Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Blaðsíða 13
Ekki virðist hafa verið dælt að tæta við Elínu. Hún var svarkur í geði, illskeytt og orðljót og ákaf- lega mislynd. Þótt liún blessaði einhvern aðra stundina, gat hún formælt honum hroðalega í næstu andrá. Slík skapbrigði voru tíð og ekki sök hennar einnar, þvi að at- lætið, sem hún bjó við, virðist hafa verið miður gott, og oft var henni skapraunað með ýmsu móti. Vinnu menn tveir voru á Gufuskálum, Ingimundur Bjarnason og Ingjald- ur Jónsson, og er þess einkum get- ið, að þau Ingjaldur og Elin elduðu iöngum grátt silfur, og var heift og hatur þeirra á milli. Engu betur lágu Elínu orð til vandamanna sinna en annarra, og svo frekt kvað hún um Bergþór, bróður sinn, að heldur vildi hún fara fram fyrir klappirnar á Gufu- skálum og kæfa sig þar en vera á vist með honum. Gufuskálahjón voru einu mann- eskjurnar, sem Elín hrakyrti ekki né áfelldist. Þó muldu þau ekki undir hana. Var það eitt með öðru, að hún var naumt haldin í mat, og varð henni það þetta sumar að krytja sér ost og mataróveru ein hverja í búri húsfreyju. Þetta komst upp, og voru henni settar harðar skriftir. Húsbændurnir ógn uðu henni og sögðust ætla að kæra glæp hennar fyrir séra Agli á Út- skálum, og Jón bætti því við, orð- um sinum til áherzlu, að hann myndi gefa henni hinn versta vitn- isburð í öllum greinum. Glúpnaði hún mjög Við slkar hótanir, þótti í flest skjól fokið fyrir sér og barst lítt af. Vænti hún sér einskis góðs af presti og hreppstjórum, ef hún yrði fengin þeim til hirtingar. Þetta mun hafa gerzt seint í júlí- mánuði. Að kvöldi síðasta dags mánaðarins kom Ingimundur Jóns- son, hjáleigubóndi firá Stóra-Hólmi, að Gufuskálum, þar sem hann ætl- aði að ganga að slætti nokkra daga. Þennan dag var Elín fámátug fram ar venju og uggandi rnjög um hag sinn. Um kvöldið stundi hún og hljóðaði.sem fársjúk væri. Stoðaði ekki, þótt á hana væri hastað, og þegar fólk þreyttist á kveini henn- ar og fór að ganga á hana, hvað að henni amaði, svaraði hún með löngum harmatölum. Var það merg uir málsins, að hún væri þjökuð og þrúguð af heilsuleysi, hrakin og ofsótt í einstæðingsskap isínum, og jafnvel maður hennar hefði farið frá henni, svo að hún hefði enga stoð af honum haft. Yrði hún nú hrakin frá Gufuskálum, lægi ekki annað fyrir henni en deyja út af manna á meðal, og væri þá eins gott, að hún sálgaði sér. Harðnaði svo ræðan, að hún missti á sér alla stjórn, og var þá farið að impra á því að sækja séra Egil út að Útskálum til þess að tala um fyrir henni. En það vildi hún sizt heyra nefnt. Gaf hún i skyn, að prestur ætti lítið erindi til sín: „Þar sem djöfullinn væri einu sinni búinn að ná yfirhöndum, hjálpaði ei á móti að stríða.“ Var það látið niður falla að senda mann á fund prests, enda kann fremur að hafa verið ógnun en alvara, að þvi var kastað fram. Sá beygur var þó í Gufuskála- fólki, að Jóni bónda þótti vissara að láta konu sína skipa Ingimundi Bjarnasyni, vinnumanni þeirra, er svaf í skála, þar sem fleti kerl- ingar var, að hafa gát á henni, ef hún færi ofan um nóttina. Gekk svo fólk brátt til náða. Ingi mundur Bjarnason háttaði og lagð ist út af í rúmi sínu, og síðan leit- aði hver af öðrum sins svefnstað- ar. Elín var þó ekki svefnleg. Hún sat enn uppi í fleti sínu, er hús- freyja fór úr skálanum, stundi og tuldraði og hafði ekki dregizt úr spjörunum. Síðan lézt enginn vita, hvað fyrir hana hefði borið. III. Hjáleigumaður sá, er hét Þor- kell Gunnlaugsson, bjó í kofa skammt frá garði á Gufuskálum. Næsta morgun vaknaði hann við það um sólarupprás, að komið var á glugga, og kallaði til hans maður, er bað hann að koma á fætur og sjá, hvað til tíðinda var orðið. Þetta var annar vinnumaðurinn á Gufu- skálum, IngjaldUT Jónsson. Þor- kell spurði, hví hann léti svo óðs- lega, en hann svaraði, að orsök væri til alls: Elín kerling Stefáns- dóttir hefði hengt sig. Ingjaldi sagðist svo frá, að Ingi- mundur Bjarnason hefði sofnað í rúmi sínu, en vaknað aftur til þess að rækja embætti sitt og orðið þess áskynja, að EMn var horfin úr fleti sínu. Þegar hún fannst eigi í bæn- um, hefðu þeir Ingimundur farið að leita hennar utan bæjar. Sagð- ist Ingimundur hafa fundið hana dauða, þegar að morgni leið, með snöru um háls einum af sjóhjöll um Gufuskálamanna. Ekki hafði Ingjaldur fyrr vakið Þorkel en Jón Sæmundsson sendi vinnumanninn út að Útskálum til þess að segja séra Agli tíðindin. 1 Rækti hann erindi sitt fljótt og vel, ^ og brá Útskálaklerkur þegar við } og skrifaði hreppstjórum sveitar- innar svofellt bréf: „Hingað að Útskálum kom í morgun Ingjaldur Jónsson frá Gufuskálum, sem fortaldi svo fljót an sem ljótan og óttalegan atburð urn afgang Elínar Stefánsdóttur, niðursetnings þar, sem skyldi hafa ^ skeð í nótt um miðnæturskeið, hvers vegna þér, hreppstjórar og * pólitíþénarar, aðvarizt og upphvetj- * izt hér með að besikta þetta téða J l'ík hið fyrsta ske kann, nú yfir- ' valdið er fjarverandi.“ Með þetta bréf, sendi hann Ingj- i ald síðan á þá bæi, sem hrepp ! stjórar bjuggu. i Bæjarleiðir voru ekki laugar, og tókst Ingjaldi í skyndi að ná til ■ hreppstjóra fjögurra, Árna Jóns ■ sonar, lögréttumanns á Kirkjubóli, Þórðar Sighvatssonar á Býjarskerj- t um, Jóns Erlendssonar á Flanka- stöðum og Snorra Jónssonar á Lambastöðum. Kvöddu þeir síðan til farar með sér tvo bændur á , Hafurbjarnarstöðum, Þórð Eiríks-; son og Hafliða Pétursson. Þessi hersing hélt öll að Gufuskál . um að áliðnum degi, ásamt aðstoð- arprestinum á Útskálum, séra Guð- mundi Böðvarssyni, því að séra Egill aftók að fara þangað sjálfúr. Jón Sæmundsson og Gufuskala- menn fleiri fylgdu komumönnijm niður að sjónum að vestasta hjall- inum, sennilega ekki háreistu hú^i. Munu gestirnir hafa búizt við, >að þar þyrfti ekki að hafa langa ýið dvöl. En þeim brá nokkuð í bnín, er þeir komu í hjallinn, því kð öðru vísi var þar umhorfzt en þéir . áttu von á. Snærisspotti var bund- inn um hjallbitann, en líkið ' á . hnjánum á gólfi niðri í snörunni, ■ og hallaðist höfuðið dálítið út* á hægri öxl. Handleggirnir hén^u niður með síðunum. Enginn blátai | var á andlitinu, að þeim virtist, * tungan innan tanna munninúm j og augun með eðlilegum hættK í > augnatóftunum. Snaran sat uppi f við kjálkabörð, allfast hert að háls inum, sem þó var hvorki J teygður né þrútinn að sjá t eða herptur saman, og aðeins á hon ' um lítið far, þar sem snærið herti í að. Hreppstjórarnir litu hvor á ! annan í spurn, því að þeim virtist líkið tæpast með þeim einkennum, j sem eru samfara hengingu. T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 109

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.