Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Blaðsíða 6
Við brúna á Blautukvísl á Mýrdalssandi. Ljósm: PáM Jónsson. glöggum skrifuðum frásögnum og jarðfræðilegum heimildum. Hann nefnir þó ekki að gosið hafi árið 1000, en fyrsta hlaupið, sem sögu- leg vissa er fyrir að farið hafi nið- ur Mýrdalssand, mun hafa orðið laust fyrir árið 1179, sbr. grein Sigurðar. Eitt þeirra Kötlugosa, sem óglögglegar heimildir eru um, er gos það, sem olli svonefndu „Sturluhlaupi" árið 1311. Um það segir m.a.: „að tók af alla byggð- ina, sem eftir var á Mýrdalssandi. Það svæði var kailað Lágeyjar hverfi“. „Um voirið var farið að leita, þar sem bæirnir höfðu stað- ið, því að hlaupið hafði svo ger samlega sópað burtu bæjum, hús- um, engjum og högum, mönnum og öllum fénaði, að það sást ekki að þar hefði nokkurntíma byggð verið, heldur eintóm eyðimörk, hulin sandi og vikri, marga faðma djúpt niður“. í eldriti Markúsar Loftsonar segir svo: ,„En til ársins 1311 var sjórinn upp undir Hjörleifshöfða að framan og svo 'be!nt út í Skip- helli. — Landnáma segir, að fjörð- ur hafi verið inn með Höfðanum að vestan“. í eldritinu er þetta haft eftir þeim Þórði Þorleifssyni og Erlendi Gunnarssyni klausturhöldurum að Kirkjubæjar- og Þykkvabæjar- klaustrum. Þessi ummæli eru þó ekki í frásögn þeirra, eins og hún er prentuð í Safni til sögu íslands (I. bindi) og auk þess ekki í prent uðum útgáfum af Landnámu, en þar segir: „var þar þá fjörður og horfði botninn inn að höfðanum11 (íslendingasagnaútgáfan, Reykja vík 1946). Landnáma er til í ýmsum gerð- um og líkt mun um firásögn þeirra Þórðar og Erlendar, sbr. Safn til sögu Islands. Ekki ©r útilokað, að þeir Þórður og Erlendur hafi séð einhverja þá gerð Landnámu, þar sem orðin voru eins og þau eru tilfærð í Eldritinu, og að Mark- ús Loftsson, sem safnaði í og ritaði Elddtið, hafi fengið í hendur af- rit af frásögn þeirra, þar sem um- ræddair setningar stóðu. Mér virðist einkeitnilega að orði komizt í Landnámu, að taka fram hvert „botninn horfði“. Og auk þess virðist mér ekki fá staðizt, að fjörðurinn hafi verið sunnan við höfðann. Ef gert væri ráð fyrir, að fjörð- urinn hefði myndazt við Kötlu hlaup, sem borið hefði fram tanga sitt hvoru megin við höfðann, og ef við svo einnig göngum út frá því, að skógivaxið hafi verið um- hverfis höfðann, sbr. Land námu, þá má sjá, að slíkt getur ekki farið saman. Mýrdalssandur, eins og hann er nú, myndi seint sjálfvaxinn skógi og tæki það lík- lega fremur árþúsundir en aldir, sbr. Sólheimasand. Löngu áður en að því kæmi myndi hafið vera búið að sandfylla fjörðinn eða þó líklega fremur að bera burt „tang- ana“, svo að þeirra sæi hvergi stað. Ef fjörður var fyrir sunnan höfðann, þá hljóta klappir að hafa verið umhverfis hann, og ættu þær þá að vera þar enn, en ólík- legt virðist það. Hafi fjörðurinn verið vestan höfðans, þá kemur í sama stað niður. Ekkert Kötluhlaup sem kunnugt er um, er svo smátt, að það hefði ekki nægt, til þess að sandfylla slíkan fjörð. Þess vegna verður að álykta, að mjög langur tími hafi liðið frá því, að Kötlu- hlaup fór sðast niður Mýrdals sand fyrir landnámsöld. Landnáma er að vísu ekki sam- tíma heimild og sumt, sem segir um „Sturluhlaup“, er furðusögn lkara. En jafnvel þótt eitthvað 102 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.