði ströndin færzt fram til miidlla muna. Einkum fram undan mynni Múlakvslar og nokkru austan við hana á fjöruna á Höfðabrekku og Hjörleiíshöfða. Að líkindum gefur þessi uppfyll- ing bezta hugmynd um, hve fram- burður flóðsins hefuir verið mikill. Því þar sem togarar voru stund- um að veiðum áður, er nú svart- ur sandur. Og þessi breytjng varð öll á fáum kluíkkustundum". Eftir fyrsta gosdaginn kom ekki hlaup austan Hafurseyjar. En mik- ið vatn otg þó misjafnlega mikið iiélt áfram að renna vestan Hafurs- eyjar til og með 28. október. Tal- ið er að gosinu hafi lokið 4. nóv- ember. Fyrst um morguninn þann dag sáust úr Á'lftaveri öriítil ský læðast upp úr gígnum, en síðan alls ekki neitt. Var þá bjart og lébt yfir jöklinum. En nálega hálfum mánuði síðar kom afarmikið vatns- hlaup með talsverðum jakaburðd vestan við Hafursey. Af frásögn Kjartans L. Markús- sonar verður lí-tið ráðið um hlaup- hraðann og hlaupdýptina við Hjör- leifshöfða, en augljóst er þó, að hvort tveggja hefur verið mikið. Um jakana, sem komu með hlaupinu fram á vestursandinn segir: „Þeir voru frá 20 metrum upp að 60 metrar á hæð“. Og sið- an er bætt við neðanmáls: „Sum- um kann að þykja ótrúleg hæð jakanna, en einn stærsti jakinn var mældur og var hann 40 faðmar á hæð, svo að menn sjá, að hér er engar ýkjur farið með“. Það er nú svo, að erfitt virðist að ýkja um aðfarir Kötlu og þó geta jafnvel kunnugir efazt. 20. október fóru menn frá Vík inn að jökli og gengu á Vatnsrás- arhöfuð. Vestan þess er Remund argil og þar fyrdr vestan og sunn- an Vestureggjar (347 metrar yf ir sjó, ónefnt, en með hæðartölu á korti). Hlaupdýptin vdð Vestur- eggjar virtist þeim hafa verið 60— 70 metrar. Við Vatnsrásarhöfuð hafðd mynd azt gljú'fur í jökulinn. „Mun gljúfurdalur þessi vera allt að 2 kdlómetrar á dengd og hálfur kíló- metri á breidd. Lykja um hann snarbrattir jökulhamrar að austan og eins fyrir botni að norðan. Kem ur þar undan jökulrótunum allt það vatnsmegin, sem síðan flæðir yfdr Mýrdalssand vestanveröan“. Aðrir menn munu hafa gengið á Vatnsrásarhöfuð 4 dögum áður. Gd.sli Sveinsson segdr svo frá eftir þeim: „Lengd sprungunnar í átt til sjávar gizkuðu þeir á að væri 800—1000 faðmar, breidd 200— 300 faðmar. Var sem standberg myndað í jökulinn, þar sem sprengzt hafði frá, og eigi minna en 80 íaðmar á hæð. Þar undan rann nú vatnsflóð, og var sem kærni upp úx sandinum“. Þetta gefur til kynna, hvérsu stórk'ftstlegt Mauþlð var, en eí t-il vill mætti með ítarlegri hefenMd- arrannsókn og viðtölum við þá> sem eftir lifa af þeim, sem sáii> fá gleggri mynd þar af. Pálmi Hannesson áætlaði, að há- marksrennsli í Kötluhlaupinu 1918 gæti hafa nurnið milii þrjú og f jög- ur hundruð þúsund rúmmetra á sekúndu (Náttúrufræðingurinn 1934). . Sigurður Þórarinsson telur áætl un Pálma liklega eitthvað — en þó ekki endilega mjög mikið — of háa. Mikill hluti hlaupsins var jak* ar og íshroði, og telur Sigurður sennilegt, að vatnið (að ísnum frá- dregnum) hafi náð áð mdnsta kosti 100.000 rúmmetrum á sekúndu, þegar það var í hámarki. Er það urn það bil jafnt og rennsli Ama- zónfljótsins eða tvöfalt meira en Skeiðarárhlaup í hámarki. Sigurjón Rist telur, að hámarke- rennsli í vatnsflóðinu, sem kom i Múlakvísl úr Mýrdalsjökli vorið 1955, hafi verdð náiægt 2.500 rúm- metrar á sekúndu. Sigurjón segip, að vatnsborðshækkunin norðan Selfjalls (við Múlakvíslarbrúna, sem þá tók af) hafi verið 6,65 mebrar og að rúmanál ketilsiganna, sem þá mynduðust i jöklinum, hafi numið um 28 gl. eða 28.000.000 rúmmebrum. Til sam- anburðar er áður sagt um hlaup- dýptina, 60—70 nietrár, við Vest- ureggjar í Kötluhlaupinu 1918, þa'ð er um tífalt meiri en 1955 við Múlakvísiarbrúna, sem var um 2 klómetrum fjær jökljnum en Vest ureggjar eru. í raun réttri er að'eins með hug- aróruæ eða stjarnfræðilegum hugs anahætti unnt að gera sér grein fyrir, hversu stórkostlegt Kötlu- hlaupið 1918 var. Mörgum þóttl rnikið um vatnsflóðið, sem kom 1 Elliðaárnar siðast liðinn vetur. En hver getur hugsað ser, hvernig umhorfis hefði orðið i Reykjavík. ef vatnið liefði verdð um 1.000 metra breitt og 40—50 metra djúpt við Lækjarbotna, líkt og Kötluhlaup vestan Hafurseyjar. Kötluhiaupið 1918 var þó ekki einsdæmi. Hlaupin 1860 og 1823 hafa ef til vill verið eitthvað minnd, en líklega hafa að minnsta kostí þrjú næstu hlaup þar á undan ver- ið mun meiri en hlaupið var 1918. Til dæmis er um hlaupið 1721 saigt, að þá hafd sjógangur brotið hjalia i Vestmannaeyjum og sjóip gengið upp á iand í Þoriákslhöfn. Prsmhald í 114. t<SSSii». 104 TÍ H 1 N N - SUNNUDA6SBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.