Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Qupperneq 15

Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Qupperneq 15
Þegar þeir höfðu grafið gryfju, er þeim þótti hæfileg, kom Jón til þeirra til þess að líta til með þeim. tti hann þar nokkur orðaskipti við vinnumennina sína, og var það saga þeirra beggja, að hann hefði sagt, þegar hann hafði virt líkið fyrir sér, að bezt væri að skera höfuðið af bolnum. Virðist þeim orðum hafa verið beint til Ingi- mundar, og dró nú húsbóndi hans upp brennivínsflösku og staup, er hann skenkti á tvívegis handa hon- um, svo að kjarkur brygðist hon- um síður. Við þessu vildi Jón þó aldrei gangast. Af Sigurði Guð brandssyni varð engin vitneskja höfð, því að hann hafði gleymt öllu, sem gerðist, fyrir hræðslu sakir, en Þorkell Gunnlaugsson virðist hafa hvarflað frá á meðan Jón ræddi við vinnumenn sína. En báðir höfðu þeir hermt honum orð húsbóndans á sama veg. Jón var í brott farinn, er Ingi- mundur dró upp hníf og mælti við Ingjald: „Skal það þá gilda?“ Ingjaldur kvað já við og brá fyrir sig dönsku: Það gilti enten Liv eller Död. Þorkell, sem stóð hjá, sagði um leið og IngimunduT brá hnífnum á há'ls kerlingar: „Því viljið þið gera þetta, pilt- ar? Eruð þið vissir um, að ekki verði grafið upp?“ Annar hvor svaraði, að það hefði presturinn fortekið. Luku þeir síð- an verki sínu. Þegar þeir höfðu afhöfðað kerl- ingu, snöruðu þeir líkinu á grúfu í gröfina, settu höfuð við þjó og sneru nefi til saurbæjar. Að því búnu báru þeir á það stóra steina, bæði á herðar og fætur, og huldu loks hræið moldu og grjóti. Þeg- ar þeir gengu frá dysinni, mælti Ingjaldur: „Þú bíður þar döpur dómsins“. V. Tvær vikur liðu, og ekki komu valdsmennirnir suður á Garðskaga, enda hafði enginn orðið til þess að segja þeim tíðindi þaðan frem- ur en áður. Upp úr miðjum ágúst- mánuði skaut Skúla fógeta loks upp. Prétti hann þá, hvað gerzt hafði, kom nafni á bráðabirgða- rannsókn og sendi Vigfúsi Þórar- inssyni bréf um dauða og greftr- un kerlingar. Taldi hann, að Elin hefði „sálgað sér sjálf“ og sagði, að hún hefði verið „ofan- tekin af presti og hreppstjórum og án víðari umvafa jörðuð“. Má af þessu ráða, að hann hafi litlar eftirgrennslanir haft og kastað höndunum til bréfs síns. Fáum dögum síðar sömdu hreppstjór- arnir loks næsta losaralega skýrslu um för sína að Gufuskál- um. Um svipað leyti vannst séra Agli einnig tími til þess að hripa yfirvöldunum bréf um málið. Hon- um var í mun að bera af sér, að hann hefði séð Mkið, tekið það of an eða yfirleitt verið við málið riðinn. Að fengnu bréfi prests og skýrslu hreppstjóra tilkynnti svo loks landfógeti stiftamtmanni at- burðinn. Þegar hér var komið, hugðist von Levetzov stiftamtmaður láta til sín taka. Skipaði hann Skúla fógeta að reisa mál á hendur þeim, sem á tortryggilegan hátt væru dðnir við dauða og dysjun EHnar. En nú kenndi þess, að grunnt var á hinu góða þeirra á milli. Skúli taldi sér ekki skylt að takast slíkt á hendur og neitaði algerlega að hlýðnast fyrirmælum stiftamt- manns í þessu efni, og þó von Levetzov margendurtæki skipun sína, sat Skúli við sinn keip. Því fékk stiftamtmaður þó framgengt, að Elín var grafin upp, og fór Jón Sveinsson landlæknir suður að Gufuskálum þeirra erinda síðasta dag ágústmánaðar. Skoðaði hann líkið, en fann ekki á því neina áverka. Rakaði hún hár af höfði þes.s, svo að hann gæti betur kann að hvort hörnðkúpan væri löskuð. Varð sá úrskurður hans, að hún væri heil, sem og önnur bein, en andlitið svo rauðleitt, að hugsan- legt væri, að henging hefði orðið konunni að aldurtila. Var líkið dysjað á ný á Gufuskálastekk að lokinni þessari skoðun. VI. Trúlegt er, að Gufuskálafólki hafi létt, er álit landlæknis varð á þessa lund, því að mjög lá grun- ur á heimilinu, og þá einkum Ingj- aldi, um tildrög að dauða Elínar. Þessu fylgdi þó, að nú var yfir- völdum kunnugt orðið á ótvíræð- an hátt, hversu lík Elínar hafði verið leikið, er það var dysjað. Komið var fram á haust, er loks komst skriður á málið. Stiftamt- maður hafði um síðir beygt sig fyrir þrákelkni Skúla fógeta og skipað Sigurð klausturhaldara Ól- afsson sækjanda. Og nú geirðust sumir þeir, sem áður höíðu látið sér hœgt, áhugasamir um rann- sókn málsins. Séra Egill Eldjárns- son, sem beið þess að verða svipt- ur embætti sínu sökum drykkju- skapar, kveið því, að Elínarmálin yrðu honum einnig til áfellis. Fangaráð hans varð að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Skúla og leita hjá honum halds og trausts gegn stiftamtmanni. Einn haust- daginn skrifaði hann honum svo- látandi bréf: „Nú fellur einasta til erindis í þessum flengjandi hasti, að svo sem Jóns Sæmundssonar forsóm- un í að vakta Elínu Stefánsdótt- ur svo sem tilbærilegt var, þar hieimilisfóTkið hefði vitnað f.vrir séra Guðmundi og hreppstjórun- um, að hún hefði vöktunarmaður í nokkra daga með miklum hljóð- um verið og freistingarfortölum, samt lét hvorki séra Guðmund né mig fá að vita af hennar þvílíku ástandi, svo við hefðum getað lag- fœrt hana með guðsorði . . . .má sýnast hafa flýtt hennar ofhastar- l'egum dauða og verið sú sérleg asta orsök til hans, svo mætíi mínum herra landfoged þóknast að anmóða héraðsdómarann að ganga grandgæfilega eftir þessu, því varðar mest til allra orða. að undirstaðan sé réttleg fundin, og hér af mun hafa mest orsakazt allt, sem nú er á daginn komið. En hugur minn segir mér, að sá góði okkar, hvern þér útmáluðuð með lit og auðkenni á síðast- höldnu manntalsþingi, muni ekki ganga mjög hart upp á Jón Sæ- mundsson og gjarna sjá, að sökin lenti á öðrum en honum.“ Sjálfur treysti prestur sér ekki til þess að standa fyrir máli snu sökum „elli, heilsuleysis, ringls og svefnleysis“, og var vörnin falin Jóni hreppstjóra Þórðarsyni í Junk aragerði. Fátt kom fram við rannsókn málsins, er henda mætti réiður á, umfram það, er þegar hefur ver- ið sagt. Vinnukona ein á Gufuskál- um, sem kvaðst hafa vakað yfir veiku barni nótt þá, er EMn dó, og aðeins blundað litla stund, full- yrti, að Ingjaldur hefði ekki getað farið úr rúmi sínu, án þess að hún yrði þess vör, og ekkert vitnanna impraði á neinu, sem til þess gat bent, að Elín hefði sætt harð- hnjaski af hálfu Ingjalds né neins annars á heimilinu. En þess er að geta, að Hér voru ekkf aðrir til frésagnar <m Gufuskálahjón og T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 111

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.