Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Blaðsíða 14
Þegar hreppstjórar gengu á Jón að segja sér hið sannasta um það, er hann vissi er ævilok Elínar snerti, sagði hann sem fyrr, að hann vissi ekki annað en hún hefði sjálf ráðið sér bana. En þegar ann ar Hafurbjarnarstaðabóndinn fór að furða sig á því, að kerlingin skyidi ekki fremur ganga í sjóinn en hengja sig með svona óburð- ugum hætti, gall Ingimundur vinnumaður við og sagði, að kven- fólkinu væri svo farið, að því þætti mikið fyrir að væta sig. Hreppstjórarnr létu sér ekki lynda þessi svör. Þeir afréðu að hræra ekki meira við líkinu en þeir höfðu þegar gert. Þeir tóku það ekkj úr snörunni og skipuðu Jóni Sæmundssyni að ábyrgjast það, unz æðri valdsmenn kæmu til og legðu úrskurð á þetta mál. Þeir vildu ekki taka á sig neina ábyrgð. En eitt var það, sem þeir létu und- ir höfuð leggjast: Þeir gerðu hvorki héraðsdómara né landfógeta boð. Útskálaprestar létu það líka farast fyrir. En það höfðu báðir sér til afsökunar, að þeir þóttust eiga yfirvaldanna von suður á nesin þá og þegar. IV. Degi síðar bar annan gest frá Gufuskálum að garði á Útskálum. Að þessu sinni var það Jón bóndi Sæmundsson sjálfur. Hann var þungur á brúnina, hafði hratt á hæli og vildi þegar hafa tal af séra Agli. Erindi hans var að leita leyf- is sóknarprestsins til þess að dysja lík Elínar Stefánsdót'tur hið bráð asta. Flutti hann mál sitt af ákefð og kvartaði sáran yfir því, ef hann ætti að varðveita líkið dögum sam- an í fiskhjalli sínum í sumarhita, því að fljótt gerðist þar illur fnyk- ur og ókræsilegur á harðætinu. Þeim Jóni og presti bar aldrei fyllilega saman um, hvernig svör hefðu fallið. Bóndi sagði fullum fet um, að prestur hefði leyft sér að dysja liíkið, en prestur lézt hafa maldað í móinn og skírskotað til þess, að valdsmanna, Skúla fógeta eða Vigfúsar Þórarinssonar, væri von á hverri stundu. Stundum varði hann mál sitt með þeim orð um, að hann hefði áminnt Jón um að láta það bíða ójarðað, unz valds mennirnir kæmu, en varð þó að kannast við, að hann hefði í öðru orðinu ekki kveðið fastar að en svo, að hann vildi ekki, að Jón hefð- ist neitt að næsta dag: Yrðu þoir Skúli og Vigfús ókomnir á öðru kvöldi, bryti nauðsyn lög, en gæta yrði Jón þess, að grafa líkið djúpt og dysja það á kristilegan hátt. Heima á Gufuskálum hafði Jón ekki svo mjög orð á dauninum af hröri kerlingar, en bar hitt í mál, að hún kynni að ganga aftur. Höfðu fleiri borið þann ugg í brjósti á Gufuskálum, að illt myndi af henni standa dauðri, og var fóLki þar ekki rótt eftir að sól var sigin við jökul. Af þessu spruttu orðræð- ur um það, hvað helzt væri til varn ar, og tæpti Jón á því, að hefta myndi göngu hennar, ef losað væri um hálsliðina. Morguninn eftir Útskálaferðina kvaddi bóndi til fjóra menn til þess að dysja kerlingu á Gufu- skálastekk. Til starfans valdi hann vinnumenn sína tvo, Ingimund Bjarnasonar og Ingjald Jónsson, Þorkel Gunnlaugsson hjáleigu- mann og Sigurð nokkurn Guð- brandsson hinn fjórða, aldraðan sjómann. Lézt hann hafa til þessa samþykki séra Egils og gaf mönn- um sínum það ráð að leggja kerl- ingu á grúfu í gröfina og búa að öðru leyti svo um, að hún lægi kyrr. Þeir félagar báru nú líkið úr hjallanum og tóku til verka. Ingj- aldur og Ingimundur voru ótrauð- ir, en Sigurður Guðbrandsson svo skelfdur, að hann vissi tæpast sitt rjúkandi ráð. Engum sögum fer af Þorkeli, en þó mun hann ekki hafa haft sig meira í frammi en vera þurfti. 110 IlfllNN - SUNNUUAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.