Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Blaðsíða 20
ax af strái, þegar maður gekk fram
hjá akri grannans? Þvi fór fjarri.
Þá fyrst var þó sálarró hennar
borgið, er henni varð hugsað til
þess, að auðvitað yrðu tennurnar
íagðar í gröf með Kalia, þegar að
því kæmí. Það var eiginlega hugg-
un að því, ef eitthvað af gullinu
kom lifandi fólki að gagni.
Algautur vaknaði við það, að
Elna rak í hann olnbogann. Hún
varð að segja honum strax, hvað
henni hafði dottið í hug. Fyrst
varð hann dauðskelkaður og vís-
aði hugmynd Einu algerlega á bug
með þungum orðum. En loks lét
han-n undan síga fyrir röksemda
færslu hennar og féllát á að gera
þetta. Þá sneri Elna rassi í mann
sinn, glöð yfir sigri sinum, og
steinsofnaði á samri stundu. Al-
gauti kom ekki blundur á brá
það sem eftir var nætur.
Þess sannmælis verður Algaut-
ur að njóta, að hann var mjög
miður sín, þegar hann læddist upp
í herbergi Kalla nóttina eftir, tók
termurnar úr gluggakistunni og
fór með þær niður i kjallarann
— tii þess að sverfa þar hinn dýra
málm bak við luktar dyr, Atlt
gekk þó siysalaust fyrstu nóttina.
Og enn tókst honum næstu nótt
að koma gulltönnunum í glugga-
kistuua hjá Kalla að loknu verki,
án þess að hann rumskaði. En hon-
um varð felmt við morgpninn eft-
rr. Algautur hafði ekki gætt hófs
með þjölina, og vesalings KaUi
átti í mesta basli með trantinn á
sér. Svo mikil hrögð voru að þessu,
að sumt. sem hann vildi segja,
skiidist tæpast. hann saug og
smjattaði. og við annað eða þriðja
hvert orð varð hann að beita tung-
unni til þess að styðja við góm-
inn. Hann tók tennurnar út úr sér
hvað eftir annað og margþuklaði
tannholdið, og loks komst hann að
þeirrj niðurstöðu, að hann væri
búinn að fá skyrbjúg. Hann hafði
kraftlausan dósamatinn fvrir sök-
um. Með þvi að hgnn var fram-
takssamur maður, sendi hann þeg-
ar í stað eftir tylft af sítrónum,
sem hann saug síðan með mikl-
um og ferlegum grettum. Tafar-
lausrar lækningar gat hann þó
ekki vænzt — það vissi hann.
Algautur laumaðist burt, skóf
gullkornin af pappírsblaðinu,,
þvoði þau vel og vandlega og faldi
þau síðan i látúnsbauk.
— 0 —
Daginn áður en Kalli ætlaði
brott, bar hann fram uppástungu,
sem vakti mikla tilhlökkun. Ilann
bauð Algauti með sér í bifreið til
Gautaborgar á sýn-inguna miklu,
sem þar var, og auðvitað ætlaði
hann að borga allan ferðakostnað-
inn,- bæði að heiman og heim aft-
ur. Það var heimur undra og ævin-
týra, sem Algautur sá opnast sér
við þetta boð Kalla. því að hann
hafði aldrei komizt lengra út í ver
öldina en til ónefnds bæjar á Smá-
landi, sem vissulega hafði hlotið
borgarréttindi, þótt hann væri ekki
annað en verkamannabyggð, án
biskups og brennivínsveitinga. Al-
gautur ætlaði óðar að breiða faðm-
inn á móti ævintýrinu, en í sömu
andrá minntist hann þess, live van-
búinn hann var að klæðum, Svart-
an, fóðraðan frakka átti hann að
vísu, nokkurn veginn viðhlítandi
flík, þótt lóslitin væni og gengin
úr saunium, en þess utan ekki eina
einustu spjör. sem hann gat látið
sjá sig í á ferðalagi. Þetta voru þó
meinbugir, sem Kalla uxu ekki í
augum. Hann rauk undir eins í
ferðabösku sina, og þar átti hann
kakíbuxur handa Algauti. stórköfl
ó.tta sokka, skrautlega skyrtu og
stórfallegt bindi, sem hefði getað
verið klippt úr stjörnufánanum.
Á sjálfri kveðjustundinni ruddi
hann glófögrum ríkisdölum í krakk
ana, sem hann áminnti um að
geyma þá til minja, svo að þeir
færu ekki í súginn. Við Elnu sagði
hann um leið og hann hristi og
skók á henni höndina:
— Nú þakka ég fyrir mig. Og
þú skalt ekki halda, að það sé tóm
mælgi, þegar ég segi, að ég er
ykkur þakklátur fyrir að hafa hýst
mig þennan tíma. Því að áður en
ég lívva gamla landið og sný aft-
ur westur. ætla ég að gera fyrir
ykkur dálítið. sem ekki gengor
ykkur úr greipum — þér og Al-
gauti og börnunum. Það verður,
sérðu, ekki bara hnefafylli af döl-
um, sem hverfa fljótar en þeir
koma í vasa manns. Ileldur eitt-
hvað varanlegt. sérðu. Well! Svo
sé ég til, hvernig ég get ráðstafað
þessu 1 Gautaborg.
Elna margþakkaði honum göfug
mennskuna. Hún sagðist alltaf hafa
vitað, að Kalli væri maður, sem þau
gætu treyst og reitt sig upp á. En
Algautur táraðist. þegar hann
heyrði þessi fögru fyrirheit. blygð
unarroði litaði kinnar hans, og gu]]
kornin, sem hann hafði krytjað
sér með þjölinni sinni, ertu í hon-
um magann, þó að þau væru lok-
uð niðri I látúnsbauki.
Þegar þelr írændurnir voru fann
ir, tók Élna sór hvíld. Við vina-
hljóðið í kaffikátlinum lét hún sig
dreyma um bjartari frambíð og
betri daga. og með fyrinheit Kalla
um „eitthvað varanlegt" að bak-
hjarli, reisti húh draumabongir
sinar, sem urðu þeiin niun háreist-
ani sem hún sat lengur með hend-
ur í skauti: Loks vanð hún s-ann-
færð um„ áð hann gæfi þeim þús
und krónur eða eitthvað þar um
bil. Og kórónan á allt saman van
andvirði gullsvarfsins. Svo fjarri
fór því, að samvizka hennar angr-
aðist við veglyndi Kalla.
Gripsholm Tlét skipið, sem KaEi
ætlaði með vestur um haf. Þeir Al-
gautur gátu helgað sý-ningunni tvo
daga. Eftir á gat Algautur þó
aldrei hent reiður á þessum dög-
um, svo ringlaður og ruglaður varð
hann af öllum þeim furðum, sem
bar fyrir augu hans nálega sam-
tímis. Þegar hann reyndi að rifja
það upp, er hann hafði séð, talaði
hann helzt um hús, sem voru svo
stór, að þau rúmuðust með naum-
indum á þriggja tunnu landi og
há eftir því,“ ölflösku, sem var á
borð við vatnsgeyminn við járn-
brautarstöðina. tröllaukið járnhjól,
sem snerist af sjálfu sér, logandi
snældur, sólir og stjörnur með öll-
utn litum regnbogans, sem geyst-
ust um himininn, og ævintýralegan
málsverð á Prippens-veitingahúsi.
Öllu fleira hafði ekki orðið hon-
um fast í minn.
Það var ofsahiti þessa daga,
blæjalogn og sólskin frá morgni
til kvölds. HitamoIIan var óskapleg
á sýningarsvæðinu. Helzt höfðu
menn viðþol, ef þeir sátu í skugga
og þömbuðu svalandi drykki. En
það var enginn friður fyrir Kalla
— hann vildi allt sjá, og Algaut-
ur varð að elta hann. Algautur
svitnaði ógurlega í frakka sínum
og sa ekki hálfa sjón, því að liann
fékk ofbirtu í augun: I-Ivert sem
litið var. skein sól á skjallhvíta
múrveggi. Gisið skeggið loddj vð
blauta hökuna. En hann átti engra
kosta völ: Hann var að dragast á
eftir frænda^sínum, sem ek'kert
beit á, líkt og veikur og lasburða
hundur. sem reynir að fylgja liús-
bónda sínum i lengstu lög. Vonin
um kveðjugjöfina veitti honum
seiglu til þess að standa á fótun-
um.
116
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ