Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Blaðsíða 4
Á heimleið af fundi í Hinu ís- lenzka náttúrufræðifélagi í apríl 1966, þar sem Guðmundur Kjart- ansson flutti erindi sitt, „Stapa- kenningin og Suirtsey", datt mér þetta í hug: „Staparnir eru suður 1 sjó“ og í framhaldi þar af: „Guð imundur leysti gátuna“ (um það, sem gerist í Mýrdalsjökli, áður en Kötluhlaup hefjast). Þetta voru snöggsoðnar hugdett ur mína-r, en engan veginn orð fyr irlesarans, og þó? Guðmundur sagði m.a.: „Hér á landi hafa oft, svo að sögur fari af, orðið eldgos í stór- um og þykkum jöklum, og eftir síðustu jökulgosin í Kötlu 1918 og í Grímsvötnum 1934, fóru leiðangr ar að kanna verksummerki á gos- stöðvunum. En það er skemmst' frá að segja, að í skýrslum sjón- arvotta er ekkert, sem bendir til að stapi eða fjall af nokkru tagi hafi hlaðizt upp í jöklinum og því síður upp í gegnum hann. Gríms- vötn eru enn dalur, en ekki fjall, þrátt fyrir margendurtekin gos á síðustu öldum.“ Um Grímsvötn veit ég lítið að segja, en Katla hefur verið mér undrunar- og umhugsunarefni í háifa öld, og daginn sem Katla FYRRI HLUTI gaus, 12. október 1918, man ég fyrstan á ævi minni. Mamma mín, Þuríður Pálsdóttir, flýði með heimafólk sitt undan hlaupinu 1918 frá Söndum í Með- allandi yfir eystri hluta Kúða- fljóts. Pabbi minn, Jóhannes Guð- mundsson, var staddur í Vík í Mýrdal vestan hlaupsins, en heima voru sex fullorðnir og fimm börn, hið elzta sex ára. Fara varð fót- gangandi, því að hestar fældust við gosdrunurnar. Það hjálpaði, að óvenjulega lítið var í fljótinu og hlauphraðinn þar var ekki mik- iil. Næsta vor, 1919, fluttu foreldr- ar mínir frá Söndum að Herjólfs- stöðum í Álftaveri og þar með ennþá nær Kötlu. Þarf því engan að undra, þótt Katla hafi orðið mér hugleitin. Þær eru orðnar margar, hug- myndirnar, sem ég hef heyrt og lesið, og hugdetturnar, sem ég hef fengið, um Kötlu, en þeim öllum var eitt sameiginiegt. Þær nægðu mér ekki til skiinings á þeim stór- kostlegu umbrotum, sem jafnan eiga sér stað, þegar Katla gýs. Stapakenning Guðmundar Kjart anssonar, þ.e. skýringar hans á myndun móbergsfjalla, virðist mér hins vegar geta gefið skýringu á þvi, sem gerist í Mýrdalsjökli, áð- ur en Kötluhlaup hefjast. Athug- um fyrst um „stapana11 hennar Kötlu, hvar þeir eru niður komnir. í skýrslum og frásögnum af Kötlugosum má sjá m.a. eftirfar- andi: 1918: Síðasta gosdaginn 1918 fóru 2 menn frá Vík að athuga Kötlutanga. Lengd tangans töldu þeir vera því sem næst 4 km. Eft- ir miðjan vetur var tanginn mæld- ur og reyndist þá um 1000 faðmar, enda hafði þá þegar allmikið eyðzt framan af honum. 1860: „í þessu hlaupi gekk sandurinn austur fyrir Hjörleifs- höfða, og út að Kerlingardalsá, svo mikið í sjó fram, að sums staðar er hann nú 400 föðmum lengri en áður.“ 1823: „Það er vist, að allur þessi sandur frá Hafursey nær því aust- ur undir framanverðan Loðinsvík- urháls, og frá Hjörleifshöfða aust- ur úr öllu, eins og allur Múla- kvíslar gamli farvegur er stórum hækkaður og fylltur upp, svo að víða nemur mörgum föðm- um lóðrétt." 1755: „Eftir endilöngum Mýr- dalssandi liggja þrír samhliða ásar, sem í fyirstu voru 60 álna háir, og var hinn vestasti þeirra mestur, en alls voru þeir nálægt hálfri mílu á breidd. Ásar þessir eru gerðir af grjóti og jarðruðningi, sem ekizt hefur saman ásamt vikri 0g ösku. Út frá ströndinni ganga þeir svo langt sem séð verður í haf út (nálægt 3 mílum), og standa jak- arnir hátt upp úr sjó, þar sem áður Verklag Kötlu árið 1918. Hann er ekkert smá- smiði, jakinn, sem ris upp á rönd á miðri myndinni. Litlu örðurnar uppi á brúninni tll hægri eru menn. HlUINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.